Feykir - 24.02.1988, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 7/1988
23. Hagyrðingaþáttur
Heilir og sælir lesendur
góður.
I síðasta þætti er sú villa í
vísu Gísla Olafssonar að
stafinn 1 vantar í annað
vísuorðið í þriðju hending-
unni, en hún á að vera
þannig:
Sveipar gljána silfur lit.
Aldrei lífið leiðist mér
ljóðamáls að brunni,
meðan afdrep einn og sér
á hjá ferskeytlunni.
Eftir að Jón hætti búskap
flutti hann til Akureyrar. Eitt
sinn hitti hann þar á götu
gamlan karl sem lét heldur
vel yfir sér, þá orti Jón:
Fyrir skömmu skrapp ég
til Reykjavíkur eina helgi.
Hitti ég þar bæði Húnvetn-
inga og Skagfirðinga, sem
búsettir eru syðra og eru
áskrifendur að Feyki. Var
mér gleðiefni að heyra þá láta
í ljósi ánægju með þáttinn.
Einn af þeim, er ég hitti þar,
var kunningi minn góður
sem heitir Kristján Snorrason,
og kannast trúlega margir
við hann þegar nefnd er
hljómsveitin Upplyfting.
í okkar samtali rifjaðist
upp vísa sem undirritaður
gerði eitt sinn er hann var
staddur á dansleik hjá
umræddri hljómsveit í félags-
heimilinu Húnaveri fyrir
nokkrum árum.
Kvöldsins ljóð ég kátur syng
og kvíði engu í meyja fans,
meðan leikur Upplyfting
lærapolka og vangadans.
Hressir mann í heimsins gný
að hitta svona drengi.
Mikið endist montið í
minni kynslóð lengi.
Á síðastliðnu ári tilkynnti
kona nokkur að hún hyggðist
setja á stofn svokallað
íúllnæingamámskeið fyrir kon-
ur. Þegar Jón heyrði þessi
tíðindi varð honum að orði.
Konur fróðleiksfúsar dá
fullnæingarskólann,
sem að kunnu ekkert á
afþreyingardrjólann.
Þar sem nú hefur nýverið
geysað illviður víða norðan-
lands, og útvarpið flutt fréttir
af ófærð á vegum, er vel við
hæfi að rifja næst upp vísu
sem ort er á ferð yfir
Holtavörðuheiði. Höfundur
er að ég held Þorsteinn
Kristinsson frá Dalvík.
Margir kannast við hagyrð-
inginn Jón Bjarnason, áður
bónda í Garðsvík við
Eyjafjörð. Hér kemur vísa
eftir Jón:
Úr öllum skörðum skefur
hér,
skyggir á fjörðinn Húna.
Holtavörðuheiðin er
heldur örðug núna.
Körfubolti 1. deild:
Stórsigur gegn Skallagrúm
- Eyjólfur með 50 stig -
Það verður ekki annað sagt
en að þeir áhorfendur sem
lögðu leið sína í íþróttahús
Sauðárkróks sl. föstudags-
kvöld hafi fengið nóg fyrir
sinn snúð, og rúmlega það.
Tindastóll gjörsamlega rúllaði
Skallagrími upp í 1. deild
körfuboltans, skoraði 138
stig gegn 84 stigum Borg-
nesinga. Tölur þessar segja
meira en mörg orð, Tinda-
stóll náði strax afgerandi
forystu í leiknum og hélt
henm til leiksloka.
Staðan í hálfleik var 69-42,
þannig að bæði lið gerðu jafn
mörg stig í síðari hálfleik og
þeim fyrri. Mikill hraði var í
leiknum, góð hittni hjá
leikmönnum og til marks um
það þá voru 33 stig gerð úr
3ja stiga körfum hjá leik-
mönnum Tindastóls. Eyjólfúr
átti stórleik og fór á kostum,
hirti mörg fráköst og gerði
hvorki meira né minna en 50
stig í leiknum. Allirleikmenn
•3 /#k ^
ii( í-vn? V
3. flokkur Tindastóls í körfubolta. Efri röð frá vinstri: Eyjólfur
Sverrisson þjálfari, Örn Sölvi Halldórsson, Sigurjón Leifsson,
Ágúst Andrésson, Guðmundur Jónbjörnsson, Stefán Hreinsson.
