Skírnir Ritfregnir 227 Oddný E. Sen: Kína, æfintýralandiíS. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja h.f. Rvík 1941. Bók þessi er stuttir þættir um Kína, land og þjóð, um legu lands- ins og stærð, fylkjaskiptingu, landslag og landkosti og veðráttu, hið einkennilega og auðuga dýraríki og jurtaríki og helztu framleiðslu- vörur. Þá er vikið að landsmönnum, yfirlit yfir helztu timabilin i sögu Kinverja og frásagnir um merkustu keisaraættir þeirra. Um kínverska tungu, ritlist og prentlist, fræðslu og fræðslumál, fjöl- skylduna, kínversku konurnar, skapgerð og hugsunarhátt, fyndni og gamansemi, hjátrú og trúarlíf. Menn mega ekki halda, að þetta sé þurr fróðleikur, eins og þessi upptalning. Frú Oddný Sen vermir það allt í meðferðinni, því að hér er ritað af þeirri hlýju og aðdá- un, sem náin kynning og tengdir hafa vakið. Er það raunar aðdáan- legt, að kona, sem um svo margra ára skeið hefir dvalið í öðrum löndum og ekki haft tækifæri til að tala þar og rita móðurmál sitt, ritar svo auðugt, létt og lipurt mál. Frúnni virðist frásagnargáfan í blóðið borin. Eg vil t. d. benda á kaflann um tedrykkju. Hann mundi sóma sér vel í íslenzkri lesbók. —• Aftan við bókina er all- mikið safn af gömlum dæmisögum kínverskum, er Kristján Frið- riksson hefir þýtt eftir enskri þýðingu, sem dr. K. T. Sen prófessor, maður frú Oddnýjar, hefir gert úr frummálinu. Sýna þær allvel hugsunarhátt Kinverja. Bókin er með mörgum myndum og vel frá henni gengið. -—• Þetta er fyrsta bókin á íslenzku um Kínverja, elztu og fjölmennustu menningarþjóð, sem nú er uppi og mjög á dagskrá, er hún berst fyrir lífi sínu og frelsi. Það var vel ráðið að gefa þarna fyrst nokkra útsýn yfir land og þjóð, en þeir, sem þessa bók lesa, munu óska þess, að frú Oddný Sen fái tækifæri til að gefa oss aðra bók í viðbót, þar sem hún segði frá athugunum sínum og endurminningum frá Kína. Frásögn hennar er svo hlý og góð og yfirlætislaus, að menn mundu hlusta með athygli. G. F. Ragnheiður Jónsdóttir: Arfur. Skáldsaga. Útgef. ísafoldarprent- smiðja h.f. Rvík 1941. Þetta er harmsaga ungrar konu. Hún hefir gifzt auðugum ekkju- manni í von um að hjálpa þannig blásnauðum foreldrum sinum og systkinum. Þær vonir hafa brugðizt. Karlinn er svíðingur og hrotti. Nú liggur hann í hjartabilun og búið við, að hann hrökkvi upp af þá og þegar. Hann þykist ekki hafa fengið það, sem hann ætlaðist til af konu sinni, og síðasta viðleitni hans er að skilja við hana og gera hana arflausa, og leitar hann aðstoðar prestsins til þess. En áður en það tekst, eru dagar hans taldir. Hann stekkur fram úr rúminu til þess að reka Hildi konu sína út, hnígur niður, en hún gefur honum drýgri skammt af hjartalyfinu en læknirinn hefir leyft. Dánarvottorðið: hjartabilun. 15*