Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 22

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 22
22 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Inngangur Á hinum síðari árum hefur umræðan um kynlíf fólks tekið miklum og hröðum breytingum. Kynlíf er til umfjöllunar í öllum helstu fjölmiðlum. Á Netinu er mikið af upplýsingum um allar tegundir kynlífs og í raun má segja að kynlífsumræðu síðustu ára hafi tekist að svala forvitnisþörf margra, þar sem umfjöllunar- efnið er aðgengilegt og auðvelt er að verða sér úti um hugmyndir, þekkingu og staðreyndir. Þrátt fyrir þessa miklu útbreiðslu á kynlífsumræðu er einn þáttur hennar sem lítið hefur verið athugaður og skoðaður þrátt fyrir að stór og sífellt stækkandi hópur neytenda tilheyri honum, en það er kynlíf fólks á efri árum. Viðhorf á þann veg að kynlíf tilheyri ein- göngu þeim sem yngri eru og að fólk sem komið er yfir fimmtugt sé í raun orðið kynlaust, er því miður nokkuð útbreitt. Afleiðingin er sú, að margt eldra fólk er farið að trúa því að þetta sé satt og efast um að það geti notið kynlífs né upplifað sig sem kynferðislega aðlaðandi vegna aldurs (Grigg, 1999). En staðreyndin er hins vegar sú að kynlífsþörf eldra fólks er lítið frá- brugðin kynlífsþörf þeirra sem yngri eru. Ástæðan fyrir því að undirrituð valdi að fjalla hér um kynlíf aldraðra má rekja til nokkurra atriða úr reynslu í starfi sem sálfræðingur á öldrunarsviði: 1. Starfsfólk virðist eiga erfitt með að taka á málum sem upp koma á deildum/ stofnunum og snúa að kyn- lífshegðun sjúklinga/íbúa. Óöryggi ríkir um hvað sé leyfilegt og hvað ekki, hve langt megi ganga í að sker- ast í leikinn og hver sé almennur réttur einstaklingsins varðandi kynlífsiðkun hans þegar á stofnun er komið. 2. Um 10% eldra fólks segist vera einmana og eykst þessi tala með hækkuðum aldri. Einmanaleiki er þessi óþægilega tilfinning um skort á gæðum og magni í mannlegum samvistum. Í fagumræðu um einamana- leika aldraðra er orðið nokkuð algengt að sjá umfjöllun um tengsl hans við ákveðin þátt kynlífs sem kallast „intimacy“ eða innilegt samband. Kynlíf er jú ekki bara kynmök. kynlíf verður með aldrinum í minna mæli spurning um kynlífsblossa heldur meira um snert- ingu, blíðu og líkamlega nærveru þessa innilega sam- bands. Einmanaleiki aldraðra er ekki síst talinn tengj- ast skorti á þessum þætti kynlífs (Miles and Parker, 1999). 3. Í starfsnámi mínu í Danmörku kynntist ég lítillega vinnu sem snéri að ráðgjöf til starfsfólks varðandi kyn- lífshegðun hjá heilabiluðum. Umræðan þar um kynlíf og heilabilun var opin og sjálfsögð. Spurningar hafa því vaknað hjá mér hvort þetta sé ekki vanmetinn mála- flokkur hér á landi? 4. Að vekja fólk til umhugsunar um þetta efni og fá vonandi fleiri til að skoða það og kanna. Hvað er vitað um kynlíf fólks á efri árum? Umræðan um kynlíf aldraðra hófst í raun með rannsókn Kinsey 1948 og 1953 (Sexual behavior of the human male and sexual behavior of the human female). Þátttakendur voru um 20.000 og þarna kom fram í fyrsta sinn vitneskja sem fólk var ekki meðvitað um áður s.s að nærri allir karlmenn stunduðu sjálfs- fróun og að afar og ömmur stunduðu kynlíf. Ýmsir vildu sanna betur eða afsanna það sem Kinsey hafi komist að og varð þarna opnun á því að rannsaka þetta sjálfsagða atferli mannanna. Ein af fáum niðurstöðum úr rannsókn Kinsey á kynhegðun eldra fólks var sú, að einn af hverjum fimm sextugum mönnum gátu ekki stundað kynlíf og við 80 ára aldur voru það þrír af hverjum fjórum (Croft, 1982). Árið 1966 eða 13 árum Kynlíf og eldra fólk – Byggt á fyrirlestri, sem fluttur var á Landakoti 14. nóvember 2002 Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur sálfræði- þjónustu vefrænna deilda, Öldrunarsviði LSH.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.