Neðri röð frá vinstri: Bjarki Baldvinsson, Atli Freyr Sveinsson,
Pétur V. Sigurðsson, Sigurður Leví og Guðbjartur Haraldsson.
Þá er vel við hæfi að næsta
vísa sé tileinkuð Öxnadals-
heiði. Höfundur hennar er
Emil Petersen verkamaður á
Akureyri og kunnur hagyrð-
ingur hér áður fyrr.
Fornar leiðir fjallasals,
fannabreiðu kalda,
upp á heiði Öxnadals
enn ég neyðist halda.
Önnur visa kemur hér eftir
Emil:
O hve nú er orðið rótt,
ei eru dagar fegri,
vissi enga vetrarnótt,
vera yndislegri.
Ört berast nú fréttir af
miklum jakaburði í samninga-
málum á milli vinnuveitenda
og Verkamannasambandsins.
Heyrst hefur að eftirfarandi
staka sé nú rauluð við ýmis
tækifæri þar syðra.
Sátu tveir á samningsbekk,
sáttir fljótt á litið.
Korn í nefið kratinn fékk
og kjarasamning slitið.
Oft heyrir maður vísur
sem ortar eru um indælar
persónur af hinu veikara
kyni. Hér kemur ein slík sem
gerð er um fallega stúlku en
ekki verður getiðum höfund-
inn.
Erhúnhlær meðaugunskær
í mér bærist strengur,
því er mærin mér svo kær,
mjúk eru lærin drengur.
Tindastóls skoruðu að þessu
sinni og fór það þannig:
Eyjólfur 50, Sverrir 29, Björn
25, Ágúst Kárason 11,
Jóhann Magnússon 10, Kári
5, Jón Þór Jósepsson 3,
Stefán Reynisson 2, Haraldur
Leifsson 2 og Jón Már
Guðmundsson 1.
Næsti leikur Tindastóls er
gegn UIA á Egilsstöðum um
þarnæstu helgi.
Annar hagyrðingur vill
hvísla að dömunni nokkrum
vamaðarorðum, þó undirritaður
dragi nú reyndar í efa að þörf
sé á slíkri leiðbeiningarstarf-
semi.
Vilji hann á vissum stað
við þig auka kynni,
láttu hann aldrei læðast að
landhelginni þinni.
Þá heyrum við næst frá
hagyrðingnum snjalla Haraldi
Hjálmarssyni frá Kambi.
Hann kveður svo:
Ungum gafst mér orka og vit,
átti vísan framann,
síðan hef ég látið lit,
lækkað og gengið saman.
Margir þreytast undir
þungri byrði, Haraldur kveður
enn:
Eg er lúinn, það er af því
að þung er græna taskan.
Svona getur sigið í
svartadauðaflaskan.
Þegar ég er að enda við að
setja saman þennan þátt
flytur útvarpið fréttir af
bilaðri vatnsleiðslu sem liggur
ofan af fastalandinu til
Vestmannaeyja. Nokkur um-
ræða átti sér stað um málið,
þegar fyrst var farið að huga
að þessari framkvæmd og var
það vini minum Ása í Bæ
tilefni þessara hugleiðinga:
Fellur læna fjalls af brún
fram á Eyjasanda.
Þegar kemur hingað hún
himneskt mun að blanda.
Þá kemur hér gömul vísa
eftir Jón Árnason skáld frá
Víðimýri.
Sól í æginn síga fer,
senn á daginn líður,
ferðalagið af því er
okkur í haginn síður.
