Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 30

Öldrun - 01.02.2003, Blaðsíða 30
30 ÖLDRUN – 21. ÁRG. 1. TBL. 2003 Þegar Sigga í númer 17 kom út á götu á sokkaleistunum, klædd undirkjól og tveimur peysum, brosti fólk í kampinn og sagði: „Hún er orðin kölkuð hún Sigga“! Þegar Ásbjörn fyrrverandi þingmaður kom inn til kaupmannsins og spurði eftir mömmu sinni sem var dáin fyrir 20 árum, urðu allir hálfsmeykir. „Hvað hefur gerst með hann Ásbjörn, er hann að verða kalk- aður“? Eitt var, að hún Sigga, sem alltaf hafði nú verið svo- lítið undarleg, færi að kalka. En hann Ásbjörn þing- maður! Það vakti ugg í brjósti fólks að sjá og heyra að jafnvel betri borgarar áttu á hættu að verða kölkuninni að bráð. Þetta var áður fyrr. Núna er ný öld og önnur og meiri þekking á hvað var að gerast í heilanum á Siggu og Ásbirni. Þau hafa bæði verið veik af einhverjum heilabilunarsjúkdómi og fengið einkenni sem þá voru kölluð „kölkun“. Þessi einkenni geta verið afar mismunandi, allt eftir um hvaða tegund heilabilunarsjúkdóms er að ræða, allt eftir um hvaða einstakling er að ræða, allt eftir hver persónuleg lífssaga hins sjúka einstaklings er. Fagleg þekking á heilabilunarsjúkdómum hefur aukist mikið á síðustu áratugum og með aukinni þekk- ingu eykst einnig skilningur á sjúkdómunum, sjúk- dómsmyndinni og einkennum þeim sem fram koma. Sjúkdómsmyndin getur verið afar flókin, andleg, félagsleg og vitsmunaleg hæfni skerðist og breytist, minnið þverr, tilfinningalifið og persónuleikinn fölnar. Það verður erfiðara og erfiðara að ná tengslum við hinn sjúka einstakling og það er engin von um varan- legan bata. Hvað er heilabilun Alzheimersjúkdómurinn er algengasti og þekktasti heilabilunarsjúkdómurinn. Sjúkdómurinn dregur nafn sitt af þýska lækninum Alois Alzheimer sem lýsti ein- kennum hans fyrstur manna árið 1907. Fjölmargir aðrir sjúkdómar geta haft svipuð einkenni í för með sér, og afar mikilvægt er að skilja þar á milli. Fólki hættir til að kalla alla heilabilunarsjúkdóma „Alz- heimer“. Það má ekki gleyma að um getur verið að ræða fjölda annarra sjúkdóma, sem ekki aðeins hafa mismunandi einkenni, heldur þarfnast einnig mismun- andi meðferðar, umönnunarlega, félagslega og læknis- fræðilega séð. Sérstakar hjúkrunardeildir sem ætlaðar eru ein- staklingum með heilabilunarsjúkdóma, eru stundum kallaðar „Alzheimerdeildir“ þrátt fyrir að þar búi líka einstaklingar með ýmsa aðra heilabilunarsjúkdóma. Alzheimersjúkdómurinn er einn af fleirum heilabilun- arsjúkdómum, sjúkdómur sem hefur ákveðið ferli og þarf ákveðna meðferð. Þó eru ýmis einkenni sammerkt með heilabilunar- sjúkdómunum og félagsleg meðferð sú sama í flestum tilvikum. Áhrif umhverfisins Breski sálfræðingurinn Tom Kitwood, rannsakaði áhrif umönnunarumhverfisins á þróun heilabilunar- sjúkdóma og lífsgæði hinna sjúku. Kenningar hans hafa hin síðari ár hlotið mikla viðurkenningu víða um heim meðal þeirra sem vinna að auknum skilningi og bættum aðstæðum einstaklinga með heilabilunarsjúk- dóma. Hann leggur áherslu á, að manneskjan með sjúkdóminn er aðalatriðið, það eru ekki eingöngu þær sjúklegu breytingar sem eiga sér stað í heilanum sem Heilabilun – öðruvísi fötlun Svava Aradóttir er hjúkrunarfræðingur sem á og rekur fyrirtækið Nordic Lights.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.