Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 53

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 53 var í ágúst sem endurspeglar minni hagvöxt, meiri launahækkanir og hægari hjöðnun jafnvægisatvinnuleysis á seinni hluta spátímans. Atvinna jókst milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Áfram er gert ráð fyrir að vöxtur atvinnu verði minni en hagvöxtur og því aukist framleiðni vinnuafls á spátímanum. Spáð er um 1% vexti atvinnu að meðaltali á ári sem og að atvinnuþátttaka, þ.e. hlutfall starfandi af mannfjölda á aldrinum 16-64 ára, verði orðin um 72% árið 2014, sem er 5½ prósentu undir því sem það var að meðaltali í síðustu uppsveiflu (frá fyrsta ársfjórðungi 2004 til þriðja fjórðungs 2008) og 3½ prósentu undir meðaltali síðustu tuttugu ára. Horfur á meiri hækkun launa en í ágúst Launahækkanir vegna kjarasamninga hafa komið heldur seinna fram en gert var ráð fyrir í Peningamálum í ágúst. Hins vegar virðist sterk staða útflutningsatvinnugreina vegna lágs gengis krónunnar hafa haft í för með sér að þar sé samið um launahækkanir umfram það sem almennt var samið um í síðustu kjarasamningum. Vísbendingar eru einnig um leiðréttingar á launum annarra hópa. Líkur á annarrar umferðar áhrifum vegna kjarasamninga hafa því aukist þrátt fyrir að enn sé nokkur slaki til staðar á vinnumarkaði. Því er nú gert ráð fyrir að laun hækki nokkru meira á næstu árum en spáð var í ágúst. Hins vegar er ekki talið líklegt að til endurskoðunar á launalið kjarasamninganna komi í janúar. Útlit er fyrir að forsendur samninganna um aukinn kaupmátt launa á fyrsta ári kjarasamningsins standist þótt samningsaðilar geti túlkað forsendur um marktæka gengisstyrkingu og stjórnvaldsákvarðanir á hvorn veginn sem er. Raunlaun munu halda áfram að hækka út spátímann, mest á næsta ári og á árinu 2014 eða um 2½%. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að laun hækki meira á næstu árum en í síðustu spá vegur hagstæðari framleiðniþróun og lækkun trygg- ingagjalds nokkuð á móti.7 Áætlað er að launakostnaður á framleidda einingu hækki 0,3 prósentum minna í ár en í síðustu spá eða um 5,4% vegna minni launahækkana. Hækkun launakostnaðar á framleidda einingu er hins vegar heldur meiri á næstu tveimur árum en í síðustu spá (4,6% og 2,7%) þar sem meiri framleiðnivöxtur bæði árin dugar ekki til að vega á móti meiri launahækkunum. Reiknað er með svipaðri hækkun árið 2014 og árið á undan eða 2,9%. Hækkun launakostn- aðar á framleidda einingu á þessu og næsta ári er nokkru meiri en fær samræmst verðbólgumarkmiði Seðlabankans. 7. Forsendur fyrir lækkun tryggingagjalds eru svipaðar og í ágúst, en gert er ráð fyrir að það lækki í takt við forsendur fjárlaga, um 0,9 prósentur á næsta ári, um 0,3 prósentur á árinu 2013 og um 0,1 prósentu á árinu 2014. 1. Framleiðniaukning kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-9 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2000-20141 Breyting frá fyrra ári (%) Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-8 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2011/3 Árstíðarleiðrétt, % af mannafla PM 2011/4 PM 2011/3 0 2 4 6 8 10 20142013201220112010200920082007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.