Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 04.07.1985, Blaðsíða 1
26. tbl. 11. árg. vestíirska 4. júlí 1985 FR ,ÉT TABLASID A EIMSKIP ' STRANDFLUTNINt Símar: Skrifstofa 45 Vöruhús 45 § jAR 155 156 MS MÁNAFOSS Á ÍSAFIRÐI AÐ SUNNAN, ALLA ÞRIÐJUDAGA AÐ NORÐAN, ALLA FÖSTUDAGA DYRFIRSKI VORUBILLINN DUI DRAUMALEIKFANG BARNANNA £inar(juð(ji/imson. k £tW 1200 - Ifl$ Sol uwjalúík Patreksfjörður: Gatnagerðarfram- kvæmdir fyrir rúmar 7 milljónir í sumar „Við höfðum samband við Úlfar Thoroddsen, sveitarstjóra á Patreksfirði, og báðum hann að segja frá því helsta sem þar væri að gerast í sumar. Við vorum að afhenda íbúðir í verkamannabústöðum 15. júní s.l. sem byggingarfyrirtækið Byggir s.f. sá um að reisa. Þar er um að ræða 8 rúmgóðar íbúðir, tveggja og þriggja herbergja. Fyrirhugað er að steypa upp skólahús og útibyrgja í sumar, en það er verkefni upp á 6 milljónir. Það er einnig fyritæk- ið Byggir s.f. sem sér um þá framkvæmd. Nýlega fengum við tilboð í gatnagerðarverkefni, sem er að steypa um 600 m. af götum bæjarins. Við efndum til lokaðs útboðs hér innanbæjar og feng- um þrjú tilboð. Sú regla hefur Knattspyrna: Alveg til skammar — sagði Jóhann Torfason „Við vorum á rassgatinu, þetta var alveg til skammar,” sagði Jóhann Torfason um leik ÍBÍ gegn KA sem fram fór á Isafirði s.l. sunnudag. ísfirðingar töpuðu leiknum 3 — 0 sem kunnugt er. í síð- ustu viku náði liðið þó jafn- tefli við Vestmanneyinga í Eyjum, en náði sér aldrei upp á sunnudaginn og seig því niður í 6. sætið í deild- inni. IBÍ hefur nú 9 stig að loknum 7 leikjum, hefur unnið tvo, gert þrjú jafntefli og tapað tveimur. Breiðablik er nú efst i deildinni með 16 stig. verið viðhöfð hér, ef hægt hefur verið að koma því við, að vera með lokuð útboð. Hér eru nokkrir aðilar sem ráða vel við þessi verkefni og þetta fjár- mögnum við sjálfir, þess vegna höfum við ekki hleypt þessu lengra. Lægsta tilboðið var 7.159 þús. eða 28% undir kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 9.889 þús. Þetta tilboð kom frá Vinnuvélum h.f. og Gísla Viktossyni. Við erum að ganga frá í- þróttavelli þannig að hann verði nothæfur fyrir miðjan júlí. Annað af því sem er á döfinni hjá hreppnum eru bara smá verkefni. { gær var tekin skóflustunga að söluíbúðum aldraðra sem rfsa eiga við hliðina á Hlff. Skóflustunguna tók Ágúst Guðmundsson, en hann situr f stjórn framkvæmdanefndar fyrir hönd væntanlegra ibúa. Jarðvinna við húsið er að hefjast, en hana mun Björn Finnbogason annast. Hans tilboð f verkið var lægst, enda aðeins 68% af kostnaðará- ætlun. Er þorskstofninn að verða verðlaus ? — vegna hringorms „Það er bókstaflega lífsnauð- syn að herða baráttuna gegn selnum með öllum mögulegum ráðum. Að öðrum kosti er ekki annað sýnna en þorskstofninn verði hreinlega verðlaus.” Þetta er tilvitnun í nýja skýrslu Einars K. Guðfinnsson- ar og Einars Odds Kristjáns- sonar um stöðu fiskvinnslunnar á Vestfjörðum. Þar kemur enn- fremur fram að ormur í fiski er orðinn eitt helsta vandamál fiskvinnslunnar, enda hefur magnhans stöðugt aukist. Beinn kostnaður frystihúsanna vegna ormatínslunnar er áætlaður 500 millj. kr. í ár. I samtali við blaðið sagði Einar Oddur að ef þessu yndi fram yrði fiskvinnsl- an ósamkeppnisfær við fiskiðn- að annarra þjóða. Til að varpa skýru ljósi á vandann er tíðum vísað til danskrar fiskvinnslu. Þar er enginn ormur, enda var sel útrýmt, og sjálfvirkni mun meiri, með þeim árangri að af- köst eru allt að þrefalt meiri pr. manntíma en hér heima. Taldi Einar Oddur þarna komna skýringuna á því hvers vegna íslendingar væru að gráta yfir kaupinu sínu. I könnun sem gerð var á Flateyri nýverið kom í ljós að eftir að komnir eru u.