Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 24.04.2008, Blaðsíða 62
62 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 Ættfræði DV Gunnar fædd- ist á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1959, viðskipta- fræðiprófi frá HÍ 1964, stundaði framhalds- nám og störf í rekstr- arhagfræði og rekstrar- ráðgjöf í Noregi 1967. Gunnar var yfir- maður skýrsludeildar Pósts og síma 1965-66 og 1968-69, var for- stjóri Slippstöðvarinn- ar á Akureyri 1969-89, forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. 1989-96, stund- aði verkefni íyrir Evrópubank- ann í London EBRD 1996-99, með hléum, og var síðan fram- kvæmdastjóri Iþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, frá ársbyrjun 2002. Gunnar sat í stúdentaráði HÍ 1962-63, í stjórn Stúdenta- félags Reykjavíkur 1963-65, var formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri 1975-79, var varabæjarfulltrúi á Akureyri fyrir Sjálfstæðisflokk- inn 1978-82, bæjarfulltrúi þar 1982-89, forseti bæjarstjórnar 1986-89, sat í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1985-91 og aft- ur um skeið frá 1998, í stjórn Fjórðungssambands Norð- lendinga 1986-88, stjórnarfor- maður Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1980-86, formaður menningarmálanefndar Ak- ureyrar 1986-90, í stjóm félags dráttarbrauta og skipasmiðja 1970-88, í stjórn Verslunarráðs íslands 1980-85 og 1988-90, í framkvæmdastjórn VSÍ 1981- 84, í stjórn Eimskipafélags ís- lands frá 1987, í stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna 1989-96 og Coldwater Seafood Corp. í Bandaríkjunum 1989- 96, var formaður Iþróttabanda- lags Akureyrar 1989-94, í stjórn Landsvirkjunar 1987-95, var stjórnarformaður Umbúða- miðstöðvarinnar hf. 1992-97, í stjóm Landssíma íslands 1996- 2002, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norður- landskjördæmi um skeið frá 2000 og varð ræðismaður Nor- egs á Norðurlandi frá 1977. Gunnar var sæmdur riddara- krossi norsku St. Olavsorðunn- ar 1990 og riddarakrossi Hinnar fslensku fálkaorðu 1992. FJÖLSKYLDA Eiginkona Gunnars var Guð- ríður Eiríksdóttir, f. 30.8. 1943, d. 19.6. 2006, framhaldsskóla- kennari. Hún var dóttir Eiríks Gísla Brynjólfssonar, f. 3.8.1905, d. 19.1.1986, forstöðumanns og Kamillu Þorsteinsdóttur, f. 19.1. 1911, d. 31.3.1996, húsmóður. Synir Gunnars og Guðríðar em Ragnar Friðrik, f. 22.3.1975, flugstjóri á Akureyri; Eiríkur Geir, f. 22.4. 1979, nemi á Ak- ureyri; Gunnar Sverrir, f. 22.4. 1979, nemi á Akureyri. Fyrsta kona Gunnars var Hörn Harðardóttir, f. 14.10. 1938, kennari. Böm Gunnars og Harnar em Ágústa, f. 29.11.1960, kenn- ari í Reykjavík; Ólafur Friðrik, f. 10.10.1963, tölvu- og viðskipta- ffæðingur í NewYork. Önnur kona Gunnars var Gígja Gísladóttir, f. 4.6. 1937, kennari. Systkini Gunnars: Ragnar Friðrik, f. 31.3. 1937, d. 29.3. 1958, læknanemi; Karl Ág- úst, f. 27.2. 1941, fram- kvæmdastjóri; Guðrún, f. 5.5. 1953, hjúkmnar- fræðingur. Foreldrar Gunn- ars vom Ólafur Friðrik Ragnarsson Ragnars, f. 27.4. 1909, d. 6.9. 1985, kaupmaður og síldar- saltandi á Siglufirði, síðar búsettur í Reykjavík, og Ágústa Ágústsdóttir Ragnars, f. Johnson, f. 22.4. 1913, d. 17.5. 