Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Kópavogsblašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Kópavogsblašiš

						19KópavogsblaðiðJÚLÍ 2007
Dalur og Núpur með sólstöðuhátíð
Leikskólarnir Dalur við Funa-
lind og Núpur við Núpalind sam-
einast árlega í sumargleði, eða 
sólstöðuhátíð, sem fer þannig 
fram að sá leikskóli sem heim-
sækir hinn kemur þangað í 
skrúðgöngu og er mikil tilhlökk-
un ríkjandi, bæði hjá gestunum 
og gestgjöfunum. Í ár komu Núp-
verjar til Dalamanna í glampandi 
sólskini og blíðu.
Leikskólinn Dalur tók til starfa 
25. maí 1998. Dalur er 4ja deilda 
leikskóli og þar er lögð áhersla á 
viðurkennandi samskipti og unn-
ið út frá hugtökunum virðing-, 
ábyrgð - sjálfstæði. Grundvöllur 
starfsins er byggður á kenning-
um John Dewey um ?Learning by 
doing? og Berit Bae um viðurkenn-
andi samskipti, ásamt uppeldis-
fræði dauðu músarinnar. Unnið 
er með jóga í hvíldarstundum og 
lögð áhersla á snertingu og slök-
un. Markvisst er unnið að endur-
vinnslu og umhverfismennt. Lögð 
er áhersla á góð og traust sam-
skipti við foreldra. Á veturna eru 
m.a. yngismannadagar og þá fá 
strákarnir svolítið að njóta sín 
og svo snúast hlutverkin við á 
yngismeyjadegi.
Leikskólinn Núpur tók til starfa í 
janúar 2000 og er fjögurra deilda fyr-
ir allt að 114 börn. Lögð er áhersla á 
hugmyndaflug og sjálfræði barnsins 
og að börnin fái að reyna, skynja 
og skapa á eigin forsendum út frá 
áhugasviði og þroska hvers og eins. 
Einkunnarorð skólans eru: sjálfstæði 
og sköpun í samvinnu og gleði.
Götuleikhús Kópavogs. Í Götuleikhúsinu eru um 14 manns og þau voru einnig mætt á sólstöðuhátíðina 
á Dal og skemmtu krökkunum með uppákomum. Þau fá einnig laun frá Kópavogsbæ fyrir að koma 
fram. Mörg þeirra eru í Leikfélagi Kópavogs. Þessi hópur lífgar svo sannarlega upp á tilveruna.
Mikið skelfing er annars alltaf gott að fá pylsu og Svala.
Áfengi og akstur 
á aldrei saman
Ölvun við akstur er ein 
algengasta orsök banaslysa í 
umferðinni hér á landi.  Á síð-
asta ári var ölvun aðalorsök átta 
banaslysa hér á landi og árið þar 
á undan í sex. Fyrir liggur að 
þeir sem neyta áfengis eru marg-
falt síður hæfir til að stjórna 
bifreið en allsgáðir menn. Þess 
vegna þarf að ræða um ölvun-
arakstur og gera allt sem hægt er 
til að koma í veg fyrir hann.
Á undanförnum árum hefur lög-
regla tekið að meðaltali um 2000 
ökumenn, sem í upphafi eru grun-
aðir um ölvunarakstur, en grunur-
inn reynist oftast á rökum reistur. 
Við ölvunarakstri eru ströng viður-
lög, bæði há sekt og svipting öku-
réttinda.  Sektirnar eru á frá 70 
þúsundum til 140 þúsund krónur 
og við það bætist ökuleyfissvipt-
ing, allt að einu ári.  Þar er mið-
að við fyrsta brot. Þetta á við um 
brot þar sem áfengismagn í blóði 
er allt að 1,5 prómill, en sé það 
meira kemur til kasta dómstóla. 
Við endurtekin brot eru refsingar 
talsvert harðari og margir þeirra 
sem lögregla tekur lenda í þeirri 
stöðu oftar en einu sinni.
Stundum er sagt að þeir öku-
menn sem lögregla tekur og reyn-
ast vera ölvaðir séu heppnir. Oft-
ast nær lögregla mönnum áður en 
þeir valda sjálfum sér og öðrum 
verulegu fjárhags- og heilsutjóni. 
Það er mikil heppni fyrir þá og 
sumir þeirra bera gæfu til að kom-
ast á beinu brautina og aka aldrei 
oftar undir áhrifum áfengis.
Lögregla er um þessar mundir 
með meira eftirlit en tíðkast hefur. 
Athyglinni er meðal ananrs beint 
að ölvunarakstri og reynt er að 
vera á þeim stöðum þar sem fólk 
safnast saman til að skemmt sér. 
Meðal annars er athyglinni beint 
að sumarbústaðasvæðum, þar 
sem vitað er að menn freistast til 
að aka eftir að hafa neytt áfengis á 
þeim. Flestir eru reyndar með sín 
mál í góðu lagi, en það á ekki við 
um alla.  Þá er rétt að láta þess 
getið að lögreglan hefur betri 
búnað til að fylgjast með ástandi 
ökumanna hvort sem um er að 
ræða grun um ölvun eða akstur 
undir áhrifum fíkniefna. Það leiðir 
til mun markvissari vinnubragða 
og styttri tíma tekur fyrir lögreglu-
menn að afgreiða málin.
Lögregla tekur ótrúlega marga 
ökumenn grunaða um ölvun við 
akstur að morgni dags.  Fólk 
gerir sér ekki grein fyrir hversu 
langan tíma tekur fyrir áfengi að 
hreinsast úr líkamanum. Oft er 
fólk yfir refsimörkum langt fram 
yfir hádegi daginn eftir drykkju. 
Það er lifrin sem hreinsa alkohól 
úr blóðinu og hún vinnur bara á 
ákveðnum hraða og það er ekkert 
hægt að flýta fyrir því að verða 
alveg allsgáður. Þá vekur athygli 
hversu margir sem teknir eru ölv-
aðir undir stýri eru með mikið 
áfengi í blóðinu. Í sumum tilfellum 
ættu þeir að vera sofnaðir undir 
eðlilegum kringumstæðum.
Besta regla sem fólk getur sett 
sér þegar það fer út að skemmta 
sér er að skilja bílinn sinn og bíl-
lyklana eftir heima þegar farið er 
út á lífið. Það kemur í veg fyrir þá 
hættu að menn aki af stað ölvaðir 
þegar dómgreindin er ekki lengur 
fyrir hendi.
Sigurður Helgason
verkefnastjóri
Umferðarstofu

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24