Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 20

Sagnir - 01.06.1999, Blaðsíða 20
Andrew Wawn Sagnir 1999 19 nemar tiltölulega lítið til Íslands – Ísland var sem draumaland. Árið 1978 kom ég loks til Íslands, stutta pakkaferð, eina viku. Þetta var í september og komið haust, það var skítkalt og rigning. Þannig fannst mér að veðrið ætti að vera á Íslandi, mér fannst þetta veður frábært, a.m.k. fyrir ferðafólk- ið. Rigningin er rómantísk — jafnvel „Wagnerísk.“ Það er ekkert gaman hér í „bullandi sólskini.“ Úr rigningunni leit ég inn á Þjóðminjasafnið. Ég var að skoða mig um þegar ég labbaði framhjá mynd af Íslandsleiðangri John Thomas Stanley 1789. Það var sem bjalla hringdi í hausn- um, ég var alinn upp í Hoylake, sjávar- plássi þar sem mátti finna Stanley Road, Stanley Hotel, jafnvel hverfiskráin var kennd við Stanley. Ég kom strax aftur til Íslands 1979, og áður en ég snéri aftur til Englands keypti ég Víga-Glúmssögu í fornbókaverslun. Bókin var gefin út í Kaupmannahöfn á 18. öld og var merkt John Thomas Stanley. Bjallan hringdi aft- ur! Þegar ég fór heim athugaði ég hvort sá Stanley sem ég þekkti úr mínum heima- högum væri Íslands-Stanley og svo reyndist vera. Þegar ég fór að skoða þetta betur fann ég svo allskonar heimildir um Stanley og Ísland. Fæðingarstaður minn var því menningar- lega tengdur Íslandi, og uppfrá því fór ég að rannsaka þessi tengsl. Eftir að hafa verið ráðinn háskólakennari í Keele tók ég að mér kennslu í forníslensku. Smám saman fór ég að lesa, læra, hugsa og skrifa um Ísland. Það má segja að sérfag mitt hafi komið til fyrir tilviljun, en í dag rannsaka ég bókmennta- og í raun öll menningartengsl Íslands og Bretlands á 19. öld. Þú rannsakar meira á Íslandi en í Bretlandi? Já, ég er búinn að vera að rannsaka óbirt handrit. Af þeim er nokkuð til í Bretlandi en samt sem áður miklu fleiri í Lands- bókasafninu, enda er ég búinn að vera góður viðskiptavinur hjá þeim í mörg ár. Núna er aðstaðan í Þjóðarbókhlöðunni ótrúlegur lúx- us en mér var hlýtt til gamla Safnahúsins, að- staðan þar var öðruvísi lúxus, ég er af þeirri kynslóð sem var þarna niðri í bæ. Það er miklu þægilegra fyrir mig að koma hingað heldur en að vinna í Bretlandi, heimildir eru meira og minna allar hér á landi og allar á sínum stað. Í Bretlandi er þær dreifðar út um allt, það er þægilegra að vinna í Þjóðarbókhlöð- unni, þar sem starfsfólk er hjálpsamt og vingjarnlegt. Efnið er á Íslandi og að vinna í Þjóðarbókhlöðunni sparar sporin, and- rúmsloftið er afslappaðra þar en í London. Á Íslandi er líka fjöldinn allur af fræðimönnum til að spjalla við. Ég er farfugl á Íslandi, sem lætur sér stundum ekki nægja sumarvist heldur ílengist jafnvel yfir haust og vetur, þegar ég fæ rannsóknar- leyfi. Bretar á Íslandi - Íslendingar í Bretlandi Ég skrifaði bók sem tengdist þessu fræðisviði og fyrir valinu varð Þorleifur Repp, íslenskur philologist sem vann mörg ár í Bretlandi. Ég var vanari að rannsaka Breta á Íslandi en ekki öfugt. Repp var sláandi, erfiður og skapríkur en samt áhrifa- mikill í Edinborg í byrjun 19. aldar. Málin þróuðust þannig að ég fór að rannsaka hvort tveggja, Breta á Íslandi og Íslendinga í Bretlandi. Ekki bara mennina heldur einnig hvaða áhrif bæk- urnar höfðu á þá og viðbrögðin, „viðtökufræði,“ en ég vissi ekki um neitt slíkt kenningarlegt orð, en í dag er þetta vinsælt fræðisvið. Þessa dagana er ég niðursokkinn í prófarkalestur á nýjustu bók minni sem fjallar um þetta efni, The Vikings and the Victorians. Efnið segir sig sjálft, þetta er um frægt fólk, höfunda á borð við William Morris, Sir Walter Scott sem og óþekkta en áhrifamikla fræðimenn sem fóru í ferðalag til Íslands og fóru svo heim til Bretlands og sögðu frá. Í bókinni er fjall- að um skáldsögur, kvæði, barnabækur, þjóðsögur, ferðabækur, óbirt bréf, skjöl, tímarit o.s.frv. Hver voru áhrif norrænnar menningar á Breta 19. aldar? Sumir Bretar fengu þá hugmynd að allt gott í Bretlandi væri byggt af norrænum mönnum og á norrænni menningu. Þessar bókmenntir voru nær óþekktar í Bretlandi fram til 1850–60 en þá fer þetta smá saman að breytast. Fleiri þýðingar koma fram og svo verða ferðalög Breta til Íslands tíðari, það varð hálf- gerður ferðamannastraumur. Þegar að ferðamennirnir komu svo heim og voru boðnir í matarboð þá þýddi ekkert að hafa Rigningin er rómantísk — jafnvel „Wagnerísk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.