Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 4

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 4
4 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 RAI er skammstöfun á ensku sem stendur fyrir „Resident Assessment Instrument“ sem hefur verið þýtt á íslensku sem „Raunverulegur aðbún- aður íbúa“. Annað heiti er MDS sem stendur fyrir „Minimum Data Set“ en með því er átt við að þær lágmarks upplýsingar sem þarf til þess að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið mælitækjunum. Upphafið RAI þróunin hófst í Bandaríkjunum 1986, þegar kallað var eftir víðtæku, skilgreindu matskerfi, sem gæti bætt gæði á hjúkrunarheimilisþjónustu. Verklag- inu við þróun mælitækisins er lýst í töflu 1 og hefur því verklagi verið haldið í þróun afleiddra mælitækja. Mælitækið hefur þrjá aðalþætti: Fyrst er umtals- verður fjöldi af stöðluðum breytum, the minimum data set – MDS, til þess að meta styrkleika og veikleika vist- manna og umönnun á elli- og hjúkrunarheimilum, sjá töflu 21. Annar þáttur tækisins eru svokallaðir matsferlar sem leiðbeina um það hvernig best sé að setja upp hjúkrunarferli til þess að mæta vandamálum, áhættu og greina leiðir til umbóta. Um er að ræða átján sér- staka þætti sem greindir eru með matinu, sjá töflu 3. Sérhvert matsferli hefur flögg í matinu, þannig að ef merkt er við þessi flögg, þá er matsaðila beint inn á að meta einstaklinginn nánar með hliðsjón af viðkom- andi vandamáli, áhættu eða möguleika á umbótum. Ferlinu er lýst í töflu 4. Sem dæmi má nefna að ef merkt er við svima á matinu, þá er bent á leiðbeiningar fyrir byltuvarnir. Á þennan hátt gefa matsferlarnir umönnunaraðilum kerfisbundna aðferð til þess að ná bestu leið til þess, að greina og áætla umönnun marg- víslegra flókinna vandamála, sem aldraðir á hjúkrunar- heimilum standa frammi fyrir. Einn mikilvægasti eiginleiki RAI mælitækjanna er að þau hafa margvíslegt notagildi. Grunnmatið verður forsenda fyrir hjúkrunarferlum, fjármögnun, gæða- vísum og fleiru, sjá töflu 5. Frá því á árinu 1991 er skylda að meta alla á hjúkr- unarheimilum í Bandaríkjunum með RAI mælitækinu. Samkvæmt reglugerð er einnig skylda að meta alla á Íslandi. Mælitækið hefur verið þýtt og staðfært í yfir 20 löndum. Sýnt hefur verið fram á að áreiðanleiki mats- RAI fjölskyldan á Íslandi Pálmi V. Jónsson, dósent í öldrunarlækningum, sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði LSH. Greind voru mikilvægustu klínísku viðfangsefnin Fundnar voru lykilbreytur sem auðkenna hvert viðfangsefni Sett voru upp greiningar- og umönnunarferli fyrir hverja breytu Gildi og áreiðanleiki mælitækjanna var sannreynt Annað notagildi var síðan þróað: Gæðavísar Greiðsluviðmið Framkvæmd klínískra rannsókna Innleiðsla í klíniskt starf Mælitækin eru í viðvarandi þróun í ljósi reynslunnar Tafla 1; Tilurð RAI mælitækjanna

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.