Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 11

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 11
Brotthvarf ungmenna frá námi og uppeldisaðferðir foreldra: Langtímarannsókn Sigrún Aðalbjarnardóttir og Kristjana Stella Blöndal Háskóla Íslands Í rannsókn þessari var kannað hvernig uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengjast því hvort þau hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur. Rannsóknin er byggð á gögnum úr langtímarannsókn á áhættuhegðun reykvískra ungmenna. Þeim hluta rannsóknarinnar sem hér er greint frá svöruðu 545 þátttakendur. Þrír þættir í uppeldisaðferðum foreldra voru til athugunar: „viðurkenning“, „stuðningur“ og „hegðunarstjórn“. Þessir þættir einkenna leiðandi uppeldi. Tekið var tillit til námsárangurs ungmennanna á samræmdu prófi í íslensku við lok grunnskóla, félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra og hvort í hlut áttu stúlkur eða piltar. Niðurstöður benda til þess að uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengist brotthvarfi þeirra frá námi. Því meiri viðurkenningu foreldra og stuðning sem ungmennin töldu sig búa við 14 ára gömul þeim mun líklegri eru þau til að hafa lokið framhaldsskóla á 22. aldursári. Hegðunarstjórn foreldra við 14 ára aldur ungmennanna virðist ekki tengjast brotthvarfi þeirra frá námi að teknu tilliti til viðurkenningar foreldra og stuðnings. Hegðunarstjórn foreldra tengist þó brotthvarfi frá námi þegar ekki er tekið tillit til hinna uppeldisþáttanna. Því má álykta að þessir uppeldisþættir tengist brotthvarfi frá námi en viðurkenning og stuðningur tengist því sterkar en hegðunarstjórn. Framangreindar niðurstöður komu fram þegar tekið var tillit til námsárangurs ungmennanna í íslensku við lok grunnskóla, kynferðis þeirra og félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra. Í ljósi aukinnar áherslu á menntun í sam- félaginu eru þau ungmenni sem ekki ljúka framhaldsskóla að mörgu leyti verr stödd nú en áður fyrr. Þar má nefna að möguleikar þeirra á vinnumarkaði eru minni en áður og þau eru í áhættuhópi um fjölmarga þætti. Þau eiga til dæmis fremur á hættu að verða atvinnulaus, fá verr launuð störf, eiga við heilsufarserfiðleika að stríða og sýna andfélagslega hegðun (sjá samantekt Rumberger og Thomas, 2000). Miklu skiptir því fyrir framtíð ungmenna að ljúka framhaldsskóla. Langflestir nemendur hér á landi fara í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla, eða rúmlega 90% árgangs (Hagstofa Íslands, 2005), en athygli vekur að brotthvarf frá námi er hér meira en á hinum Norðurlöndunum og í mörgum öðrum Evrópulöndum. Samkvæmt OECD (2002, bls. 265) höfðu um 30% ungs fólks á aldrinum 20–24 ára ekki lokið framhaldsskóla á Íslandi árið 2000 en í Noregi var hlutfallið 5%, um 20% á Grikklandi og 30% á Spáni. Þá minnkaði brotthvarf frá námi hér á landi minna en í öðrum OECD-löndum árið 2002 (OECD, 2005). Samkvæmt rannsókn Jóns Torfa Jónassonar og Kristjönu Stellu 11Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005, 11–23 Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005 Hagnýtt gildi: Mikilvægt er að foreldrar hafi aðgang að upplýsingum um heppilegar uppeldisaðferðir. Þessi rannsókn skipar sér á bekk með öðrum rannsóknum sem sýna að leiðandi uppeldisaðferðir foreldra skipta miklu um þætti í aðlögun barna og unglinga, svo sem um námsárangur þeirra, vímuefnaneyslu, depurð, hegðunarvandkvæði, sjálfsálit og samskiptahæfni. Greinin getur nýst þeim sem vinna að því að styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og sinna foreldraráðgjöf. Jafnframt getur efni hennar verið leiðarljós við stefnumörkun í málefnum ungmenna og fjölskyldunnar á sviði félags- og menntamála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.