Að lokum falleg vísa eftir
Gísla Jónsson frá Saurbæ í
Vatnsdal.
Drottinn láttu dreifða byggð
dalina áfram geyma,
svo að eigi íslensk dyggð
einhvers staðar heima.
Verið þið sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson.
Eiríksstöðum
541 Blönduósi
Sími 95-7154
Siglufjörður:
íþróttamaður ársíns 1987
Kiwanismenn á Siglufirði
kusu Ester Ingólfsdóttur
íþróttamann Sigluíjarðar 1987
og voru henni afhentar
viðurkenningar sem þessari
nafnbót fylgir við hátíðlega
athöfn að Hótel Höfn fyrir
skömmu.
Ester sem keppir í skíða-
göngu er aðeins 15 ára að
aldri. Hún var mjög sigursæl
á síðasta keppnistímabili,
varð þá meðal annars
bikarmeistari SKI í sínum
aldursflokki og sigraði auk
þess á öllum mótum sem hún
tók þátt í. Ester keppti upp
fyrir sig eins og kallað er á
síðasta skiðalandsmóti (flokkur
16 ára og eldri) og varð þá í
öðru sæti sem telja má mjög
góðan árangur af svo ungri
stúlku.
Við verðlaunafhendinguna
á Hótel Höfn voru einnig
heiðraðir nokkrir íþrótta-
menn sem náðu góðum
árangri á síðasta ári.
Þeir voru:
Flokkur 16 ára og yngri.
Knattspyma Steingrímur Öm,
badminton Jóhann Bjarna-
son, skíði Ester Ingólfs-
dóttir, sund Bjöm Þórðarson.
Flokkur 16 ára og eldri.
Knattspyrna Mark Duffield,
badminton Haraldur Marteins-
son, skíði Magnús Eiríksson,
golf Rafn Elíasson og íþróttir
fatlaðra Viðar Jóhannsson.
Körfubolti 3. flokkur:
Tíndastóll stóð sig vel
Um síðustu helgi var B-
riðill 3. flokks í körfubolta
leikinn í Iþróttahúsi Sauðár-
króks. Fjögur lið mættu til
leiks, Tindastóll, Þór, KR og
Mímir frá LaugarvatnL Grind-
víkingar, sem áttu að leika
með, tilkynntu fjarveru.
Sökum þessa var mótið
klárað á laugardeginum.
Tindastóll hafði til þessa
tapað öllum sínum leikjum í
þessum riðli og greinilegt var
á strákunum í fyrsta leiknum
gegn Þór að það átti ekki að
endurtaka sig. Heimamenn
voru mun betri en Þórsarar
og spiluðu sem ein liðsheild.
Sigurinn var aldrei í hættu og
endaði leikurinn með 74
stigum Tindastóls gegn 58
stigum Þórs.
Strax á eftir leiknum við
Þór var leikið við KR-inga.
Greinilegt var á liði Tinda-
stóls að það hafði ekki gert
sér vonir um sigur gegn
Vesturbæingunum og var
þessi leikur lítt fyrir augað.
KR-ingar burstuðu Tinda-
stól með 94 stigum gegn 45.
Síðasti leikurinn vará milli
Tindastóls og Mímis. Það var
hörkuleikur og úrslit réðust
ekki fyrr en á síðustu
mínútum. Jafnt var á tölum
lengi vel og skiptust liðin á að
hafa forystu. Tindastóll gerði
út um sigurvonir Laug-
vetninga á síðustu mínútunum
og náði 10 stiga forskoti,
semsagt lokatölur 76-66.
Stigin úr þessum þremur
leikjum skiptust þannig:
Guðbjartur Haraldsson 61,
Örn Sölvi Halldórsson 41,
Atli Freyr Sveinsson 30
Sigurður Leví 20, Pétur
Vopni Sigurðsson 19, Bjarki
Baldvinsson 15,Guðmundur
Jónbjörnsson 5 og Stefán
Hreinsson 4.