Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 5

Peningamál - 05.11.2014, Blaðsíða 5
P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 4 5 Hægt hefur á innlendum og erlendum efnahagsbata og verðbólga hjaðnað Alþjóðlegur hagvöxtur hefur reynst heldur hægari en spáð var í Peningamálum í ágúst. Áfram er þó gert ráð fyrir hægfara bata en horfur eru lakari og óvissa hefur aukist. Þótt viðsnúningur hafi orðið í viðskiptakjörum á öðrum ársfjórðungi þessa árs eftir þriggja ára samfellda rýrnun hafa horfur fyrir viðskiptakjör og útflutning heldur versnað. Áfram er þó útlit fyrir kröftugan vöxt innlendrar eftirspurnar þótt horfur séu á hægari vexti fjárfestingar en spáð var í ágúst. Hagvaxtarhorfur fyrir árið í ár hafa einnig verið endurskoðaðar og er nú spáð 2,9% hagvexti í stað 3,4% í ágúst. Talið er að hagvöxtur aukist á ný á næsta ári og verði 3,5% en verði aftur orðinn minni en 3% árið 2016 þegar dregur úr eftirspurnaráhrifum skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda og hægir á vexti fjárfestingar í orkufrekum iðnaði. Gangi spáin eftir verður hagvöxtur að meðaltali rétt undir 3% á spátímanum sem er lítillega yfir meðalhagvexti síðustu þrjátíu ára og vel yfir spáðum meðalhagvexti í helstu viðskiptalöndum. Bati á vinnumarkaði heldur áfram með fjölgun starfa og heildarvinnustunda og er talið að atvinnuleysi samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar verði komið niður í 4% á seinni hluta spátímans. Því er talið að slakinn í þjóðarbúinu hverfi fljótlega og snúist í lítils háttar spennu sem tekur síðan að minnka á ný þegar líður að lokum spátímans. Horfur eru á að verðbólga verði undir markmiði fram á næsta ár og minni en spáð var í ágúst en þokist síðan upp og verði svipuð og í ágústspánni til loka spátímans. Gangi spáin eftir verður verðbólga á bilinu 2-3% á meginhluta spátímans. I Efnahagshorfur og helstu óvissuþættir Grunnspá Seðlabankans1 Áframhaldandi hægfara bati en veikari en spáð var í ágúst ... Alþjóðlegur hagvöxtur reyndist minni á fyrri hluta ársins en áður hafði verið gert ráð fyrir og telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nú að heims- hagvöxtur verði einungis 3,3% í ár sem er hátt í ½ prósentu minni vöxtur en sjóðurinn spáði fyrr á þessu ári. Lakari hagvöxtur það sem af er ári er m.a. rakinn til tímabundinna þátta eins og slæms veðurs í upphafi árs í Bandaríkjunum og er áfram spáð vaxandi hagvexti á komandi misserum. Batinn verður þó hægur, sérstaklega á evrusvæð- inu sem er mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga. Heilt á litið eru horfur um hagvöxt í helstu viðskiptalöndum Íslands lakari á seinni hluta ársins og til næstu þriggja ára en þær voru í ágúst (mynd I-1). Stafar það fyrst og fremst af verri hagvaxtarhorfum fyrir evrusvæðið og nýmarkaðsríki en horfur eru betri fyrir Bretland, Bandaríkin og Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands verði 1,8% í ár og rúmlega 2% á ári næstu þrjú ár. Óvissa um alþjóðlegar efnahagshorfur hefur einnig aukist, þótt hún sé nokkru minni en hún var fyrir ári síðan. Nánar er fjallað um alþjóðleg efnahagsmál í kafla II og um óvissu um alþjóðlegar efnahagshorfur síðar í þessum kafla. ... og því lakari horfur um viðskiptakjör og útflutning Hagstofa Íslands birti í september þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung þessa árs og endurskoðun á sögulegum tölum sem tekur m.a. tillit til nýrra reglna um gerð þjóðhagsreikninga (sjá rammagrein 1). Samkvæmt endurskoðuðum tölum rýrnuðu viðskiptakjör nokkru 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Brotalínur sýna spá frá PM 2014/3. Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. Mynd I-1 Alþjóðlegur hagvöxtur 2008-20171 Breyting frá fyrra ári (%) Bandaríkin PM 2014/4 Evrusvæðið PM 2014/4 Helstu viðskiptalönd Íslands PM 2014/4 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Grunnspá Seðlabankans 2014-2017. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-2 Viðskiptakjör vöru og þjónustu 2008-20171 Vísitala, 2005 = 100 PM 2014/4 PM 2014/3 82 84 86 88 90 92 94 96 98 ‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08 1. Greiningin í þessum Peningamálum byggist á gögnum sem lágu fyrir í byrjun nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.