Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 67

Peningamál - 01.05.2009, Blaðsíða 67
Nóvember 2008 Hinn 5. nóvember tilkynnti alþjóðlega lánshæfi smatsfyrirtækið Fitch Ratings að það hefði lækkað einkunn Straums fyrir langtímaskuldbind- ingar í B úr BB-. Óháð einkunn Straums var lækkuð í D/E úr D. Einkunn- ir fyrir skammtímaskuldbindingar voru staðfestar sem B og stuðnings- einkunn 5. Horfur fyrir lánshæfi seinkunnir Straums voru neikvæðar. Hinn 6. nóvember ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 18%. Hinn 13. nóvember samþykkti Alþingi breytingu á lögum um fjármála- fyrirtæki þess efnis að skiptastjóra sé heimilt að reka áfram tiltekna leyfi sbundna þætti fjármálafyrirtækis sem er í gjaldþroti eða greiðslu- stöðvun, ef þessir þættir eru nauðsynlegir fyrir bústjórn eða hagsmuni kröfuhafa. Bústjóri í slíkum rekstri skal undanþeginn almennri skaða- bótaskyldu. Óheimilt skal að höfða eða halda áfram máli á hendur fjármálafyrirtæki við slíkar aðstæður. Ákvæði um lengd og veitingu greiðslustöðvunar voru rýmkuð um þessi fjármálafyrirtæki. Hinn 13. nóvember var samþykkt tímabundin breyting á lögum um atvinnuleysistryggingar og Ábyrgðasjóð launa sem ætlað er að koma til móts við aðstæður launafólks sem þarf að taka á sig kjaraskerðingu í formi minnkaðs starfshlutfalls að frumkvæði atvinnurekanda vegna samdráttar. Jafnframt var sjálfstætt starfandi einstaklingum heim- ilað tímabundið að taka að sér tilfallandi verkefni samhliða greiðslu atvinnuleysisbóta. Hinn 13. nóvember óskaði skilanefnd Kaupþings banka hf. eftir því við OMX Nordic Exchange á Íslandi að viðskiptum með hlutabréf félagsins á Nordic Market yrði hætt. Hinn 17. nóvember samþykkti Alþingi breytingu á lögum um greiðslu- jöfnun verðtryggðra fasteignaveðlána til einstaklinga. Greiðslujöfnun felur í sér frestun á hluta afborgana en til lengri tíma litið leiðir hún til aukins kostnaðar í formi vaxta og verðbóta á upphæðina sem frest- ast. Hinn 19. nóvember samþykkti framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda um að koma á efna- hagsstöðugleika á Íslandi. Samkvæmt áætluninni fær Ísland 2,1 ma. Bandaríkjadala frá sjóðnum og viðbótarlán, allt að þremur milljörðum Bandaríkjadala, frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, Rússlandi og Póllandi. Að auki hafa Færeyingar boðið Íslendingum lán sem nem- ur um 50 milljónum Bandaríkjadala. Áætlunin er til tveggja ára. Hinn 24. nóvember veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Kaupþingi banka hf. heimild til greiðslustöðvunar. Hinn 24. nóvember veitti Héraðsdómur Reykjavíkur Glitni banka hf. heimild til greiðslustöðvunar. Hinn 24. nóvember lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s lánshæfi seinkunn Ríkissjóðs Íslands um eitt þrep í BBB- úr BBB Annáll efnahags- og peningamála
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.