Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 10

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 10
10 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Í október síðastliðnum lauk ég meistara- námi frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Námsleiðin hét Almennt rannsóknarnám og bauð upp á ýmis námskeið í eigindlegum og megindlegum rannsóknaraðferðum. Þar sem viðtöl eru aðalvinnutæki félagsráðgjafa valdi ég að dýpka þekkingu mína á eigindlegum rannsóknaraðferðum. STARF mitt á heilabilunareiningu snýst að mestu leyti um stuðning við sjúklinga og aðstandendur og ég hef verið þeirrar skoðunar að heimaþjónustan gæti komið mun betur til móts við sérstakar þarfir þessa hóps. Á fyrstu stigum heilabilunar er það fyrst og fremst félags- legur stuðningur og aðstoð við athafnir daglegs lífs sem þörf er á. Því ákvað ég að rannsókn mín skyldi fjalla um félagslega heimaþjónustu fyrir sjúklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra. Rannsóknin hlaut styrki frá Öldrunarráði Íslands og Öldrunarfræðafélagi Íslands. Leiðbeinandi var dr. Rannveig Traustadóttir. Rannsóknarspurningar Markmið þessarar rannsóknar voru að kanna hvernig starfsfólki heimaþjónustu líður við störf sín inni á heimilum aldraðra með heilabilun, hvaða fræðsla um heilabilun stendur því til boða og hvaða þekkingu það telur sig sjálft helst þurfa á að halda. Þá voru fengin fram viðhorf aðstandenda til heimaþjón- ustunnar og hvernig þeir vildu helst að þjónustunni væri háttað. Megin rannsóknarspurningar voru eftir- farandi: 1. Hvaða fræðsla um heilabilun stendur starfsfólki félagslegrar heimaþjónustu til boða, hvernig nýtist hún í starfi og hvernig er best að standa að slíkri fræðslu? 2. Hvernig lýsir starfsfólk heimaþjónustu líðan sinni í starfi inni á heimilum fólks með heilabilun? 3. Hvaða þekkingu finnst starfsfólki nauðsynlegt að búa yfir varðandi einstaklinga með heilabilun? 4. Hvað finnst aðstandendum skipta mestu máli varð- andi heimaþjónustu fyrir ástvini sína? Eigindlegar rannsóknaraðferðir Eigindlegar rannsóknaraðferðir eru margar en hafa ýmis sameiginleg einkenni. Gögnin sem safnað er lýsa fólki, stöðum og samræðum sem erfitt er að setja inn í tölfræðiformúlur. Rannsóknarspurningar eru settar fram til að kanna rannsóknarefnið í samhengi, en jafnframt til að fá fram sem flestar hliðar á því. Rann- sakandinn kann að þróa með sér ákveðið sjónarhorn samhliða gagnasöfnun en hann leggur ekki upp með ákveðna tilgátu sem hann prófar. Honum er umhugað um að skilja fólk og fyrirbæri sem hann er að skoða, á þeirra eigin forsendum. Hann heldur oft viðvarandi sambandi við fólk sem hann er að rannsaka á þeim stöðum sem það er vant að eyða tíma sínum eins og í skólastofum, á kaffihúsum, kennarastofum og svo framvegis (Bogdan og Biklen, 1998). Þess vegna ein- kennast eigindlegar rannsóknaraðferðir af aðleiðslu en ekki afleiðslu, þar sem rannsakandinn öðlast æ meiri skilning eftir því sem líður á rannsóknina og hann fær hlutina í betra samhengi (Taylor og Bogdan, 1998). Heimaþjónusta fyrir fólk með heilabilun Kynning á meistaraverkefni Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi á heilabilunar- einingu LSH Landakoti

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.