Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.10.2002, Blaðsíða 18
18 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 2. TBL. 2002 En hvernig getum við þá eflt þjónustu við aldraða?Það er hægt að gera með margvíslegum aðferðum. Uppbygging þekkingar á þessu sviði, öflug þekkingar- miðlun er ein aðferðin og mikilvægt tæki okkar til að efla þjónustuna. Bókasafn á vinnustað er þáttur í þekk- ingaruppbyggingu og eigum við góðan vin frú Kazuko Enomoto sem hefur einmitt styrkt Bókasafn Félags- þjónustunnar í Reykjavík til að sinna betur íslenskri öldrunarþjónustu. Frú Kazuko Enomoto prófessor í félags- og öldrun- arfræðum við Otemon Gakuin háskólann í Japan er meðvituð um gildi öflugrar upplýsingamiðlunar í þjón- ustu við aldraða. Hún stundar öldrunarrannsóknir af krafti í Japan og hefur fengið mikinn áhuga á öldrunar- málum á Íslandi. Frú Enomoto hefur ritað bækur á jap- önsku um rannsóknir sínar sem m.a. hafa verið þýddar á ensku. Nefna má bók hennar Houses and Welfare Services for the Aged : Link Services of Welfare and Coll- ective Housing for the Aged in Iceland and Japan sem kom út árið 1996 sem er samanburðarrannsókn á þjón- ustu við aldraða Íslendinga og Japana. Allt frá árinu 1994 hefur Enomoto gefið reglulegar peningagjafir til Félagsþjónustunnar í Reykjavík sem nýttar hafa verið til bókakaupa og fræðslu fyrir starfs- fólk. Hún hefur heimsótt okkur fjórum sinnum og nú síðast í ágúst síðastliðnum. Af virðingu við framlag frú Enomoto höfum við komið upp horni með safnefni sem keypt er fyrir fé úr Enomoto sjóði. Frá því sjóður- inn var stofnaður höfum við lagt áherslu á að velja úrvalsefni um þjónustu við aldraða í „Enomoto hornið“. Titlar í horninu eru nú á þriðja hundrað tals- ins og safnið stækkar stöðugt. Sjá nánar Enomoto hornið: bókaskrá 1994-2002. Gríðarleg útgáfa er af þekkingu á ýmsum fræða- sviðum og þurfa innkaupin því að vera markviss og miðast við þarfir starfsfólksins. Kerfisbundin öflun, skráning og miðlun safnefnis skiptir því máli í kröfu- hörðum heimi. Nú höfum við frábærar leiðir við að miðla upplýsingum til dæmis á vefsíðum og í rafrænum gagnagrunnum eins og t.d. www.hvar.is. Bókasafn Félagsþjónustunnar er safn með á annað þúsund titla og er framlag frú Enomoto afar mikilvæg viðbót við safnið okkar og ómetanlegt fyrir starfsmenn Félags- þjónustunnar í Reykjavík sem og á sviði samanburðar- rannsókna um öldrunarmál á Íslandi og í Japan. Heimildir: Alfa Kristjánsdóttir: Enomoto hornið: bókaskrá 1994-2002. Rv., 2002. Enomoto, K: Houses and welfare services for the aged. Seizansha, 1996. „Tíminn líður trúðu mér …“ segir í þjóð- vísunni góðu. – Öldruðum fjölgar stöðugt miðað við fólksfjölda og er þjónusta við aldr- aða dæmi um vaxandi svið félagsþjónustu sem er í stöðugri þróun. Alfa Kristjánsdóttir, bókasafnsfræðingur og frú Kazuko Enomoto prófessor. Alfa Kristjánsdóttir, bókasafnsfræðingur Enomoto styður félagslega þjónustu við aldraða

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.