þ.b. 4 ormar í kg. af roðlausum flök- um fer nýting verulega minnk- andi. Þegar ormafjöldinn hefur náð 10 — 14 í kg. „er fiskurinn í raun orðinn nær verðlaus,” eins og segir í skýrslunni. Það hefur lengi verið vitað að í þorskinn kemur ormurinn úr selnum, einkum útselnum. Aukin ormatíðni hefur enda haldist í hendur við aukna út- breiðslu útsels. Að sögn Erlings Haukssonar, sjávarlíffræðings og starfsmanns Hringorma- nefndar, hefur sama þróun orðið við Noreg, Bretland og Kanada. Ekki vildi Erlingur að órannsökuðu máli slá því föstu að ormur ylli minni nýtingu, en sagði sníkjudýr þó geta haft á- hrif á vöxt fiska. Árið 1982 fór Hringorma- nefnd að borga fyrir selveiði. Fyrst var bara borgað fyrir kjálkana, síðan bæði kjálka og kíló, en í ár er eingöngu borgað eftir þyngd. Það er gert til að nýta megi selinn allan í loð- dýrafóður. Greiddar eru 15 kr. fyrir kílóið og eru það skatt- frjálsar tekjur. Erlingur Hauksson sagði bændur hafa nýtt sér rétt sinn til veiða í töluverðum mæli. Þann- ig hefðu um 5 þús. selir verið veiddir í fyrra, en í ár hefði veiðin farið hægar af stað, enda væru sumir bændur óánægðir með verðið. Erlingur taldi að tekist hefði að stemma stigu við fjölgun sela, en sagði veiðarnar ekki það miklar að stórkostleg fækkun yrði, enda þyrfti tals- vert til. Ekki vildi hann láta hafa eftir sér neinar tölur í því sambandi. Jón Páll Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Norðurtangans, sagði í samtali við Vf að ef Is- lendingar ætluðu að stunda út- flutning á fiskafurðum í fram- tíðinni yrði að vinna markvisst að „einangrun þessa vanda- máls.” I áðurnefndri skýrslu um stöðu fiskvinnslunnar segir að vinna þurfi „skipulega, en hljóðlega að fælingu eða hreinni útrýmingu sela- stofnanna frá ströndum lands- ins.” Þess má geta í þessu sam- bandi að talið er að selir við landið éti allt að 70. þús. tonn- um af fiski á ári og nemur það afla um 25 skuttogara. Leikskólinn við Hlíðarveg: Neyðarástand framundan? Á fundi í félagsmálaráði, 13. júní s.l., var tekið fyrir bréf sem starfsfólk leikskólans við Hlíð- arveg sendi bæjaryfirvöldum, þar sem vakin er athygli á slæmu ástandi húss og lóðar og lélegum aðbúnaði starfsfólks og barna. Á sama fundi lagði félagsmála- stjóri fram uppsagnir fjögurra starfsmanna við sama skóla. I samtali við blaðið sagði Valdís Ólafsdóttir, en hún er ein þeirra sem sagt hafa upp, að á- stæða uppsagnanna væri fyrst og fremst slæmur aðbúnaður á leikskólanum. Sagði hún við- brögð bæjaryfirvalda við um- kvörtunum starfsfólks hafa ver- ið lítil sem engin síðan hún kom til starfa 1978. Meiningin hefði verið að leggja þennan skóla niður þegar sá ný tæki til starfa, en ekki væri enn búið að ákveða hvort svo yrði. Óvissa væri því með áframhaldandi starfsemi þarna og á meðan væri allt látið drabbast niður. „Það talar sínu máli, að hér er enginn yfirmað- ur. Það gengur ekki að starf- rækja skóla þar sem enginn yfirmaður er. Valdís sagði fóstrur við skól- ann fáar og að starfsfólk næði illa saman vegna tíðra manna- breytinga. Sagði hún að vand- ræðaástand gæti skapast eftir sumarfrí ef ekki tækist að ráða starfsfólk, því þá yrðu þær að- eins þrjár eftir hádegi, sem væri engann veginn nóg til að vinna með 40 börnum. Eins og er væri morgunvaktin fullmönnuð. Valdís gat þess, að fyrir nokkrum árum hefði starfsfólk sagt upp störfum við skólann vegna þess að allt of fáum var ætlað að vinna með allan fjöld- ann, Þá fyrst hefðu menn rokið til og gert eitthvað. „Það vill bara enginn sækja um, því það hefur spurst út hvernig aðstað- an er hérna,” sagði Valdís að lokum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.