Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Blaðsíða 21
DV Sport MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 21 Nafn Grindavíkur var loks ritað á bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta í gær. Grinda- vík lagði Hauka með tíu stigum, 77-67, í Laugardalshöll. Haukar komu mun ákveðnari til leiks og voru yfir í hálfleik en seinni hálfleikurinn var eign Grindavíkur. Yngvi Gunn- laugsson, þjálfari Hauka, vandaði dómurum leiksins ekki kveðjurnar eftir leik. ktfwlhpress»: lokafjórðunginn. Nítján stig Kieru Hardy hjá Hauk- um skiluðu litlujog arfaslök skotnýt- ing hennar var ekki_ til framdráttar. Sigur Grindavíkur var á endanum sanngjarn og sætur fyrir félagið sem hefur ekki hampað bikarmeistara- titilinum áður í kvennaflokki. Bara unnið með stelpum Igor Beljanski, þjálfari Grinda- víkur, leikur einnig með karlaliðinu í úrvalsdeild karla. Igor brosti úr að eyrum eftir sigurinn í gær. „Mér líð- ur alveg frábærlega, þetta er alveg stórkostleg tilfinning. Það er samt mjög spes að ég hef verið á Islandi í þrjú ár og aðeins unnið titil með stelpuliði. Ég væri alveg til í að upp- lifa þessa tilfinningu með körlunum líka því þetta er frábær.," sagði Belj- anski sem fannst sínar stelpur koma of spenntar inn í leikinn. „Stelpurnar komu stressaðar til leiks og við vorum ekki að spila Ekki sjaldséð sjón Tiffany Roberson og Berglind Magnúsdóttir tók- ust mikið á undir körfunni. okkar leik. Varnarleikurinn var sér- staklega lélegur. Okkar leikur bygg- ist mikið á því að halda einbeitingu í vörn sem við gerðum alls ekki. f sókninni vorum við að taka allt of „Ég er mjög ósáttur við dómarana í þessum leik. Það var ekkert sam- ræmi í dómgæslunni, ekki nokkuð. Að jafnbesti dómarinn í kvenna- deildinni í fyrra, Jón Guðmundsson og jafn reyndur dómari og Rögn- valdur Hreiðarsson geti látið svona eru gífurleg vonbrigði," sagði gífur- lega ósáttur þjálfari Hauka, Yngvi Gunnlaugsson, við DV eftir leikinn ogbætti við. „ Það er mjög erfitt að spila fimm á móti sjö. í þriðja leikhluta voru dæmdar á okkur átta villur en þær fengu enga og við náðum okk- ur aldrei eftir það. Okkur fannst við alltaf eiga á brattan að sækja eft- ir það. Grindavík spilaði jafnfasta vörn og dómararnir leyfðu og við kannski féllum í þá gryfju að halda að þeir myndu hjálpa okkur eitt- hvað líka. Ég vil samt óska Grinda- vík til hamingju með titilinn þær eru vel að honum komnar," sagði Yngvi þungur á brún. Hálfleikarnir eins og svart og hvítt Grindavík byrjaði betur í upphafi leiks en Haukastúlkum óx ásmeginn fljótt. Bæði lið virtust stressuð til að byrja en það voru Haukar sem átt- uðu sig fyrr á aðstæðum og leiddu eftir fyrsta leikhluta með tveimur stigum, 18-20. f öðrum leikhluta var eins og Grindavík hefði ekki áhuga á að vinna leikinn. Haukar spiluðu fant- avörn og héldu Grindavík í níu stig- um í leikhlutan. Sjálfar negldu þær niður tuttugu og einu stigi og leiddu ihálfleik, 29-41. Það .virtist sem sigurhefð Hauka ætlaði að reynast mikilvæg því Haukastúlkur höfðu miklu meira gaman að því sem þær voru að gera og í raun ekkert í spilunum um að Grindavík færi að komast inn í leik- inn. Það breyttist þó snögglega þeg- ar Grindavík fór að spila meira upp á Tiffany Roberson sem hafði sig hæga í fyrri hálfleik. Tiffany kláraði leildnn með 24 stig og Joanna Skiba 22 en þær fóru fyrir Grindavíkur-lið- inu. Leikurinn snérist algjörlega í höndum Hauka sem lentu í mikl- um villuvandræðum og voru með þrjá lykilmenn á fjórum villum fyrir mörg léleg skot. Við vorum held- ur ekld að koma boltanum undir körfuna eins og hefur reynst okkur svo vel í vetur. Ég vil kenna stressi um það en það lagaðist á endanum og allt er þá er þrennt er reyndist satt fyrir sumar stelpurnar." Igor var ekkert uppveðraður yfir stórleik Joönnu Skibu og Tiffany Ro- berson. „Skiba og Roberson voru frábærar en þetta var ekkert meira en þær hafa gert í allan vetur. í dag stigu líka aðrar stelpur upp eins og Petrúnella og Ólaf sem voru magn- aðar. Allt liðið var frábært í seinni hálfleik þegar stressið var farið úr þeim," sagði Beljanski kampakátur