Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 2

Peningamál - 01.02.2000, Blaðsíða 2
PENINGAMÁL 2000/1 1 Verðbólga er nú meiri en unað verður við, eða rúm 5½% sl. 12 mánuði. Þessi þróun á sér stað þrátt fyrir að Seðlabanki Íslands hafi hækkað vexti sína á síð- asta ári um samtals 1½ prósentustig, sem stuðlaði að 2,8% hækkun á gengi krónunnar. Án þessara aðgerða hefði verðbólgan orðið mun meiri. Vaxtahækkanir bankans á síðasta ári nægðu þó vart til að halda í við auknar verðbólguvæntingar á síðustu mánuðum árs- ins. Bankinn hækkaði því vexti sína enn á ný um 0,8 prósentustig um miðjan janúar og aftur um 0,3 pró- sentustig um miðjan febrúar. Í samráði við ríkisstjórn víkkaði bankinn samtímis vikmörk gengisstefnunnar úr 6% í hvora átt frá miðgildi í 9%. Þessar aðgerðir fela í sér skýr skilaboð um að baráttan gegn verð- bólgu hefur forgang við mótun og framkvæmd pen- ingastefnunnar. Í janúar sl. spáði Seðlabankinn því að verðbólga yrði, miðað við óbreytt gengi frá spádegi, 5% á milli áranna 1999 og 2000 en 3,8% frá upphafi til loka ársins 2000. Þetta er tvöfalt til þrefalt meiri verð- bólga en í viðskiptalöndum Íslands. Þessar horfur eru ekki ásættanlegar, enda myndi svo mikil verðbólga grafa undan samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs og þeim lífskjörum sem landsmenn búa nú við. Því er mikilvægt að hagstjórn og kjaraákvarðanir miði að því að draga úr verðbólgu. Í nánustu framtíð skiptir þar mestu hvert framhald verður á hækkun gengis krónunnar. Kjaraákvarðanir verða einnig að taka fullt tillit til styrkingar krónunnar með minni kauphækk- unum en ella, enda leiðir hærra gengi og minni verð- bólga til meiri kaupmáttar launa að öðru óbreyttu. Raungengi krónunnar hefur hækkað nokkuð á undanförnum misserum samfara aukinni verðbólgu og hærra nafngengi krónunnar, sérstaklega á seinni hluta sl. árs. Nú er svo komið að raungengi krónunn- ar m.v. vísitölu neysluverðs hefur ekki verið hærra síðan í mars 1993, þ.e. fyrir gengislækkunina í júní á því ári. Raungengið var að vísu sögulega lágt eftir þá gengislækkun. Á mælikvarða verðlags og launa var raungengið svipað meðaltali síðustu 20 ára á fjórða ársfjórðungi sl. árs en langt undir hátoppi áranna 1987 og 1988. Veruleg aukning útflutnings iðnaðar- vöru án stóriðju á síðasta ári, nokkuð góð afkoma fyrirtækja og hátt atvinnustig benda ekki til þess að raungengi krónunnar sé enn komið verulega yfir það sem samrýmist langtímastöðugleika, enda stafar mikill viðskiptahalli fyrst og fremst af óhóflegum vexti eftirspurnar. Sú hætta er hins vegar fyrir hendi að raungengi hækki frekar og að útflutnings- og sam- keppnisgreinar klemmist þannig á milli umframeftir- spurnar í hagkerfinu og aðhaldssamrar peninga- stefnu. Aðhaldssamari ríkisfjármálastefna og minni viðskiptahalli myndu draga úr þessari hættu. Í þessu ljósi er sérstaklega mikilvægt að ekki verði farið fram úr útgjöldum fjárlaga og að tekjur umfram fjár- lög skili sér að fullu í bættri afkomu ríkissjóðs. Enn- fremur er brýnt að hugsanlegar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga verði ekki til að draga úr afgangi ríkissjóðs. Í þessu hefti Peningamála birtir Seðlabankinn í fyrsta skipti mat sitt á stöðu fjármálakerfisins í heild og hættum sem því kynnu að vera búnar. Niðurstaða þess mats er að fremur litlar líkur eru á að lánastofn- anir lendi í erfiðleikum á næstunni þar sem efnahags- leg skilyrði eru þeim fremur hagstæð. Mikil útlána- þensla að undanförnu ásamt lækkandi eiginfjárhlut- falli lánastofnana gerir þær hins vegar viðkvæmari en ella fyrir erfiðleikum í efnahagslífinu. Mikill við- skiptahalli og tiltölulega viðkvæm erlend skamm- tímastaða þjóðarbúsins eru hins vegar veikleika- merki, en skammtímastaðan hefur þó batnað, m.a. vegna aðgerða Seðlabankans. Hættan er að mikill viðskiptahalli grafi til lengdar undan trausti á efna- hagsstefnuna og gengi krónunnar. Því eru mikilvæg- ustu verkefnin á þessu sviði nú að slá á útlánaþensl- una og draga úr viðskiptahallanum. Þessi viðfangs- efni eru einnig brýn til þess að tryggja til lengdar stöðugleika í verðlagsmálum. Því er engin mótsögn um þessar mundir á milli þeirra tveggja hlutverka Seðlabankans að stuðla að lítilli verðbólgu og stöð- ugleika fjármálakerfisins. Inngangur Aðhaldssöm peningastefna og stöðugleiki fjármálakerfis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.