Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 4

Málfríður - 01.10.2015, Blaðsíða 4
Í Fellaskóla í Breiðholti eiga sjö af hverjum tíu nem- endum annað móðurmál en íslensku. Fjöldi tví- og margtyngdra barna í skólanum endurspeglar íbúa- samsetningu í Fellahverfi þar sem fjölmargir eru af erlendum uppruna. Árangur nemenda í lestri og les- skilningi hefur að vonum verið lakari en í öðrum skól- um þar sem hlutfall barna með íslensku að móðurmáli er til muna hærra. En nú hefur orðið á þessu merki- legur viðsnúningur sem vert er að vekja athygli á. Stökk upp á við í lestrarfærni Lesskimunin Læsi hefur verið lögð fyrir nemendur í 2. bekk í Fellaskóla frá árinu 2003. Á tímabilinu 2003–2013 var hlutfall nemenda sem gat lesið sér til gagns á bilinu 22–49% og var það hlutfall jafnan undir meðaltali ann- arra skóla borgarinnar. Á undanförnum tveimur árum hefur hins vegar hlutfall þeirra barna sem geta lesið sér til gagns tekið mikið stökk upp á við í Fellaskóla. Í fyrra gátu 65% nemenda lesið sér til gagns og var það aðeins einu prósentustigi undir meðaltali í borginni allri. Í vor mældist þetta hlutfall í Fellaskóla svo það hæsta frá upphafi, eða 67%, og er nú í fyrsta skipti yfir meðaltali í borginni. Árangur af markvissu starfi Starfsfólk, nemendur og foreldrar í Fellaskóla hafa ríka ástæðu til að fagna þessum árangri en að honum hefur verið unnið markvisst undanfarin ár með sam- stilltu átaki. Í þessum fjölmenningarlega skóla hefur verið lögð aukin áhersla á markvissa málörvun, læsi og lestur og nýjar kennsluaðferðir hafa verið inn- leiddar. Skólinn hefur lengi verið þátttakandi í verk- efninu Byrjendalæsi, en einnig var innleidd lestrar- kennsluaðferðin PALS sem byggir á samvinnunámi. Stóraukin áhersla var jafnframt lögð á að bæta orða- forða, meðal annars í gegnum spil og leiki. Kennarar unnu vel saman, höfðu mikla trú á getu nemenda, lögðu sig fram um að hrósa þeim og hvetja og gera til þeirra hæfilegar kröfur. Nám er flókið ferli og til þess að ná góðum námsárangri þarf margt til. Árangur næst þegar áhugi og skuldbinding nemenda, jákvæður stuðningur og leiðandi uppeldi foreldra og samstarf og fagmennska kennara fara saman. Á undanförnum árum hefur skólasamfélagið í Fellaskóla stefnt í þessa átt með góðum árangri. Góðar kennslustundir og nemendum líður vel Í vor tók Fellaskóli í þriðja sinn þátt í ytra mati á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar en slíkt mat fer fram reglulega í grunnskólum borgarinnar. 4 MÁLFRÍÐUR Frábær árangur Fellaskóla í lestri Ragnar Þorsteinsson, fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.