Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 25

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2005, Blaðsíða 25
25 Hvaða þættir ráða mestu um hvernig gengur að innleiða aðferðir við sjálfsmat í grunnskólum? Niðurstöður athugana í sex skólum Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og Steinunn Helga Lárusdóttir Kennaraháskóla Íslands Samkvæmt athugunum menntamálaráðuneytisins er mjög misjafnt hvernig skólar uppfylla ákvæði um sjálfsmat sem leitt var í lög árið 1995. Í þessari rannsókn var leitast við að varpa ljósi á þá þætti sem hafa einkum áhrif á það hvernig skólum gengur að koma sjálfsmati í framkvæmd. Tekin voru viðtöl við skólastjórnendur og kennara í sex skólum af mismunandi stærð til að afla gagna um sjálfsmatið. Talsverður munur kom fram milli skólanna. Í sumum hafði lítið sjálfsmat farið fram en í öðrum mikið. Það sem helst skýrir muninn milli skólanna er forysta skólastjórnenda, þekking á sjálfsmati og sjálfsmatsaðferðum og viðhorf stjórnenda og kennara til gildis sjálfsmats sem aðferðar við breytingar og þróun skólastarfs. Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005, 25–40 Hugmyndir um stjórnun skóla hafa breyst mikið á undanförnum áratugum. Helstu rætur þeirra breytinga má finna í kenningum um stofnanir. Nú á tímum er litið á skóla sem skipulagsheild sem tekur breytingum og þróast fremur en sem fastmótað regluverk. Viðurkennt er að skóli geti því aðeins tekið framförum að öðru hverju sé staldrað við, litið yfir farinn veg og metið hvernig gengur í því augnamiði að læra af reynslunni. Á þann hátt er smám saman byggð upp þekking og leikni innan skólans til þess að bæta starfshætti. Kjörmynd fyrir slíka starfsemi er að finna í kenningum um stofnanir sem læra eða um hinar námsfúsu stofnanir (Argyris, 1993; Argyris og Schön, 1978; Dalin, 1993; Senge, 1990). Þessar hugmyndir um stjórnun og þróun stofnana hafa haft mikil áhrif á stefnumótun í fyrirtækjum og stofnunum, bæði í einka- fyrirtækjum og opinberum stofnunum. Í menntakerfinu má segja að orðið hafi róttæk breyting í þessa veru, einkum í hinum vestræna heimi. Víða um lönd hefur lögum um skóla verið breytt til að undirstrika þessar áherslur og hefur OECD meðal annars lagt þeim lið með útgáfu bóka og greina.1 Þessar breytingar 1 Sjá t.d. skýrslurnar Schools Under Scrutiny, 1995 og Evaluating and Reforming Education Systems, 1996. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er einkum af þrennum toga. Í fyrsta lagi kemur glögglega í ljós hversu mishratt skólum hefur miðað með að koma sjálfsmati í framkvæmd. Í öðru lagi sést að verklag skóla við að koma á sjálfsmati hefur verið mismunandi. Í þriðja lagi eru dregnar fram skýringar á þeim mun sem fram kemur milli skóla. Öll þessi atriði geta verið þeim sem ábyrgð bera á framkvæmd sjálfsmats í grunnskólum til leiðbeiningar. Af þeim má sjá hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að sjálfsmat geti orðið eðlilegur þáttur í starfsemi skóla og mikilvægur liður í umbótastarfi þeirra. Tímarit um menntarannsóknir, 2. árgangur 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.