Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 42

Peningamál - 01.08.2003, Blaðsíða 42
PENINGAMÁL 2003/3 41 Íslendingar hafa löngum reitt sig á sjávarútveg sem var helsta útflutningsgrein þjóðarinnar á 20. öldinni. Einhæfur útflutningur hefur hins vegar verið talinn orsök óstöðugleika í efnahagslífinu, þar sem útflutn- ingstekjur þjóðarinnar hafa að mestu leyti verið háðar þessari einu atvinnugrein. Hagvöxtur undan- farna áratugi hefur að miklu leyti verið drifinn áfram af vexti í sjávarútvegi, en sjávarútvegi eru takmörk sett með tilliti til vaxtar, þar sem fiskistofnar eru tak- markaðir. Undanfarna áratugi hafa stjórnvöld leitað leiða til þess að auka fjölbreytni í útflutningi, með það fyrir augum að auka hagvöxt þegar vaxtarmögu- leika sjávarútvegs þrýtur og draga úr sveiflum í afkomu þjóðarinnar. Einkum hefur verið horft til raforkufreks iðnaðar í þessum tilgangi, þar sem álframleiðsla hefur verið efst á blaði. Þrátt fyrir að umræðan um að auka fjölbreytni útflutnings, með því að auka hlut stóriðju, hafi átt sér stað í áratugi, hafa tiltölulega fáar greinar verið skrif- aðar um áhrif raforkufreks iðnaðar á þjóðarbúið. Í síðara hefti Fjármálatíðinda árið 1998 birtist grein eftir Pál Harðarson (1998), þar sem hann leitast við að meta áhrif stóriðju á þjóðarbúskapinn á rúmlega 30 ára tímabili. Síðan má nefna greinargerð Jóns Vilhjálmssonar (1983) um áhrif raforkusamnings Landsvirkjunar við ÍSAL á raforkuverð til almenn- ingsveitna og að lokum álitsgerð nefndar á vegum iðnaðarráðuneytisins um þjóðhagslegt mikilvægi stóriðju á Íslandi. Páll Harðarson (1998) mat þjóð- hagsleg áhrif stóriðju í sögulegu samhengi svo, að 60% ávinningsins væru vegna framkvæmdanna sjálfra en 40% ávinningsins væru vegna aukinnar afkastagetu hagkerfisins. Ávinningur byggingar stór- iðju og raforkuvers getur verið sveiflujafnandi fyrir þjóðarbúið í heild ef framkvæmdum er valinn tími þar sem annars hefði verið slaki í efnahagslífinu. Þessi áhrif verða ekki skoðuð hér. Þessari grein er hins vegar ætlað að skýra áhrif stóriðju á útflutnings- tekjur, með það fyrir augum að skýra út hvort aukin framleiðsla áls muni hafa sveiflujafnandi áhrif á íslenskt efnahagslíf og er það gert í fyrsta hluta. Í öðru lagi er fjallað stuttlega um tvö skyld atriði sem hafa verið í umræðunni varðandi áhrif aukinnar stór- iðju hér á landi. Hið fyrra eru tengsl sjávarútvegs og álframleiðslu við alþjóðlega hagsveiflu og hið síðara er fylgni álverðs og alþjóðavaxta. Hlutfall atvinnugreina í útflutningi og fyrirhuguð aukning álframleiðslu Útflutningi er skipt í vöruútflutning og útflutning þjónustu. Á árinu 2002 nam útflutningur þjónustu um þriðjungi af heildarverðmæti útflutnings Íslend- inga en vöruútflutningur nam um tveimur þriðju hlut- um útflutningsverðmætis. Í töflu 1 gefur að líta hlut- Magnús Fjalar Guðmundsson1 Áliðnaður og sveiflur í útflutningstekjum 1. Höfundur starfar sem hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Höfundur vill þakka Ásgeiri Daníelssyni, Má Guðmundssyni, Guðmundi Guðmundssyni, Ólafi Erni Klemenssyni, Þórarni G. Péturssyni og þátttakendum í málstofu Seðlabanka Íslands fyrir gagn- legar ábendingar. Þær skoðanir sem hér koma fram eru höfundar og þurfa ekki að endurspegla skoðanir Seðlabanka Íslands. Álframleiðsla á Íslandi mun margfaldast á næstu árum ef þær framkvæmdir sem nú standa fyrir dyrum verða að veruleika. Talið hefur verið að aukin álframleiðsla muni draga úr sveiflum í afkomu þjóðar- innar. Í þessari grein er bent á að sveiflur í útflutningstekjum munu aukast við aukið vægi áls. Einnig er vikið að tengslum álverðs við alþjóðahagsveiflu og alþjóðavexti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.