Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 78

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 78
Í þessari grein verður litið yfir sögu íslenska fjár- málakerfisins í 120 ár og varpað fram spurningum um framtíðina. Tilefnið er 120 ára afmæli Sparisjóðs Svarfdæla sem stofnaður var 1. maí 1884. Hann var einn af fyrstu sparisjóðunum í landinu og er með þeim elstu sem enn eru fullstarfandi.2 Óhjákvæmi- lega verður farið hratt yfir sögu en þó verður reynt að varpa ljósi á nokkra lykilþætti. Hvernig var umhorfs í íslenskum efnahags- og peningamálum þegar Sparisjóður Svarfdæla var stofnaður árið 1884? Ísland var eitt fátækasta og vanþróaðasta land Vestur-Evrópu. Undir lok 19. aldar var landsframleiðsla á mann lægst meðal þeirra landa sem nú eru talin til Vestur-Evrópu að Finnlandi einu undanskildu.3 Ísland var um þær mundir hluti af pen- ingakerfi Danmerkur sem var í myntbandalagi með hinum Norðurlöndunum og hafði verið það síðan 1873. Norrænu myntirnar voru á gullfæti, þ.e. voru innleysanlegar fyrir gull á föstu verði. Af þessu leiddi að fjármagnshreyfingar milli Íslands og Danmerkur voru óheftar. Innlent fjármálakerfi var hins vegar ákaflega vanþróað. Árið 1880 voru ekki aðrar fjár- málastofnanir í landinu en fimm sparisjóðir.4 Í alþjóðlegum samanburði er oft horft til hlutfalls peningamagns og sparifjár í innlánsstofnunum af landsframleiðslu við mat á þróunarstigi fjármála- kerfa. Peningamagn og sparifé samanstendur af seðlum og mynt í umferð og innstæðum í bönkum og sparisjóðum. Það er því mælikvarði á umfang pen- ingaviðskipta og þess fjár sem er til ráðstöfunar hjá innlánsstofnunum til útlána til arðbærra verkefna. Þetta hlutfall var ekki nema 5% um það leyti sem Sparisjóður Svarfdæla var stofnaður, enda voru stöðugar kvartanir um skort á peningum og lánsfé í landinu á þessum tíma.5 Frá 1884 hafa íslenskur efnahagur og fjármála- kerfi tekið heljarstökk. Þjóðartekjur á mann eru þær sjöttu hæstu í heimi. Íslenskt efnahagslíf er tengt hinu alþjóðlega nánum böndum. Fjármagnshreyfingar til og frá landinu hafa verið nánast óheftar síðan í byrjun árs 1995. Ísland hefur sjálfstæðan seðlabanka sem stýrir peningamálum landsmanna og eigin gjaldmiðil, og er verðgildi hans ákvarðað á markaði. Þessi þróun hefði ekki átt sér stað án vaxtar og viðgangs fjármálakerfisins. Miðað við stærð landsins er það nú mjög öflugt. Yfir 100 fjármálastofnanir eru starfandi í landinu, þar með taldir 4 viðskiptabankar, 24 sparisjóðir, 51 lífeyrissjóður og 15 tryggingar- félög. Nútíma fjármálamarkaðir, svo sem skulda- bréfamarkaður, hlutabréfamarkaður, peningamark- aður og gjaldeyrismarkaður, hafa orðið til, þótt þeir PENINGAMÁL 2004/3 77 Már Guðmundsson1 Gjaldmiðillinn og íslenska fjármálakerfið Byggt á erindi sem flutt var á afmælisráðstefnu Sparisjóðs Svarfdæla, 1. maí 2004 1. Höfundur var aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands þegar erindið var flutt en er nú aðstoðarframkvæmdastjóri peninga- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel. Skoðanir sem fram koma eru höf- undar og þurfa ekki að vera skoðanir Alþjóðagreiðslubankans í Basel eða Seðlabanka Íslands. 2. Saga sparisjóðanna er rakin af Haraldi Hannessyni (1984). Samkvæmt upplýsingum í grein Gunnars Karlssonar (1975) mun fyrsti sparisjóður- inn á landinu hafa verið Sparnaðarsjóður búlausra í Skútustaðahreppi sem stofnaður var af vinnufólki árið 1858. Hann var hins vegar lagður niður árið 1864. 3. Sjá Guðmundur Jónsson (1999), Hagvöxtur og iðnvæðing – Þróun landsframleiðslu á Íslandi 1870-1945. 4. Sjá Hagskinna (1997). 5. Þetta hlutfall er um þessar mundir að meðaltali um 27% meðal vanþróuðustu þróunarríkja og fer mjög sjaldan niður fyrir 10%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.