Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 9

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2008, Blaðsíða 9
7 Námsáhugi nemenda í grunnskólum: Hver er hann að mati nemenda og foreldra? Hvernig breytist hann eftir aldri og kyni?1 Amalía Björnsdóttir, Baldur Kristjánsson og Börkur Hansen Háskóla Íslands, Menntavísindasviði Ágrip: Ein af forsendum góðs námsárangurs er að nemendur séu áhugasamir um námið. Í þessari rannsókn var sjónum beint að námsáhuga barna í 1., 3., 6. og 9. bekk. Lagður var spurningalisti fyrir nemendur og foreldra þeirra þar sem námsáhugi var kannaður. Þátttakendur voru úr átta heildstæðum grunnskólum, fjórum af höfuðborgarsvæðinu og fjórum af landsbyggðinni. Niðurstöður benda til þess að nemendur séu almennt áhugasamir um nám sitt. Jafnframt gefa þær til kynna að strax við upphaf skólagöngu sé hópur nemenda (5–10%) sem hefur lítinn áhuga á náminu og að drengir séu í meirihluta í þeim hópi. Þegar líður á skólagönguna dregur úr áhuga nemenda, bæði að þeirra mati og foreldranna. Kynjamunur fer einnig vaxandi. Nemendur í 6. bekk eru talsvert áhugasamir um list- og verkgreinar en sá áhugi minnkar mikið þegar komið er í 9. bekk. Vísbendingar eru um að verulega dragi úr áhuga barna milli 3. og 6. bekkjar og milli 6. og 9. bekkjar. Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008, 7–26 Öll viljum við að skólastarf skili góðum árangri og flestir telja áhuga nemenda forsendu þess að svo verði. Því er brýnt að vekja og viðhalda námsáhuga þeirra en ýmislegt bendir til að það veitist æ erfiðara í nútíma samfélagi (NCES, 2002). Mikilvægt er að vita hvers konar náms- og kennsluumhverfi það er sem vekur áhuga nemenda á mismunandi aldri. Það er útbreidd skoðun að námsáhugi dvíni á unglingsárum. Kanna þarf hvort þetta sé rétt og hvaða ástæður liggi þar að baki. Vitneskja um þætti í námsumhverfi nemenda, sem kunna að ýta undir áhuga þeirra, hefur mikið gildi fyrir breytingar og þróun skólastarfs. Markvissar rannsóknir í íslenskum grunnskólum eru liður í því að afla upplýsinga sem geta breytt áherslum og starfsháttum skóla. Marzano (2000) kynnti sér niðurstöður mörg hundruð rannsókna, bandarískra og annars staðar frá, á þáttum sem hafa áhrif á námsárangur barna og unglinga. Niðurstöður hans voru þær að skipta mætti þessum áhrifaþáttum í þrjá flokka: Aðstæður í skóla, aðstæður í kennslustofu og aðstæður hjá nemendum og að umtalsverður munur væri á áhrifum hvers þessara þátta: Aðstæður í skóla - skýra um 7% af breytileika í námsárangri nemenda. Hér er átt við námstækifæri nemenda, tímann sem þeir verja í nám, eftirlit með námi þeirra, væntingar um árangur, Hagnýtt gildi: Það hefur augljóst gildi fyrir skólastarf á Íslandi að aflað sé upplýsinga um námsáhuga nemenda og hversu breytilegur hann er yfir öll grunnskólaárin, en um hvort tveggja er lítið vitað. Einnig hafa hliðstæðar upplýsingar um áhuga nemenda á einstökum námsgreinum hagnýtt gildi fyrir kennara þar sem þær gefa þeim vísbendingar um hvort þeir séu á réttri leið í kennslu sinni eða ekki. Tímarit um menntarannsóknir, 5. árgangur 2008 1 Rannsóknin var styrkt af Rannís og Rannsóknarsjóði Kennaraháskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.