Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįlfrķšur

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįlfrķšur

						Við yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaganna 1996 
var gert samkomulag milli Reykjavíkurborgar og ríkis-
ins um að Reykjavíkurborg annaðist ráðgjöf í norsku og 
sænsku. Í maí 2001 samþykkti fræðsluráð Reykjavíkur 
að stofnað yrði Tungumálaver í Laugalækjarskóla þar 
sem færi fram m.a. þróun og framkvæmd fjarkennslu 
í tungumálum auk kennsluráðgjafar í norsku og 
sænsku. Jafnframt yrði þar um þróunarstarf að ræða 
varðandi vef til fjarkennslu tungumála sem valgrein 
í 9. og 10. bekk. Tungumálaverið er byggt á þróunar-
verkefni Norrænu tungumálaráðgjafarinnar í sam-
vinnu við Ísmennt og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. 
Þróunarverkefninu voru gerð skil í Málfríði 2/1999.
Tungumálaverið hefur slitið barnsskónum og er 
orðið virk þjónustustofnun við grunnskóla landsins.
?	 Þar er veitt ráðgjöf í norsku og sænsku til skóla 
utan Reykjavíkur. Ráðgjöfin er fólgin í vikuleg-
um kennsluáætlunum, aðgengi að námsefni á 
vef, gerð prófa og aðstoð við námsmat. Jafnframt 
fá nemendur að láni bækur, hljómdiska og kvik-
myndir sem eru í vörslu versins.
?	 Þar fer fram staðbundin kennsla í norsku, pólsku 
og sænsku fyrir nemendur í Reykjavík. Kennsla 
nemenda í yngri bekkjum fer fram í staðnámi. 
Hver hópur hittir kennarann sinn í tvær kennslu-
stundir einu sinni í viku. Í hverju fagi fer kennslan 
fram á þremur til fjórum stöðum á höfuðborgar-
svæðinu. Kennsla hefst á sama tíma og skólafélag-
ar byrja að læra dönsku. Flestir byrja því í 7. bekk 
en þó nokkrir hefja nám í 5. og 6. bekk.
?	 Nemendur í 9. og 10. bekk innan bæjar og utan 
stunda netnám í norsku, pólsku og sænsku. Í net-
náminu er allt námsumhverfi rafrænt: námsgögn, 
samskipti, verkefnaskil og námsmat. Netnám 
krefst mikils sjálfstæðis og frumkvæðis af nem-
endum. Þróun í upplýsingatækni hefur bætt allt 
utanumhald til muna.
Nemendahópurinn
Nemendur í Tungumálaveri hefja nám á stigi tvö sam-
kvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Byrjendakennsla 
stendur nemendum ekki til boða. Það er því krafist 
talsverðrar undirstöðukunnáttu af nemendum. Öll 
kennsla fer fram á markmálinu og þeir þurfa því að 
skilja allvel talaða norsku, sænsku eða pólsku, geta 
lesið og skilið texta sem hæfa aldurshópi þeirra og geta 
gert sig skiljanleg á töluðu máli. Þeir eru þó eðlilega 
misvel staddir í hinum ýmsu færniþáttum.
Kennsluhættir
Ekki er hefð fyrir því að nemendur í Tungumálaveri 
taki stöðupróf á meðan þeir eru í grunnskóla. Lögð er 
áhersla á að málnotendur eru í stöðugri framför og því 
eru viðfangsefnin krefjandi, áhugaverð og endurspegla 
fortíð og nútíð. Elstu árgangarnir hafa t.d. fengist við 
viðfangsefnin málfrelsi og netöryggi, heilsa, seinna 
stríðið og stríðslokin, ?nabospråksforståelse? og mikla 
ritun þar sem tekist er á við röksemdafærslu, ?debat? 
og sköpun.
Námsefni
Allt námsefni er samið af kennurum og tekur mið af 
stöðu hvers nemenda í hverjum færniþætti og því sem 
er efst á baugi á hverjum tíma. Engar kennslubækur 
eru notaðar heldur er stuðst við annað fjölbreytt efni 
s.s. bókmenntir, dagblöð, kvikmyndir, hljóðefni í hefð-
bundnu formi og á vef. Kennararnir eru allir menntaðir 
í sínu heimalandi og hafa góð tengsl við land og þjóð. 
Verkefnið hefur notið velvilja og stuðnings sendiráða 
Noregs, Póllands og Svíþjóðar.
Tæki og tól
Frá áramótum 2010?2011 hefur kennslan farið fram í 
Moodle Reykjavíkur, eftir ýmsar misgóðar tilraunir 
með heimatilbúið umhverfi og Blackboard. Kennarar 
nýta Quia við gerð gagnvirkra verkefna og til hljóð-
efnisgerðar nota þeir Screencast-O-Matic, Soundcloud 
og stöku sinnum Audacity og tengja við Moodle. 
Kennarar útbúa einnig æfingar og námsefni, texta, 
æfingar og hljóðefni á vef fyrir nemendur í 7. og 8. 
bekk. Þannig venjast nemendur rafrænu umhverfi og 
verklagi strax frá upphafi.
18 MÁLFRÍÐUR
Tungumálaver:
Í þjónustu allra grunnskóla
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, 
deildarstjóri í Tungumálaveri.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28