Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 5
4 PENINGAMÁL 2003/3 Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Efnahagsbati er hafinn en verðbólga verður undir verðbólgumarkmiði fram eftir næsta ári I Þróun efnahagsmála Hagvöxtur tók við sér á fyrsta fjórðungi ársins, eink- um vöxtur einkaneyslu, eins og skýrar vísbendingar höfðu verið um. Ýmislegt bendir til eitthvað minni vaxtar einkaneyslu á öðrum fjórðungi ársins og út- flutningur virðist hafa verið dræmur. Afli það sem af er árinu hefur verið minni en í fyrra sem nemur um fimmtungs samdrætti í afla uppsjávarfisks. Afli var hins vegar góður í júnímánuði bæði af botnfiski og uppsjávarfiski. Viðskiptakjaraþróun hefur verið fremur óhagstæð og olíuverð hefur að jafnaði haldist hátt á þessu ári. Alþjóðleg efnahagsþróun gefur jafn- framt vart tilefni til mikillar bjartsýni, nema hvað hún felur í sér að horfur eru á áframhaldandi lágum vöxtum á erlendum skuldum þjóðarinnar. Nokkur slaki virðist enn vera á flestum sviðum þjóðar- búskaparins og árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur heldur aukist áfram. Gengi krónunnar styrktist nokkuð í maí, en hefur síðan lækkað u.þ.b. í þá stöðu sem það var í um áramót. Eftir að hafa aukist tíma- bundið frá ársbyrjun dró úr verðbólgu á ný í maí, júní og júlí. Verðbólga skýrist af hærra húsnæðis- og þjónustuverði en vöruverð hefur lækkað og er Æ fleiri vísbendingar eru um að efnahagsbati sé hafinn og flest bendir til að uppsveifla muni færast í aukana á komandi vetri. Enn er þó nokkur slaki í hagkerfinu. Þá eru ekki skýr merki um að viðsnúning- ur sé orðinn á vinnumarkaði og árstíðarleiðrétt atvinnuleysi hefur enn ekki minnkað. Leiðandi vísbend- ingar eins og vöxtur útlána og áform fyrirtækja um mannahald benda hins vegar sterkt til frekari aukn- ingar eftirspurnar á næstunni. Þegar auknar aflaheimildir á nýju fiskveiðiári, meiri opinberar fram- kvæmdir og stóriðjuframkvæmdir bætast við má búast við að hagvöxtur geti orðið nokkuð þokkalegur á árinu. Spá bankans er að hann verði 2¾%. Það er þó undir vexti framleiðslugetu og því mun slaki aukast lítillega frá árinu 2002. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir að hagvöxtur verði nokkuð um- fram vöxt framleiðslugetu, eða 3½%. Spenna gæti því byrjað að myndast þegar líður á það ár. Verðbólga verður þó undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans fram á síðasta ársfjórðung næsta árs samkvæmt spánni. Það skýrist af því hversu verðbólga er lítil um þessar mundir, þeim slaka sem er til staðar og gengisstyrkingu undanfarinna mánaða. Litið tvö ár fram í tímann er hins vegar spáð að verðbólga verði lítillega yfir verðbólgumarkmiðinu. Þrátt fyrir það er ekki enn tilefni til vaxtabreytinga. Er þá einnig tekið tillit til verðbólgu um þessar mundir og áhættumats verðbólguspár. Eftirspurnaráföll gætu hins vegar fært verðbólgu enn neðar en hér er spáð en líkur á verðhjöðnun eru þó afar litlar. Að þeim möguleika frátöldum mun stefnan í ríkisfjármálum og húsnæðismálum hafa mikil áhrif á umfang og tímasetningar vaxtahækkana. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem tiltækar voru þann 25. júlí 2003. Athygli er vakin á því að í viðauka við þessa grein er að finna umfjöllun um samanburð á verðbólguskýrslum verðbólgumark- miðslanda sem framkvæmd var af rannsóknarstofnunum í Genf og London. Þar fá Peningamál góða einkunn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.