Jökull


Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 91

Jökull - 01.12.1970, Blaðsíða 91
Alþjóðafundur jöklafræðinga í Skógum 19.-23. júní 1970 Dagana 19.—23. júní 1970 var haldinn að Skógum undir Eyjafjöllum alþjóðlegur fundur jöklafræðinga, og er það í fyrsta skipti, sem slíkur fundur er haldinn hérlendis. Að þessum fundi stóðu Glaciological Society, sem er al- þjóðafélag jöklafræðinga, með stjórnaraðsetur í Cambridge í Englandi, og Jöklarannsóknafélag íslands. FundarstaSurinn var Hótel Edda í Skógaskóla. Fjórir dagar voru ætlaðir til ferða- laga um landið, og var fyrirfram ákveðið, að veður skyldi ráða því, hvaða dögum væri varið til þeirra. Var þetta gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að svo gæti fariö, að björtustu dögunum yrði varið til fyrirlestrahalds, en rign- ingardögum til ferðalaga, en hér á landi er gagn og gaman af ferðalögum háðara veðurfari en víðast annars staðar. Erlendir þátttakendur voru eftirfarandi, nefndir í stafrófsröð: P. Bellair, París, W. Dansgaard, Kaupmanna- höfn, C. Embleton og frú, Beaconsfield, Eng- landi, A. Flotron, Meiringen, Sviss, A. M. D. Gemmell, Glasgow, H. H. Goodman og frú, Ottawa, S. Jonsson, Stokkhólmi, W. Kick og frú, Regensburg, Þýzkalandi, F. Loewe og frú, Melbourne, Australíu (Loewe þessi hafði vetur- setu á miðjum Grænlandsjökli í Wegenerleið- förnum hlaupum. Slettist vatn upp á brúna hjá Skaftárdal. Að morgni hins 27. var flóðið tekið að réna, en var þó allmikið næstu daga og 30. janúar var rennslið enn um 600 m3/sek. við Skaftárdal. Hinn 10. febrúar flugu þeir Carl Eiríksson og Sigurður Þórarinsson yfir vesturhluta Vatna- jökuls í vél flugmálastjóra og skoðuðu sigdæld- ina eftir hlaupið. Var hún á sínum venjulega stað VNV af Grímsvötnum, en meiri um sig og dýpri en nokkru sinni fyrr. Þvermál hennar var um 2150 m frá A til V, en um 1850 m frá N til S, en dýpi hennar reyndist skv. mæling- um Carls á ljósmyndum vera hátt á annað liundrað metra. Sieurður Þórarinsson. O angrinum fræga 1929—30), P. Mandier, Lyon, E. H. Muller, Syracuse, New York, J. F. Nve, Bristol (fyrrv. form. Glaciological Society), O. Orheim, Columbia, Ohio, R. J. Price, Glasgow, W. G. Ross, Cambridge, H. Sanders, Birming- ham, W. Schytt, Stokkhólmi (núverandi formað- ur Glaciological Society), H. Slupetsky, Salz- burg, Austurríki, F. A. Street, Cambridge. íslenzkir þátttakendur voru: Bragi Arnason, Páll Theodórsson, Sigurður Þórarinsson og Þor- valdur Búason frá Raunvísindastofnun Háskóla Islands, Guðmundur Guðmundsson, Guttorm- ur Sigbjarnarson og Sigurjón Rist frá Orku- stofnun og Sverrir Scheving Thorsteinsson frá Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins. Samanlagt voru þetta 31 þátttakandi frá 12 löndum. Til ýmis konar aðstoðar við ráðstefnuna var ráðin Vigdís Finnbogadóttir, menntaskólakenn- ari. Undirbúning af hálfu Glaciological Society önnuðust ritari félagsins og þess allt í öllu, frú Hilda Richardson, og R. J. Price frá landafræði- deild Glasgow háskóla, en Price hefur undan- farin sumur unnið með nokkrum aðstoðar- mönnum að gerð korts af Breiðamerkursandi og framjaðri Breiðamerkurjökuls. Þetta kort hefur nú verið gefið út litprentað og er hið langnákvæmasta, sem gert hefur verið af ís- lenzkum sandi og jökuljaðri. Undirbúning af hálfu Jöklarannsóknafélagsins annaðist formað- ur þess að mestu, með aðstoð Ferðaskrifstofu ríkisins. Hinn 19. júní var haldið frá Reykjavík í bíl frá Guðmundi Jónassyni um Þingvöll og Skál- holt til Skóga. Fyrirlestrahaldið hófst næsta morgun, en síðari hluta þess dags var Sól- heimajökull skoðaður. Sunnudaginn 21. júní var farið inn að jökli og í Stakkholtsgjá og Goðaland og var þar fegursta veður, þótt rign- ing væri undir Eyjafjöllum. 22. júní var varið til fyrirlestrahalds og einnig var þá skroppið austur í Reynishverfi að stuðlabergsmyndunun- um fögru nærri Garði, syðsta býli á Islandi. Hinn 23. júní var farið austur að Lómagnúp og var gott útsýni til Öræfa þaðan úr brekk- JÖKULL 20. ÁR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.