210 Ritfregnir Skírnir vaí- þar mikiS flæmi suður af bænum, er nefndist ,,Flagið“ og bar nafn með rentu. Þegar ég kom þar aftur 1927, var það allt orðið að flóa og nálega óþrjótandi engjar. Halldór Stefánsson, forstjóri Brunabótafélags íslands, hefir nú í bók þessa safnað mestu af þeim fróðleik, er hann hefir fundið um sögu þessa bæjar: um staðinn, legu hans, upphaf byggðarinnar, munnmæli, landamerki, gróðrarfar, landkosti o. s. frv., sögu Möðru- dalskirkju og presta hennar, bændur þar og búskap þeirra, sögum, sögnum og ljóðum um staðinn, og fylgir ábúendatal með ártölum og loks örnefnaskrá. Eru þar talin um 130 örnefni, og hefi ég haft gaman að rifja þau upp, og eru örfá, sem ég man nú ekki lengur hvar eiga heima. Prentvillur munu það vera þar sem stendur: Sandá, Sandafell, Sandafellstjarnir og Sandárbotnar. Þar á að vera: Sauðá, Sauðafell, Sauðafellstjamir og Sauðárbotnar. Af ör- nefnum, sem vanta, sakna ég mest Ferjuhyls og Ferjufjalls, en á Ferjuhyl var ferjað yfir Jökulsá, er lagt var á Ódáðahraun og Sprengisand, og þá leið mun Sámur hafa farið forðum. Eg hefi haft mikið gaman af bókinni og færi höfundi og útgef- anda beztu þakkir. G. F. Frá yztu nesjum. Yestfirzkir sagnaþættir. I. Ski'áð hefir og safn- að Gils Guðmundsson. Utgefandi Isafoldarprentsm. h.f. Rvík 1942. Þetta er skemmtileg bók. Höfundur hefir eins og hann bendir til í formála unnað alþýðlegum sagnfróðleik frá æsku, enda segir hann vel frá högum og hátterni margra mikilhæfra eða einkennilegra manna, sem vert er að kynnast, flestallra frá síðustu öld. Sérstak- lega þótti mér gaman að þættinum um Hans Ellefsen og hvalveiða- stöðina á Sólbakka. Er það bæði til gagns og gamans að safna slík- um sagnafróðleik, meðan unnt er að ná í góða heimildarmenn, einkum þegar svo vel er með söguefni farið, sem hér er gert. G. F. Brunabótafélag íslands 25 ára. Höf.: Arnór Sigurjónsson. Rvík 1942. Þetta er fallega útgefin bók. Fallegri að frágangi en minningar- rit eru vön að vera og efnið er líka viðtækt og merkilegt. Bókin hefst með stuttu yfirliti yfir þann vísi til brunatrygginga, sem var til hér á landi þegar í fornöld. Hann var allmerkilegur, en mun hafa horfið úr sögunni, er landið komst undir konung. Svo heyrist ekki framar um þess konar tryggingar fyrr en á síðustu öld. Er það býsna langt hlé. Höfundur rekur ítarlega alla löggjöf og helztu umræður og ritgerðir um brunatryggingar á þessu tímabili. Er sú saga ekki alls kostar skemmtileg fyrir oss íslendinga, því að heldur ber mikið á sundurlyndinu eins og oftar. Enda þekking á málinu