Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 153

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2010, Blaðsíða 153
153 hverfur það án sjónarvotta inn í dimman varanleika sinn. Það hverfur sem sé; enginn er svo galinn að halda að það verði að engu. Það erum við sem verðum að engu og jörðin hvílir í dásvefni sínum þar til önnur vitund kemur og vekur hana. Við innri vissu okkar um að við séum „afhjúpendur“ bætist því vissan um að við erum aukaatriði gagnvart því sem við afhjúp- um. Ein höfuðástæða listsköpunar er einmitt þörf okkar fyrir að finnast við vera aðalatriði gagnvart heiminum. Ef ég festi á striga eða færi í letur ákveðið sjónarhorn til akranna eða hafsins eða svipbrigði í andliti, sem ég hef afhjúpað, veit ég af því að hafa skapað þau með því að ákvarða tengslin, með því að koma á skipan þar sem engin var fyrir, með því að leggja marg- breytileik hlutanna undir einingu hugans. Mér finnst ég aðalatriði gagn- vart sköpun minni. En í þetta sinn er það hluturinn sem ég hef skapað sem gengur mér úr greipum; ég get ekki afhjúpað og skapað í senn. Sköpunarverkið verður aukaatriði miðað við sköpunarstarfið. Þó að öðrum komi sköpunarverkið fyrir sjónir sem fullgert, virðist okkur það ávallt vera til bráðabirgða. Við getum alltaf breytt þessari línu, þessu blæbrigði, þessu orði. Þess vegna verður það aldrei óhjákvæmilegt. Málaranemi spurði eitt sinn kennara sinn: „Hvenær á ég að líta svo á að mynd mín sé fullgerð?“ og kennarinn svaraði: „Þegar þú getur horft á hana fullur undrunar og sagt við sjálfan þig: Er það ég sem hef gert þetta?“ Það er að segja aldrei. Því að það væri að skoða verk sitt með annars augum og afhjúpa það sem maður hefur skapað. En það er augljóst að við erum jafn ómeðvituð um hlutinn sem við framleiðum og við erum með- vituð um framleiðslustarf okkar. Þegar um er að ræða leirkerasmíði eða trésmíði vinnum við á hefðbundinn hátt með verkfærum sem notuð eru samkvæmt ákveðnum reglum. Þá er það hinn alræmdi „maður“ Heideggers sem vinnur með höndum okkar. Í því tilviki getur okkur virst árangurinn nógu framandi til að hann varðveiti hlutlægni sína í augum okkar. En ef við sjálf búum til framleiðslureglurnar, mælieiningarnar og kvarðana og ef sköpunarhvötin sprettur úr innsta eðli okkar, þá finnum við aldrei annað en sjálf okkur í verki okkar. Það erum við sem höfum fundið upp lögmálin sem á að dæma það eftir. Það er okkar saga, okkar ást og gleði, sem við sjáum í því. Jafnvel þótt við skoðuðum verkið án þess að snerta það framar, gætum við aldrei orðið viðtakendur þeirrar gleði eða ástar. Það erum við sem gefum verkinu hana. Árangurinn sem við höfum náð á striga eða pappír getur okkur aldrei virst hlutlægur. Við erum of kunnug því ferli sem HVERSVEGNA Að SKRIFA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.