Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 5

Peningamál - 01.11.2009, Blaðsíða 5
I Verðbólguhorfur og stefnan í peningamálum Gengi krónunnar áfram veikt … Frá því á fyrri hluta síðasta árs hefur gengi krónunnar lækkað veru- lega.2 Það má rekja bæði til innlendra þátta en einnig til alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem leiddi til þrýstings á gjaldmiðla fjölda smárra ríkja þegar alþjóðlegir fjárfestar flúðu í skjól stærri og tryggari gjald- miðlasvæða. Viðskiptakjör hafa einnig versnað í kjölfar alþjóðlegu efnahagskreppunnar, sem hefur grafið undan genginu. Þá er líklegt að væntingar um að þrýstingur verði á gengi krónunnar þegar höft á fjármagnshreyfingar hverfa í áföngum hafi veikt krónuna. … en gengissveiflur hafa minnkað Frá útgáfu Peningamála 2009/3 um miðjan ágúst hefur gengi krón- unnar veikst um 2½% gagnvart evru en um 1½% gagnvart viðskipta- veginni gengisvísitölu. Það var því 2½% lægra á þriðja ársfjórðungi en spáð var í ágúst. Útlit er fyrir að krónan verði einnig nokkru veikari á síðasta fjórðungi ársins en spáð var í ágúst. Þótt gengi krónunnar hafi haldist veikt hefur dregið úr gengis- sveiflum eftir því sem liðið hefur á árið. Sveiflurnar undanfarna þrjá mánuði hafa verið svipaðar að stærð og á árunum 2002-2004. Hefur gengið haldist tiltölulega stöðugt í kringum 180 kr. gagnvart evru frá miðjum júnímánuði, þótt verulega hafi dregið úr inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði frá því í sumar. Inngrip bankans 1. Í þessari grein er byggt á gögnum sem lágu fyrir 4. nóvember, en spáin er byggð á gögn- um fram til 3. nóvember. 2. Um tveir þriðju lækkunar gengis krónunnar gagnvart evru frá því að það var sem sterkast í upphafi árs 2008 til dagsins í dag eiga sér hins vegar stað fyrir bankahrunið í september, eða um 34 prósentu af 51% lækkun. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Efnahagshorfur hafa heldur batnað Gengi krónunnar hefur haldist nálægt 180 kr. gagnvart evru undanfarna mánuði og dregið hefur úr gengissveifl- um þrátt fyrir minni inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði. Gengisstöðugleiki er lykilþáttur í endurreisn efnahagslífsins, því að hann veitir innlendum fyrirtækjum, heimilum og fjármálafyrirtækjum skjól á meðan efnahagur þeirra er endurskipulagður eftir fjármálaáfallið og fall krónunnar. Undanfarna mánuði hafa alþjóð- legir fjármálamarkaðir smám saman verið að færast í eðlilegt horf og vilji alþjóðlegra fjárfesta til áhættutöku aukist á ný. Það endurspeglast m.a. í lækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins. Það, ásamt innlendri efna- hagsþróun, sem einkennist af afgangi á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd og hjöðnun verðbólgu, hefur gert Seðlabankanum kleift að lækka virka stýrivexti úr 18% niður í tæplega 10% á sjö mánuðum. Horfur í efnahagsmálum til næstu þriggja ára hafa aðeins batnað frá því að Seðlabankinn birti síðast spá í ágúst sl. Útlit er fyrir að samdrátturinn í ár verði minni en þá var spáð og efnahagsbatinn verði aðeins hraðari. Horfur eru á að landsframleiðslan taki að vaxa aftur á fyrsta fjórðungi næsta árs en lengra er í viðsnúning á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir að gengi krónunnar verði heldur lægra en áður var spáð. Lægra gengi og minni slaki í þjóðar- búskapnum leiða til þess að verðbólga hjaðnar hægar en áður var spáð. Talið er að verðbólga án áhrifa óbeinna skatta verði við verðbólgumarkmiðið á seinni hluta næsta árs en verðbólga samkvæmt vísitölu neysluverðs tæplega ári síðar. Mynd I-1 Gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum Daglegar tölur 3. janúar 2008 - 3. nóvember 2009 Kr./evra, Kr./USD, Kr./GBP Heimild: Seðlabanki Íslands. Bandaríkjadalur (v. ás) Evra (v. ás) Breskt pund (v. ás) Vísitala meðalgengis - viðskiptavog víð (h. ás) 50 70 90 110 130 150 170 190 210 230 250 50 70 90 110 130 150 170 190 210 230 250 20092008 3. janúar 2000 = 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.