Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 3

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 3
Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands Áfram dregið úr peningalegu aðhaldi Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýri- vexti bankans um 2,5 prósentur í 13,0%. Framvinda efnahagsmála frá síðustu yfi rlýsingu nefndarinnar 8. apríl hefur verið í samræmi við fyrra mat hennar, að skilyrði fyrir áfram- haldandi slökun peningalegs aðhalds séu til staðar. Skammtímamarkmið peningastefnunnar er stöðugleiki í geng- ismálum. Gengi krónunnar hefur verið tiltölulega stöðugt frá síðasta fundi nefndarinnar. Það sem helst hefur stutt gengið er umtalsverður afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum. Í ljósi undirliggjandi efna- hagsþróunar má ætla að gengi krónunnar muni til lengri tíma litið vera hærra en það hefur verið að undanförnu. Við þeim vanda að farið sé í kringum gjaldeyrishöftin hafa stjórnvöld brugðist með lagabreytingu. Seðlabankinn er einnig að vinna að því í samvinnu við viðkomandi yfi r- völd að auka eftirlit og herða framfylgd reglna. Þótt gert sé ráð fyrir að gjaldeyrishöftin verði til staðar um nokk- urt skeið, vinnur Seðlabankinn að aðgerðum er miða að því að gera óþolinmóðum erlendum fjárfestum kleift að selja krónueignir án þess að gengið sé á gjaldeyrisforða Seðlabankans. Áætlað er að skammtíma- krónueignir erlendra aðila nemi 200-300 ma.kr. Aðgerðir í því skyni að stuðla að umbreytingu hluta þessara eigna ættu að draga úr tilhneig- ingu til útfl æðis fjármagns. Gengi krónunnar á afl andsmarkaði hefur hækkað umtalsvert nýlega. Aðgerðirnar ættu að stuðla að því að gengi krónunnar þar nálgist gengi hennar á innlendum gjaldeyrismarkaði. Verðbólguþrýstingur hefur haldið áfram að hjaðna eins og búist var við. Tólf mánaða verðbólga hefur minnkað úr 18,6% í janúar í 11,9% í apríl. Til skemmri tíma litið hefur dregið enn meira úr verð- bólguhraðanum. Ekki er reiknað með að gengislækkun krónunnar frá í mars muni seinka hjöðnun verðbólgunnar svo að neinu nemi, þótt vísi- tala neysluverðs hafi hækkað heldur meira í apríl en vænst var. Þvert á móti benda nýjustu spár til þess að verðbólgan síðla árs og á næsta ári muni verða minni en spáð var í janúar. Verðbólga verður nálægt 2,5% markmiðinu í byrjun næsta árs. Sakir minni útfl utnings og fjár- munamyndunar er gert ráð fyrir að samdráttur innlendrar eftirspurnar og framleiðslu verði meiri á þessu ári en samkvæmt spánni sem birtist í janúar. Peningastefnunefndin gerir einnig ráð fyrir að aðhald í ríkisfjár- málum verði aukið í sumar. Gert er ráð fyrir verulegum niðurskurði útgjalda hins opinbera og hækkun skatta auk annarra tekjuaukandi aðgerða sem kæmu til framkvæmda í áföngum fram til ársins 2011. Gert er ráð fyrir að jöfnuður náist í rekstri ríkisins árið 2012 og að þannig skapist forsendur fyrir hægfara lækkun skulda ríkissjóðs. Til viðbótar auknu aðhaldi í ríkisfjármálum, mun endurskipulagn- ing starfsemi viðskiptabankanna, sem færir rekstur þeirra í eðlilegt horf,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.