Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.06.2005, Blaðsíða 3
Verðbólgumarkmið felur í sér að reynt er að skyggnast fram á veginn fremur en bregðast við ríkjandi aðstæðum eða því sem liðið er þegar ákvarðanir eru teknar í peningamálum. Vaxtahækkanir Seðlabankans um tæplega 4 prósentur á einu ári fólu því í sér viðbrögð við fyrirsjá- anlegum verðbólguþrýstingi á næstu tveimur árum fremur en verð- bólgu liðins árs, þótt vissulega séu tengsl þar á milli. Verðbólga hjaðnaði nokkuð í apríl og maí eftir að hafa aukist verulega fyrstu mánuði ársins. Á mælikvarða hinnar samræmdu vísi- tölu neysluverðs á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) var verðbólga í apríl minni hér á landi en að meðaltali á EES. Að húsnæðislið vísitölu neysluverðs frátöldum hafði verðlag í byrjun maí staðið í stað frá sama tíma í fyrra og vöruverð lækkað. Því er eðlilegt að spurt sé hvort þörf sé á auknu aðhaldi. Afar líklegt er að hjöðnun verðbólgunnar síðustu tvo mánuði sé tímabundin. Sennilegt er að verðbólga aukist á ný þegar áhrif gengis- hækkunar krónunnar frá desember sl. og breytinga á meðferð vaxtakostnaðar í húsnæðislið vísitölu neysluverðs hafa fjarað út og dregur úr áhrifum óvenjumikillar verðsamkeppni á lágvöruverðs- markaði. Gengi krónunnar sem miðað er við í verðbólguspánni í þessu hefti Peningamála er 6% lægra en í spánni sem birt var í Peninga- málum í mars sl. Krónan styrktist reyndar nokkuð á ný eftir að spáin var gerð, en ekki svo að það breyti að ráði mati bankans á efnahags- horfum. Lægra gengi beinir eftirspurn inn í þjóðarbúskapinn og hefur að auki bein áhrif á verðlag neysluvöru. Auk þess eru horfur á að einkaneysla vaxi jafnvel heldur hraðar á næsta ári en spáð var í mars og að framleiðsluspenna verði því ívið meiri. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára eru því heldur lakari en þær voru í mars. Á móti vegur að líkur hafa minnkað á að verðbólga eftir tvö ár verði meiri en í grunnspánni. Til skemmri tíma litið eru verðbólguhorfurnar svipaðar og áður, þ.e. að verðbólga hjaðni og verði nálægt verðbólgumarkmiðinu snemma á næsta ári. Þar gætir meðal annars breytinga á aðferð Hag- stofu Íslands við mat á vaxtakostnaði í húsnæðislið neysluverðsvísi- tölunnar. Þessi breyting hefur hins vegar engin áhrif á mat Seðlabank- ans á undirliggjandi verðbólgu. Verðbólguhorfur til næstu tveggja ára breytast sáralítið, því að áhrif breytingarinnar munu fjara út innan tveggja ára. Miðað við óbreytta stýrivexti er áfram útlit fyrir að verð- bólga verði yfir verðbólgumarkmiðinu á fyrri hluta árs 2007 og þá jafnvel heldur meiri en spáð var í mars. Þótt Seðlabankanum beri að horfa til framtíðar þegar hann tekur ákvarðanir í vaxtamálum byggjast spár ævinlega á gögnum úr samtíð og fortíð. Áreiðanleiki þeirra er mismikill og túlkun ekki einhlít. Vaxta- ákvarðanir geta því aldrei orðið óvéfengjanlega réttar og jafnvel ekki hægt að fullyrða um slíkt þegar horft er um öxl. Þegar afdrifaríkir Inngangur Árangursrík peningastefna krefst framsýni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.