Feykir


Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 3

Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 3
38/1987 FEYKIR 3 Minning: Helga Sigríður Sigurðardóttir Fædd: 3. júlí 1909 Dáin: 26. september 1987 Fyrsta þing afstaðið Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Herdís Andrésdóttir Ferðin hennar ömmu var orðin löng, hún fæddist á Eyrinni hér á Krók 3. - 7. 1909. Foreldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Sigurðar- dóttir og Sigurður Lárusson. Sjö ára gömul var amma látin í fóstur að Fagranesi á Reykjaströnd til hjónanna Björns og Dýrólínu sem þar bjuggu. Reyndust þau litlu stúlkunni vel og hugsaði hún alla tíð til þeirra með hlýju og þakklæti. A Fagranesi vann amma sveitastörfin eins og krakkar þurftu að gera í þá daga, eltist við kindur um hlíðar og skriður Tindastóls hljóp í mýrum og lék sér við sjóinn ef tími vannst til, þessir dagar voru gersemar í huga hennar seinna á ævinni og þótti henni alltaf vænt um Reykjaströndina. Fjörunni unni hún alla tíð og síðustu árin fannst henni mjög gott að komast niður á sand og labba þar um, hefur það eflaust minnt hana á æskuárin og veru sína við sjóinn. Árið 1932 giftist hún afa okkar, Svavari Ellertssyni frá Holtsmúla og eignuðust þau 9 börn, Ellert, Hörð, Ingibjörgu, Hallfriði, Jóhönnu, Guðrúnu, Lilju, Jónas og Svövu. Hörður og Ingibjörg eru látin. Afkomendur ömmu og afa eru nú 50 talsins. Hamingjuríkustu árin átti amma í Ármúla nýbýlinu sem þau afi reistu. Þar ól hún flest börnin sín. Hafa þau ár líka oft verið erfið en amma hugsaði ekki um það heldur gladdist yfir minningunum um stóra barnahópinn sinn, býlið og sveitina sem var henni svo kær. Alla tíð hafði hún haft mikið yndi af skepnum, sérstaklega kindum og kúm og sagði okkur frá þeim sem þau afi höfðu átt í þeirra búskap. Síðustu áratugina bjó amma hér á Krók lengst af á Bárustíg 8. Þar þótti henni gott að vera og þaðan átti hún góðar minningar, var þar oft glatt á hjalla, einkum á sumrin, þegarbörnin komu í heimsókn með bamabömin, ömmu leið best með hóp af fólki í kringum sig og alltaf hefur hún verið með börn nálægt sér. Amma hugsaði mikið um barnabörnin sín, gekk okkur sumum í móðurstað um tíma og ef að illa stóð á í fjölskyldunni, var hún fús til hjálpar. Við krakkarnir eigum yndislegar minningar um góða ömmu sem afalúð hlúði að okkur, sagði okkur sögur, raulaði vísur og kenndi bænir. Hún var ólöt að spila við okkur á spil, hún virtist alltaf hafa tíma til alls. Alltaf var amma glaðlynd og kvartaði aldrei yfir erfið- leikum eða veikindum, en veitti birtu og yl í kringum sig. Síðastliðin lOárbjóhúnað Aðalgötu 13 hér í bæ þar sem hún og afi ræktuðu fallegan blómagarð, með fjölskrúðugum gróðri. Hún hafði brennandi áhuga á trjárækt ogblómum, og veitti garðurinn henni mikla gleði. Amma las mikið og heklaði fallega muni sem hún prýddi heimili sitt með, einnig heimili afkomenda sinna. Við þökkum elsku ömmu okkar allt sem hún var okkur, fullviss um að hún hefur átt góða heimkomu. Guð blessi minningu hennar og blessi afa okkar í hans miklu sorg. Þér kærar sendir kveðju með kvöldstjörnunni blá. Það hjarta sem þú átt, en er svo langt þér frá þar mætast okkar augu þótt ei aftur sjáumst hér. O guð minn ávallt gæti þín ég gleymi aldrei þér. Jóhannes Atli, Berglind, Lydía, Aníta og Guðrún Vigdís F.h. barnanna Svava Svavarsdóttir Raftahlíð 13 Sauðárkróki Kveðja frá barnabarni Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég þakka elsku ömmu minni fyrir allt. Hvíl hún í friði. Kjördæmisþing ungra sjálf- stæðismanna í Norðurlands- kjördæmi vestra var haldið helgina 30. og 31. október. Þingið var haldið í framhaldi af stofnun kjördæmissam- taka ungra sjálfstæðismanna í Norðurlandskjördæmi vestra í Borgarvirki í Víðidal, 15. ágúst síðastliðinn. Á þingið voru mættir rúmlega 30 fulltrúar úr öllu kjördæminu. Á þinginu voru samþykktar ályktanir um atvinnu-, byggða- og samgöngumál. Var í þessum ályktunum krafist aukins frjálsræðis í atvinnu- málum og jafnréttis byggðar- laga til sóknar í eigin uppbyggingu, með því aflafé, sem til verður heima í héraði. I fréttatilkynningu frá kjördæmissamtökunum segir að í vetur sé fyrirhugað að efna til ráðstefnuhalds um þau mál sem mikilvægust eru í kjördæminu, auka samskipti ; ungs fólks í kjördæminu, I þannig að kjördæmissamtökin ' verði vettvangur félagsstarfs . ungra sjálfstæðismanna í 1 Norðurlandi vestra. Auk þess er áformuð útgáfa fréttabréfs sjálfstæðismanna í kjördæminu og ársskýrslu félaganna á svæðinu. „Það er trú þeirra og von, sem að stofnun þessara samtaka standa að þau megi verða öflugur vettvangur ungra sjálfstæðismanna í kjördæminu”. Gestir kjördæmisþingsins á Siglufirði voru Geir H. Haarde og Pálmi Jónsson alþingismenn og Vilhjálmur Egilsson, varaþingmaður. Lýstu þeir yfir ánægju sinni með störf þingsins og hvöttu til öflugrar starfsemi. Formaður kjördæmissamtak- anna er Þorgrímur Daníels- son úr Vestur-Húanvatns- sýslu og varaformaður Ari Jóhann Sigurðsson úr Skaga- firði. Aðrir í stjórn eru: Ingibjörg Halldórsdóttir og Páll Fanndal á Siglufirði, Sigurður Ingimarsson, Sauðár- króki, Steindór Jónsson og Hildur Þöll Ágústsdóttir úr Austur-Húnavatnssýslu og Ingi Tryggvason og Júlíus Guðni Antonsson úr Vestur- Húnavatnssýslu. Lydía Jónasdóttir Sauðárkróki Skagfirðingabúð Fegurðar- drottningin Hófí kynnir MARABU sælgæti í Skagfirðingabúð föstudaginn 20. nóvember frá kl. 14.00 tíl 18.00 Ennfremur veröa á sama tíma kynningar á METABO rafmagns- handverkfærum og Sadofoss þéttiefnum l'kagMingabúb Þu þarft ekki annaö!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.