Feykir


Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 10

Feykir - 02.04.1986, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 7/1986 Tindastóll á þröskuldi fyrstu deildar Nýtt eldhús í G.S.S. Um áramót var tekið í notkun nýtt og glæsilegt skólaeldhús í Grunnskóla Sauðárkróks. Með því breytist aðstaða til náms í heimilisstörfum mikið til batnaðar. Stunda allirbekkirefra stigs Grunnskólans nám í heimilisstörfum. Kennari þar er Anna Rósa Skarphéðinsdóttir. Tískusýning á skemmtuninni. r Arshátíð Gagnfræðaskólans á Sauðárkróki Nú líður að lokum úrslita- keppni annarrar deildar. Þegar tveim leikjum er ólokið eru Tindastóll og Skallagrimur jöfn að stigum með sex stig. Snæfell er einnig með sex stig, en hefur lokið sínum leikjum. Tindastóll á einmitt báða þessa leiki sem eftir eru, gegn Skallagrími í Borgarnesi n.k. föstudagskvöld og gegn HSK á Selfossi á sunnudaginn. Má því reikna með að leikurinn gegn Skalla- grími verði úrslitaleikur keppninnar, þar sem HSK er nánast úr myndinni. Tindastóll hefur þrívegis lagt Skallagrím í vetur. I næst síðustu viku lék Tindastóll þrjá leiki í keppninni, alla hér á Krók. Fyrsta gegn HSK og lenti þá í miklu basli. Höfðu Skarphéðinsmenn yfir lengst af og leiddu 42-35 í leikhléi. Það var svo ekki fyrr en á síðustu sjö mínútunum sem heimamenn náðu yfirhöndinni er þeir skoruðu 28 stig gegn 4 stigum gestanna. Lokatölur 90- 73 Tindastól i vil. Eyjólfur Sverrisson var drýgstur í skorinu, gerði 28 stig. Síðan kom Snæfell úr Stykkis- hólmi í heimsókn og lék tvo leiki. I þeim fyrri var um öruggan sigur Tindastóls að ræða 87-78 og höfðu yfir 51-37 í leikhléi. Heimamenn voru yfir allan tímann, átta til fimmtán stigum. Tindastólsliðið lék þennan leik vel, þó sér í lagi Eiríkur Sverrisson í seinni hálfleiknum og skoraði hann alls 37 stig í leiknum. Eyjólfur bróðir hans gerði 16. Strákarnir voru svo yfir lengi vel í seinni leiknum og höfðu forystu 37-29 í hálfleik. En leikur þeirra var mjög sveiflu- kenndur, nokkrir slæmir kaflar. Uppúr miðjum seinni háltleik komst hið reynslumikla lið Snæfells yfir og sigraði í leiknum 69-61. Ríkarður Hrafnkelsson þjálfari Snæfells var Tindastóls- mönnum erfiður ljár í þúfu í þessum leik sem hinum fyrri, skoraði 37 stig í seinni og 32 í fyrri leiknum. Eiríkur skoraði mest fyrir Stólinn í þessum leik 24 og Kári Mar gerði 16. Engu var líkara en Tindastólsmenn væru of öruggir með sig, einbeitninguna og ögunina virtist oft vanta. Kannski er komin einhver þreyta í liðið, æfingatíminn er búinn að vera langur, en of fáir leikir. En við á Feyki erum sannfærðir að Tindastóll endar keppnistíma- bilið með góðum leikjum og sigrum, það hafa þeir svo sannarlega burði til. Við hlökkum til að fylgjast með þeim í fyrstu deildinni næsta vetur, þar á liðið heima. ------íþrottir- umsjón: Þórhallur Ásmundsson Hársbreidd frá r Islandsmeistaratitli Þriðji flokkur Tindastóls hefur aldeilis gert það gott í vetur. Liðið sigraði fyrir nokkru í b-grúbbu og vann sig upp í a- grúbbuna, sem þýddi úrsita- keppni í byrjun síðasta mánaðar. Þar stóð liðið sig mjög vel sigraði IR með þrem stigum og Val með 29 stigum, en tapaði fyrir ÍBK með sjö stigum, en það varfyrsti leikur keppninnar. Keflvíkingar urðu Islandsmeistarar, en Tinda- stóll í öðru sæti. Voru strákarnir mjög svekktir yfir þessu tapi gegn Keílvíkingum og að missa af íslandsmeistaratitlinum, en strákarnir mega vel við una, frammistaðan var góð og þeirra er framtíðin í tilvonandi úrvals- deildarliði Tindastóls. I liðinu eru: Eyjólfur Sverrisson, Haraldur Leifsson, Karl Jónsson, Stefán Reynisson, Agúst Eiðsson, Sverrir Sverrisson, Birgir Valgarðsson, Hjalti