Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 36

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 36
PENINGAMÁL 2003/3 35 Ágætu fundarmenn! Ég vil í upphafi þakka Samtökum iðnaðarins fyrir að skipuleggja þennan fund. Umræðan um þann vanda sem við blasir í hagstjórn vegna stóriðjuframkvæmda er ákaflega mikilvæg. Það er forsenda þess að okkur takist að sigla þjóðarbúinu stóráfallalaust í gegnum þann ólgusjó sem framundan er að við greinum vand- ann rétt. Ef siglingarkortið og stefnan eru vitlaus er hins vegar hætt við að við steytum á skeri. Á skipi er kannski nóg að skipstjóri og stýrimenn þekki leiðina en til að áhöfnin geri ekki uppreisn er betra að hún sé einnig meðvituð um hana. Að minnsta kosti á það við í nútíma samfélagi. Þess vegna er umræðan svona mikilvæg. Þessi umræða er hvorki að hefjast á þess- um fundi né mun henni ljúka hér. Hún hófst í upphafi þessa árs þegar ljóst var orðið að umtalsverð hækkun gengis á síðustu vikum síðasta árs gæti orðið viðvar- andi. Í upphafi var hún á töluverðum villigötum og héldu ýmsir því fram að hækkunin væri Seðlabank- anum að kenna og að hann gæti auðveldlega lagað gengið til og það jafnvel án þess að það hefði af- leiðingar til lengri tíma fyrir verðbólgumarkmiðið sem bankanum var sett í sameiginlegri yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og hans í mars 2001. Nú held ég að flestum sé orðið ljóst að málið er mun flóknara. Um- ræðan, en einnig álit OECD og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, hefur því hjálpað til að skapa dýpri skilning. Ég ætla hér í dag að ræða einkum þann þátt þessa máls sem snýr að stefnunni í peningamálum. Það verður hins vegar ekki gert nema að fjalla einnig að einhverju leyti um heildarsamhengið og hlutverk annarrar hagstjórnar. Fyrst mun ég fara yfir hver gengisþróunin hefur verið á undanförnum mánuðum og hvar við erum stödd með tilliti til raungengis. Í framhaldi af því ætla ég að reyna að skýra hvað veld- ur þessari þróun með tilliti til þess sem var að gerast á þessum tíma. Það mun beina sjónum að fyrir- huguðum stóriðjuframkvæmdum og mun ég þá fjalla um efnahagsleg áhrif þeirra og einkum á raungengi krónunnar. Þá mun ég spyrja þeirrar spurningar hversu alvarleg þessi þróun er nú þegar orðin fyrir at- vinnulífið og hvaða blikur kunna að vera á lofti í því efni. Þá sný ég mér að peningastefnunni og mögu- leikum hennar til að hafa áhrif á gengið. Að lokum fjalla ég um hvað sé best til ráða gagnvart þeim vanda sem við blasir. Gengisþróunin Framan af síðasta ári reis gengið eftir þá miklu dýfu sem það tók á árunum 2000 og 2001. Þessi þróun var öllum fagnaðarefni enda hafði gengið lækkað veru- lega umfram það sem ytra og innra jafnvægi í þjóðar- búinu krafðist til miðlungslangs tíma litið, eins og gjarnan vill verða þegar gengi fellur vegna mikils misvægis og skorts á trausti. Hefði gengið haldist svo lágt sem það var síðla árs 2001 í lengri tíma hefði það ógnað bæði verðbólgumarkmiði og fjármálastöðug- leika. Undir vorið 2002 var gengið orðið nálægt því sem margir töldu vera jafnvægisgengi, eða í kringum 130 m.v. gengisvísitölu. Það er hins vegar vert að undirstrika að talnalegt mat á jafnvægisgengi er á Már Guðmundsson1 Hágengið og hagstjórnarvandinn Erindi flutt á morgunverðarfundi Samtaka iðnaðarins 24. júní 2003 1. Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Ég vil þakka Arnóri Sighvats- syni, Ásgeiri Daníelssyni, Guðmundi Guðmundssyni, Gylfa Zoega, Ingimundi Friðrikssyni, Jóni Steinssyni og Ólafi Erni Klemenssyni gagnlegar ábendingar og Elínu Guðjónsdóttur og Guðmundi Sigfinns- syni fyrir aðstoð með gögn og teikningar. Ég einn ber þó ábyrgð á efni þessa erindis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.