1993, húsmóðir. ÆTT Ólafur var bróðir Kjartans sendiráðunautar, föður Áslaug- ar Ragnars rithöfrmdar, móður Andrésar blaðamanns og Kjart- ans, borgarfulltrúa og stjóm- arformanns Orkuveitunnar, Magnússona. Systir Ólafs var Guðrún, móðir Sunnu Borg leikkonu. Faðir Ólafs var Ragn- ar, kaupmaður á Akureyri, Ól- afsson, gestgjafa á Skagaströnd, Jónssonar, b. á Helgavatni, Ól- afssonar. Móðir Ragnars var Valgerður Narfadóttir, syst- ir Valentínusar, langafa Erlu, móður Þómnnar Valdimars- dóttvu sagnfræðings. MóðirÓlafsvarGuðrúnJóns- dóttir, sýslumanns í Esldfirði, Johnsen, bróður Þóm, móð- ur Ásmundar Guðmundssonar biskups. Jón var sonur Ásmund- ar, prófasts í Odda, Jónssonar og Guðrúnar Þorgrímsdóttur, systur Gríms Thomsen. Móð- ir Guðrúnar var JCristrún Hall- grímsdóttir, prófasts á Hólm- um, bróður Benedilcts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra. Hallgrímur var sonur Jóns, ættföður Reykjahlíðarætt- ar, Þorsteinssonar. Móðir Krist- rúnar var Kristrún Jónsdóttir, systir Margrétar, ömmu Ólafs Friðrikssonar verlcalýðsleið- toga, og langafa Ragnheiðar, móður Friðrilcs Páls Jónssonar útvarpsmanns. Systir Kristrún- ar var Guðný, langamma Jónas- ar Haraldz. Ágústa var dóttir Ágústs J. Johnson bankagjaldkera Kristj- ánssonar, b. í Marteinstungu í Holtum, Jónssonar. Móðir Ág- ústu var Guðrún Tómasdóttir, b. á Barkarstöðum í Fljótslih'ð, bróður Ólafar, móður Ágústs Jolmsen. Tómas var sonur Sig- urðar, b. á Barkarstöðum, Is- leifssonar. Móðir Tómasar var Ingibjörg, systirTómasar„Fjöln- ismanns", langafa Helga, föð- ur Ragnhildar alþingismanns. Faðir Ingibjargar var Sæmund- ur, b. í Eyvindarholti, Ög- mundsson, sonarsonur Högna „prestaföður". Móðir Guðrún- ar var Guðríður Ámadóttir, b. á Reynifelli, Guðmundssonar, b. á Keldum, Brynjólfssonar, föð- ur Ingiríðar, langömmu Þórðar Friðjónssonar, forstöðumanns Kauphallarinnar. Móðir Guð- ríðar var Guðrún Guðmunds- dóttir, dótturdóttir Þuríðar Jónsdóttur, systur Páls „skálda", langafa Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. 70 ára á föstudag UPPLÝSINGAR * # UM AFMÆLISBÖRN SENDA ÞARF MYNDIR MEÐ ÖLLUM AFMÆLISUPPLÝSINGUM Á KGK@DV.IS Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Islendinga sem hafa verið i fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sentinntilkynningarum stórafmæli á netfangið kgk@dv.is rtansso FORSTÖÐUMAÐUR SVÆÐISVINNUMIÐLUNAR SUÐURLANDS Sigurður fæddist í Reykjavík en ólst upp á Selfossi. Hann lauk kenn- araprófi frá KÍ 1971, stúdentsprófi þaðan 1972, stundaði nám í upp- eldisfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð 1972-73 og lauk prófi í verk- efnastjórnun hjá Endurmennmn HÍ 2004. Sigurður kenndi við Gagn- fræðaskólann á Selfossi, síðar Sól- vallaskóla, 1973-96, að einu ári undanskildu er hann kenndi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Hann og fjölskylda hans hafa verið búsett á Selfossi frá 1973. Hann vann í sex ár hjá KÁ, við ferðaþjónustu KÁ og var síðan framkvæmdastjóri Brú- ar er sá um byggingarframkvæmdir Hótel Selfoss. Hann hóf síðan störf sem forstöðumaður Svæðismiðlunar Suðurlands 2003. Sigurður sinnti félags- og leið- beinendastörfum í Ungmennafélagi Selfoss, sat í aðalstjóm félagsins og var formaður þess. Hann var ritstjóri hérðaðsblaðsins Suðurlands 1981- 91, var fréttaritari Morgunblaðsins á Selfossi frá 1985 og formaður Okkar manna, félags fréttaritara Morgun- blaðsins 1987-97. Sigurður sat í bæjarstjórn Selfoss fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1990-98, var formaður bæjarráðs 1994-95 og 1996-97, forseti bæjarstjórnar 1995- 96 og 1997-98. Hann sat í héraðs- nefnd Árnesinga 1994-98 og í stjóm SASS, Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga 1990-98. Þá var hann formað- ur vinafélags heimilisfólks á Ljós- heimum sem var stofnað 2004 og sat í stjóm Stróks, stuðningsfélags geð- fatlaðra. FJÖLSKYLDA Sigurður kvæntist 3.7. 