Amason, Kristinn Baldvins- son og Héðinn Sigurðsson. Hin árlega árshátíð Gagn- fræðaskólans á Sauðárkróki var haldin 21. mars sl. í Bifröst. Var þar margt sér til skemmtunar gert; m.a. sýndir kaflar úr Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson, sýnt frumsamið leikrit, gert grín að kennurunum, eftirhermur tróðu upp, og haldin var fegurðarsamkeppni. Aðsókn var mjög góð og undirtektir frábærar. Hetja kvöldsins var án efa Hjalti Arnason, sem dansaði og söng af mikilli innlifun. Eftir árshátíðina héldu nemendur skólaball í félagsaðstöðu sinni, Grettisbæli og spilaði hljóm- sveitin Metan fyrir dansi. (óp) Mamnia er biluð Börn segja oft skemmtilega hluti og má hér ein slík saga fljóta með. Bíllinn á bænum var bilaður með brotinn gírkassa. Síðan veiktist konan og lagðist í rúmið. Ungur sonur hennar heyrðist segja leikfélaga sínum frá veikindunum með þessum orðum: „Mamma er biluð. Pabbi er búinn að brjóta í henni gírkassann”. Rökkurkórinn framh. þrá í brjósti til að prófa hæfileika sína á einu eða öðru sviði. Við skulum ekki gleyma því að iðkun fjöldans og þátttaka, á hvaða sviði sem er, er jarð- vegurinn, sem snillingarnir, afburóafólkið vex upp úr, og kannske er það einmitt búand- fólksins reynsla við ræktun lands og lýðs, sem gefur því dugnaðinn og þrautseigjuna, - og gleðina, til að afreka slíkt, sem Rökkurkórinn ber vitni um. Einar M. Albertsson. ITALSKA RIVIERAN FRÁ KR. 23.000.- I 3 VIKUR k BERID SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA jstAHP Glæsileika Rivierunnar hafa aðrrrk staóir reynt að næla sér I meö þvl aö^ fá nafnió aö láni aö sjálfsögöu til“ þess aó.villa fólki sýn. En sam- kvæmt Encyelopedia Brittanica er| hin eina sanna Riviera ströndin milli La Spezia á Ítalíu og Cannes LFrakk- landi. Þar höfum viö þaö. Verö frá kr. 23.000 i 3 vikur. ÆVINTÝRA SIGLING Gott tækifæri fyrir hresst fólk á öll- um aldri og áhugafólk um siglingar. 19 dagar um borö I nýjum 32-36 feta seglbátum (sem eru búnir öllum þægindum) og siöan svifió seglum þöndum til Korsiku — Sardiníu — Elbu og aftur til Finale Ligure. ITALSKA RIVIERAN("yt^^~ ! GARDAVATN ..ppStl-7 % Hió undurfagra Gardavatn er staóurl sem sló i gegn I fyrra. Kjörinn staóurl fyrir þá sem vilja geta treyst því aöj fá gott veður þegar þeir dvelja meöl fjölskyldunni I sumarhúsi. Fyrirl yngri kynslóóina, Gardaland einnl stærsti skemrntigaröur ítallu og| Caneva vatnsleikvöllurinn. ' Verö ffá kr. 28.200. LUXUSLIF A SJÓ Meö hinu glæsilega griska skemmti- feröaskipi La Palma. Siglt frá Fen- eyjum suóur Adriahaf. Viökomu- staöir eru Aþena, Rhodos, Krit,| | Korfu og Dubrovnik. Um boró erl i m.a. næturklúbbur, diskótek, spila-| viti, sundlaug o.m.m.fl. Veró frá kr. 48.500. RIMINI Ströndin á Rimini er ein af þeimj allra bestu. Og skemmtanallfiö ér viö allra hæfi. Dansstaöir meö lif- andi tónlist eru vlöa og urmull af diskótekum. Þeir sem ekki dansa fara I tivolí, sirkus eóa á hljómleika. Skoóunarferöir til Rómar, Flórens og frlrlkisins San Marinó, þar sem: allt er tollfrjálst. Verö frá kr. 24.000 3 vikur. SIKILEY Sigling og dvöl I sérflokki. Gist á| Hótel Silvanetta Palace I Milazzo. Öll herbergi meö loftkælingu. Frá- bær aöstaöa, einkaströnd, sund- laug, tennisvellir, diskótek, sjóskiöi, árabátar, hraóbátar, o.fl. o.fl. ís- lenskur fararstjóri. Fullt fæöi. Veró frá kr. 47.800 í 3 vikur. .FERÐASKRIFSTOFAN, lerra SIMI 29740 OG 62 1740- JGAVEGI 28, 101 REYKJAVIK. tPIETRA LIGURE fALASSIO ÞAÐ ER VISSARA AÐ LÁTA BÓKA SIG SEM FYRST ÞVÍ ÞESSAR FERÐIR FARA FLJÓTT Á ÞESSU VERÐI. STAÐFESTINGARGJAl_D MA AÐ SJALFSOGÐU GREÍÐA MEÐ VISA EÐA EURO

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.