Jökull


Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 36

Jökull - 01.12.1954, Blaðsíða 36
Photo Sigurður Björnsson. Séð frá Jökulfelli suður yí'ir útfall Skeiðarár h. 18. júlí kl. 14:00, þegar jökulhlaupið var rétt um hámark. — The hlaup at its rnaximum. View from jökulfcll towards south over Skeiðará 18/7 1954 at ab. 14:00 o’clock. Athuganir á Skeiðarárhlaupi og Grímsvötnum 1954 B ráða b irgðagreinagerð Sunnudaginn 4. júlí 1954 varð Ragnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli, jress var, að jökla- íylu var farið að leggja frá Skeiðará. Næsta dag varð fýlunnar vart á Fagurhólsmýri. Agerðist hún nokkuð næstu daga. Hinn 7. júlí hringdi Ragnar til Benedikts, bróður síns, í Reykja- vík og lét bera jieirn, er þetta ritar, jrau skila- boð, að hann teldi nú mjög líklegt, að Skeiðar- árhlaup væri í aðsigi. Væri vatn Skeiðarár orð- ið dökkt, en erfitt að segja um það enn með vissu, hvort um vöxt væri að ræða í ánni umfram mögulegan sumarvöxt. Um hádegi þann 8. júlx var áin að sögn Ragnars eins og í stórvöxtum á sumri og farið að falla á málma í Skaftafelli, en Jxað er talið austur þar nokkuð öruggt rnerki jxess, að um hlaup sé að ræða. Um eftirmiðdag- inn þann dag fór Ragnar inn að jökli, og gizkaði hann á, að áin væri þá a. m. k. þriðjungi meiri en í mestu sumarvöxtum. Föstudaginn 9. júlí tókum við Jón Eyþórsson okkur far til Hornafjarðar með Glófaxa. Flug- stjóri var Gunnar Frederiksen. Flaug hann vél- inni í austurleið meðfram jaðri Skeiðarárjök- uls. Var nokkuð dimmt yfir og ei'fitt um myndatöku. Virtist auðsætt, að Skeiðará væri orðin meiri en í mestu sumarvöxtum, og jökla- 34

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.