Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 9

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 9
8 Œ gu nijanna Sagnir 1999 Margir greinarhöfundar virtust álíta sem svo að þjóðin væri komin skammt fram á veg á mælikvarða framfara, ef miðað væri við aðrar þjóðir. Berjast þurfti gegn hinni aldagömlu deyfð landsmanna, sem svo oft hafði brotið niður framfara- andna liðinna tíma. Um erfitt verk var að ræða, enda þjóðin fá- tæk og nýsloppin frá hörmung- um átjándu aldar. Þess vegna var þörf á að efla helstu framfaramál þjóðarinnar á borð við menntamál, samgöngumál og atvinnumál, og „koma landinu upp“. Ljóst var að landsmenn þyrftu að leggja hart að sér til að komast lengra á framfaramælikvarðan- um, en ef vel tækist til gætu landsmenn fram- tíðarinnar lifað við góð skilyrði í öflugu og sjálf- stæðu landi. Þannig átti að taka vel á móti öllum nýj- ungum, og opna hug þjóðarinnar fyrir nýjungum og áræðni sem fylgja ætti sjálfstæðri þjóð. Tengsl framfarahyggjunnar og þjóð- ernisstefnunnar eru augljós í umræðu blaðanna, og komu skýrt fram meðal annars í nafnlausri grein í Ísafold frá árinu 1884 þar sem rætt var um samgöngubætur landsins, en þá var samgöngu- kerfi landsmanna heldur fábrotið og þörf var á miklum fram- kvæmdum og kostnaði. Athygli vekur sú umhyggja sem hinn nafnlausi greinarhöfundur bar gagnvart komandi kynslóðum: Vjer verðum að hafa þolinmæði og sýna þrek og sjálfsaf- neitun í þessu sem öðrum meiri háttar framkvæmdum, vegabótum sem eiga að vera til frambúðar. Vjer megum ekki setja það fyrir oss, þótt fæstir, sem nú lifa, geti átt von á að njóta til nokkurrar hlítar ávaxtanna af þessum fram- kvæmdum, eða þótt þær komi misjafnt niður á ýmsa lands- ins parta. Þjóðfélagið tekur jafnt yfir alda sem óborna; því á allt, sem það framkvæmir, að vera eigi síður gert ókomn- um kynslóðum til hagsældar. Þá fyrst er þjóð komin á óyggjandi framfarabraut, er slík fyrirhyggja fyrir ókomnum kynslóðum og þar af leiðandi sjálfsafneitun lýsir sjer í öll- um hennar framkvæmdum. Því menningarmeiri sem þjóð- in er, því framsýnni er hún; Skrælinginn hugsar eigi fyrir morgundeginum.36 Bjartsýnin og trúin á framfarir leyndi sér ekki í sumum blaðagreinum sem oft báru vott um óskhyggju: „Hjeruðin um- skapast að búnaðarháttum og jarðrækt, og rísa eins og úr rúst- um. Þetta er enginn draumur eða skáldskaparmál, heldur gjöra vegir þetta að verkum hvervetna þar á hnettinum, sem jörð er hálft svo byggileg sem Árness- og Rangárvallasýslur eru.“, lét óþekktur höfundur í Þjóðólfi hafa eftir sér í grein árið 1876 þar sem rætt var um samgöngumál.37 Menn voru þó ekki á eitt sáttir um þennan yfirlýsta framfarahug, og töluvert var deilt um nauðsyn hinna ýmsu framkvæmda fyrir þjóðina, sem rekja má til hags- muna ólíkra þjóðfélagshópa.38 Íhaldsöflin voru sterk, enda hafði þjóðin varla efni á að gangast undir miklar breytingar eða dýrar framkvæmdir á sínum fyrstu skrefum í átt til sjálfstæðis.39 Engu að síður kom framfara- andinn víða fram, til dæmis í grein um menntamál sem óþekktur greinarhöfundur rit- aði í Ísafold árið 1879. Aftur var umhyggja fyrir komandi kynslóðum höfð í fyrirrúmi: Það getur enginn mælt í móti því, að menntunin er hinn ágætasti arf- ur, sem hvert foreldri skilur barni sínu eptir, og þá ekki síður að menntunarstofnun, þar sem hinni upprennandi kynslóð gefst kostur á, að fá uppfræðslu í þarflegri menntun, er hinn dýrmætasti menjagripur um skyldu- rækni stofnendanna við eptir komandi kyn- slóðir, og það mun sönn spá, að eptirkomandi kynslóðir munu telja þann tíma, þegar komið var á fastan fót slíkri stofnun meðal þeirra, hið fyrsta ár á nýrri framfara öld.40 Hugvekjur blaðanna eru í samræmi við þá greiningu sem Sigurður Gylfi Magnússon hefur sett fram, en hann álítur að þjóðernishyggja nítjándu aldar ásamt hinni miklu framfar- aumræðu blaða og tímarita hafi ollið því að fólk leit björtum vonaraugum á framtíðina, sem endurspeglaðist í kveðskap þjóðskáldanna.41 Þessi tengsl þjóðernishyggju og framtíðar- drauma koma einna best fram í ræðu sem Guðlaugur Guð- mundsson þingmaður (1856–1913) flutti árið 1897: Ég vil líta sérstaklega á hag landsins nú og horfur þess á komandi árum. Hvernig stendur hagur vor nú, og hverja von getum vér gert oss um framtíð landsins? Það er víst, að vonin um betri framtíð, vaxandi hagsæld og framfarir lands og þjóð- ar er einn aflþátturinn í föðurlandsástinni. „Án lifandi vonar er þjóð hver dauð“, og það er víst, að vonin um vaxandi framför, trúin á vaxandi andlegt fjör, á aukið auðmagn og atvinnu í landinu á komandi tíð, sú trú bindur hvern einn fast við land- ið og þjóðina.42 Framtíðarsýn hverra? Þó að hin opinbera umræða um framfaramál hafi vissulega verið sterk, er ekki þar með sagt að landsmenn hafi hyllt hana einróma. Hafa ber í huga að umræðan sem birtist í blöðum og tímaritum á þessum tíma kom að miklu leyti frá þeim hóp sem kenna má við millistétt og var að myndast á síðari hluta nítj- ándu aldar.43 Loftur Guttormsson hefur einnig bent á að ekki hafi allir heillast af opinberri framfarahyggju blaða og tímarita á síðari hluta nítjándu aldar.44 Í raun má telja líklegt að fram- Ólafur Davíðsson Ólafur er einna helst þekktur fyrir að hafa safnað þjóðsögum á síðustu árum 19. aldar. Hann hélt forvitnilega dagbók á árunum 1881-1882, sem var gefin út árið 1955 af Finni Sig- mundssyni landsbókaverði. Í dagbók sinni lét hann hugann reika um ýmis efni, jafn- vel fram til ársins 2900. Ólafur lést árið 1903, aðeins 29 ára að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.