að lokum. Vissi ekki hversu stór þessi keppni væri Tiffany Roberson hafði hægt um sig í fyrri hálfieik en átti stórleik í þeim seinni. Hún var kát eins og þjálfarinn sinn eftir titilafhending- una. „Ég vissi ekkert hversu stór Lýs- ingabikarinn væri til að byrja með en þegar ég fattaði hversu mikil um- gjörð er í kringum þetta kom ekk- ert annað til greina en að hirða titil- inn. Það tókst og ég er mjög ánægð. Nú er að það bara að hirða íslands- meistaratitilinn líka," sagði Tiffany við DV eftir leik. „Ég byrjaði frekar hægt eins og liðið. Við vorum engan veginn að gera það sem við gerum best til að byrja með. Svo fórum við að spila inn undir körfuna því þar voru Haukarnir að tvöfalda á mig. Því var auðvelt að leggja boltan út á stelp- urnar því ég vissi að þær myndu salla þessu niður og það var lykillinn að sigrinum í dag," sagði Tiffany. ÍÞRÓTTAMOLAR EVERTON AÐ KAUPA PIENAAR Enska knattspyrnuliðið Everton er við það að kaupa Suður-Afríkumanninn Steven Pienaarfrá Borussia Dortmund. Pienaar kom til Everton I haust á láni og hann hefur heillað Davld Moyes nægilega mikið til þess að vinnasérinn langtíma samning hjá félaginu. Kaupverðið er talið vera um 2,5 milljónirpunda. Pienaar hefur staðiö sig vel hjá Everton og er meðal annars stoðsendingahæsti leikmaður liðsins það sem af er leiktíðar. Hann lagði meðal annars upp 4 mörk I leik liðsins gegn Kristjáni Erni Sigurössyni, Ólafi Erni Bjarnasyni og félögum (Brann, Þegar Everton lagði Norðmennina6-1. Evertonmætir Fiorentina í 16. liða úrslitum UEFA keppninnar eftir sigurinn gegn Brann. í > ALLT f SÓMA A ANFIELD SEGIR REINA Jose Reina markvörður Liverpool hafnar því að deilur ríki í búningsklefa félagsins. Orðrómurer uppi um að deilur hafi myndast á milli spænsku- mælandi leikmanna og enskra leikmanna. En allt slíkt tal er úr lausu lofti gripið segir Reina.„Ég hef séð þetta í ýmsum blöðum að undanförnu en þau eru að Ijúga. Allir hafa verið sameinaðirinnan félagsins á erfiðum tímum að undanförnu. Benitez hefur gengið vel á undanfornum fjórum leiktíðum og það ereining um hann innan liðsins.Til að vera góður þjálfari getur þú ekki verið vinur leikmanna því þeir þurfa að bera virðingu fyrir þér og vita hver það er sem ræður. Það breytir því ekki að andinn er góður innan hópsins," segir Reina en Liverpool er á ágætri siglingu eftir tvo sigra í röð. Annan gegn Inter í Meistaradeildinni og hinn gegn Middlesbrogh BIRMINGHAM BIÐUR EDUARDO AF- SÖKUNA Birmingham gaf (gær út yfirlýsingu fyrir hönd félagsins þar sem beðist er afsökunar á hryllilegri tæklingu Martin Taylor varnarmanni á Eduardo Da Silva sóknarmanni Arsenal.„Allirhjá félaginu eru dapriryfirþví að skugga hafi borið á frábæran knattspymuleik vegna alvarlegra meiðsla Eduraro. En MartinTaylor vill taka það firam að engin ill meining vará bakvið tæklingunaog hann er miklu uppnámi vegna þess hve alvarleg meiðsli Eduardo eru," segir í yfirlýsingu frá Birmingham. ArseneWengerbrást ókvæða við eftir leik og vildi upphaflega banna Taylor að stunda knattspyrnu það sem eftir er, en dró það til baka í kjölfaryfirlýsingarinnar. Leikurinn endaði 2-2, eftir aðTaylor hafði veriö sendur af leikvelli á áttundu mínútu. EMIL A BEKKNUM f SIGRIREGGINA Emil Hallfreðsson satá varamanna- bekknum allan tímann hjá Reggina þegar liðiö lagði Juventus (ftölsku A- deildinni. Emil er búinn að jafna sig á lærmeiðslum sem hrjáðu hann fyrir skömmu en hann er ekki búinn aö vinna sér sæti í byrjunarliðinu að nýju. Nicola Amaruso skoraði sigurmark Reggina úrvítaspymu á lokamlnútunni. Vítaspyrnan þótti nokkuð umdeild og mótmæltu Juventus-menn ákaft. Meö sigrinum náði er Reggina áfram 119 og næst neðsta sæti, en er nú aðeins einu stigi frá því að komast úrfallsæti. Juventus mistókst að ná öðru sæti og er áfram I þriðja sæti með 47 stig,einu stigi fyrir neðan Roma. Hins vegar eru þeir tólf stigum á eftir Inter Milan sem er - I efsta sæti. Reggina hefur nú unnið fjóra leiki það sem af er leiktíðar, en Emil á enn eftir að fagna sigrí þar sem slgrarnir komu eftir meiðsli kappans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.