1971 Est- her Óskarsdóttur, f. 12.12. 1949, skrifstofustjóra Heilbrigðisstofnun- ar Suðurlands. Hún er dóttir Óskars Guðmundssonar frá Blesastöðum á Skeiðum, jámsmiðs á Eyrarbakka, og Helgu Kristjánsdóttm, frá Merki í Vopnafirði sem nú er látin, húsmóð- ur. Böm Sigurðar og Estherar em Óskar Sigurðsson, f. 11.6. 1972, hrl. með eigin lögfræðistofu á Selfossi, kvæntur Elísabetu Kristjánsdóttur íþróttafæðingi og em dætur þeirra Esther Ýr og Elva Rún; Helgi Sigurðs- son, f. 11.6.1972, tannlæknir á Egils- stöðum, kvæntur Auði Völu Gunn- arsdóttur íþróttakennara og em börn þeirra Ásta Dís, Alvar Logi og Bjarki Fannar; Sigríður Rós Sigurðardótt- ir, f. 2.6. 1979, sérkenni við Grunn- skólann á Stokkseyri, gift Hjalta Jóni Kjartanssyni verkfræðingi; Daði Már Sigurðsson, f. 14.5. 1985, nemi við HR en unnusta hans er Margrét Anna Guðmundsdóttir innheimtufulltrúi. Systkini Sigurðar: Guðmundur K. Jónsson, f. 14.9. 1946, trésmíða- meistari og fyrrv. bæjarfulltrúi á Sel- fossi; Þuríður Jónsdóttir, f. 15.1.1951, slcrifstofumaður, búsett að Hamra- tungu í Gnúpverjafueppi; Gísli Á. Jónsson, f. 17.6.1954, trésmíðameist- ari á Selfossi; Sigríður Jónsdóttir, f. 21.1.1956, útibússtjóri Glitnis í Mos- fellsbæ; Kári Jónsson, f. 21.2. 1960, íþróttakennari á Laugarvatni; Gunn- ar Jónsson, f. 16.7. 1961, hljómlist- armaður og sölumaður, búsettur á Skeiðháholti; Ásmundur Jónsson, f. 3.12. 1967, íþróttakennari og nudd- ari, búsettur í Hafnarfirði. Foreldrar Sigurðar: Jón Sigurðs- sonfráSeljatunguíFlóa,f. 12.3.1916, d. 6.1. 2005, bifreiðaeftirlitsmað- ur á Selfossi, og k.h., Sigríður Guð- mundsdóttir, frá Hurðabaki í Flóa, f. 12.2.1916, húsmóðir. ÆTT Jón Amar Magnússon frjáls- íþróttakappi er systursonur Sigurðar. Jón bifreiðaeftirlitsmaður var sonur Sigurðar, b. í Seljamngu í Flóa Ein- arssonar, b. í Holtahólum, bróður Jóns, föður Vilmundar landlæknis, afa Þorvalds Gylfasonar hagfræði- prófessors. Annar bróðir Einars var Magnús, faðir Guðbrands, ritstjóra Tímans og forstjóra ÁTVR. Einar var sonur Sigurðar í Þykkvabæjarklausti Bjarnasonar, Jónssonar. Móðir Ein- ars var Gróa Einarsdóttir. Móðir Sig- urðar í Seljatungu var Guðrún, syst- ir Auðbjargar í Holtahólum, ömmu Rafns Eiríkssonar skólastjóra. Önnur systir Guðrúnar var Jóhanna á Seyð- isfirði, langamma Hannesar Hlífars Stefánssonar skákmeistara. Guðrún var dóttir Eirílcs í Flatey Einarsson- ar, b. í Bmnnum Eiríkssonar. Móð- ir Eiríks Einarssonar var Auðbjörg, langamma meistara Þórbergs Þórð- arsonar og Svavars Guðnasonar list- málara. Auðbjörg var dóttir Sigurðar, b. á Reynivölium Arasonar og Guð- nýjar Þorsteinsdóttur, b. á Felli Vig- fússonar. Móðir Jóns var Sigríður Jónsdóttir, b. á Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd Þorsteinssonar og Sesselju Jónsdótt- ur, fueppstjóra í Kalastaðakoti Sig- urðssonar. Sigríður er systir glímukapp- anna Gísla og Rúnars, föður Hrefnu sundkappa. Sigríður er einnig systir Helgu, móður Svans og Trausta Ingv- arssona sundkappa. Sigríður er dóttir Guðmundar, b. að Hurðarbaki í Flóa, bróður Kristgerðar, ömmu Jóns Unn- dórssonar, fyrrv. glímukóngs I'slands, og ömmu Gerðar, móður Einars Vilhjálmssonar spjótkastara. Guð- mundur var sonur Gísla, b. að Ur- riðafossi Guðmundssonar og Guð- rúnar Einarsdóttur frá Urriðafossi. Móðir Sigríðar var Þuríður Áma- dóttir, b. að Hurðabaki Pálssonar. 60 ÁRAÁ SUNIVUDAG: SIGURÐUR JÓNSS0N Gunnar Sverrir Ragnars fyrrv. forstjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.