TORFI H. TULINIUS Bjarni Einarsson dr. phil. 11. 4. 1917 - 6. 10. 2000 Bjarni Einarsson helgaði íslenskum bókmenntum fyrri alda langa og árang- ursríka starfsævi. Hann þekkti gildi þeirra fyrir þjóðina sem ól þær af sér, og vissi að íslendingar eiga þessum bókum að þakka að vera sjálfstæð þjóð með- al þjóða. Hann hafði einnig næman skilning á stöðu íslenskra fornbókmennta í sögu heimsbókmenntanna, þeirri miklu sögu sem teygir rætur sínar langt aftur í árþúsundin, síkvik og sívirk saga þess hvernig mannskepnan klæðir reynslu sína í orð og miðlar henni til meðsystra sinna og bræðra, til að fræða eða skemmta, vekja eftirvæntingu eða gleði, hrifningu eða hroll, eða vegna þeirrar innri ánægju sem hlýst af því að skapa eitthvað fallegt, hvort sem það er staka eða sjö binda skáldverk. Ég þekkti Bjarna Einarsson ekki lengi og ekki náið. Þó tengdi margt okkur saman. Ég ólst að hluta til upp í Frakklandi og starfa við að miðla franskri menningu, en faðir Bjarna, Einar Jónsson, verslunarmaður á Seyðisfirði, hafði mikið samband við Frakkland, var vel mæltur á franska tungu og fékkst löng- um við að túlka fyrir Frakka sem hingað komu. Um hann, og reyndar móður Bjarna, má lesa eftirminnilega lýsingu í ferðabók sem franskur rithöfundur, Louis-Frédéric Rouquette, ritaði um ferð sína til Islands 1922, en Einar var leiðsögumaður hans á ferð hans um landið.1 Frá unga aldri fengum við Bjarni því hvor með sínum hætti sýn til suðurs sem mótað hefur heimsmynd okkar og viðhorf. Og við heyrðum hvor um sig hið máttuga kall Egils sögu Skalla- Grímssonar, sterka og seiðandi rödd sem hljómar aftan úr öldum eins og áskorun um að ráða gátuna um tilurð hennar og eðli, merkingu hennar og til- gang. Það er á engan hallað þótt ég segi að fáir hafi gert jafn mikið — og eng- inn meira — til að leysa þá gátu en Bjarni Einarsson, og það litla sem ég kann sjálfur að hafa lagt þar af mörkum styðst allt meira og minna við rannsóknir hans. Það er alkunna að varðveislu íslenskra miðaldabókmennta er öðruvísi hátt- að en flestra annarra þjóða sem státa af merkilegum bókmenntaarfi frá sama tíma. Hér voru aðstæður til að geyma skinnbækur ekki jafn góðar og sunnar í ' L'íle d'enfer, Les Éditions de Paris, Paris 1995.