Feykir


Feykir - 07.03.1990, Blaðsíða 4

Feykir - 07.03.1990, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 9/1990 Helgi Jóhannesson lilbúinn í karate-slaginn. Iþróttamaður Kópavogs: Karatemeistari og sonar- sonur Rannveigar Þorvalds. Feykir fregnaði það á dögunum að núverandi Iþróttamaður Kópavogs ætti rætur sína að rekja til Sauðárkróks. Hann heitir Helgi og er sonur Jóhannesar Gunnarssonar, sonar- sonur Rannveigar Þonaldsdóttur sem fyrir stuttu lét af áralöngu starfi tryggingar- fulltrúa. F'jölskylda Helga flutti frá Sauðárkróki til Reykjavíkur og síðan til Kópavogs er Helgi var á fjórða ári. ,,Mér finnst við eiga þónokkuð í Helga. Hann fékk að dvelja hjá mér í nokkur sumur eftir að hann flutti suður. Eg hygg að hann hafi stigið sín fyrstu skref á íþróttabrautinni með börnunum á Sauðárkróki. Eg fékk inni fyrir hann á leikjanámskeiðum sem ung- mennafélagið stóð fyrir og var ég ákaflega þakklát fyrir það”, sagði Rannveig amma Helga í samtali við blaðið. Helgi er karetemaður í Breiðabliki og hlaut sæmdar- heitið íþróttamður Kópavogs á íþróttahátíð í bænum 21. desember sl. I viðurkennn- ingarskyni l'ékk hann farand- bikar, eignarbikar og.fjár- styrk frá Kópavogskaupstað. Hann er landsliðsmaður í íþrótt sinni og varð íslands- meistari 1989 í kumite- undir 80 kílóa flokki. Auk þess náði hann silfurverðlaunum á Norðurlandamótinu í karate 1989. Helgi, sem er mjöghógvær piltur, byrjaði að æfa íþrótt sína í septembermánuði 1981. Hann segir svo í viðtali í afmælisblaði Breiðabliks sem út kom fyrir stuttu. ,,Eg gat nú ekkert að ráði fyrstu árin, ekki fyrr en ég fór að taka þetta svoítið alvarlega fyrir tveimur til þremur árum. Þá fór mér mjög fljótlega að ganga vel”. Helgi gerir ekki mikið úr árangri sínum á Norður- landamótinu: „Mótherji minn í undánúrslitunum forfallað- ist og mætti ekki lil leiks þannig að ég lenti nánast beint í úrslitum og gat því ekki fengið minna en silfrið. En íslandsmeistaratitillinn var enginn heppni. Eg lít á þann titil sem minn besta árangur. Þá þurfti ég að keppa í tveimur mjög erfiðum bardögum í undan- úrslitum og úrslitum, sem báðir unnust eftir framleng- ingu. Ég þurfti því virkilega að hafa fyrir því aðvinna það mót”. En vilja ekki margir reyna sig í slagsmálum við karate- menn? ,,Ég er nú ekki beint að auglýsa það að ég sé karatemaður. Og sannur karatemaður slæst ekki utan við keppnishringinn. Hann kann þá kúnst að labba í burtu fremur en að lenda í slagsmálum. Ég hef sjálfur Skólamót UMSS í frjálsum íþróttum var haldið í Miðgarði 14. febrúarsl. Þátttakendur voru um 115 frá 7 skólum. Besta afrek mótsins vann Finnborg Guðbjörns- dóttir Steinsstaðadtóla í langstökki, stökk 2,35 metra. Gerði hún sér litið fyrir og skaut strákununi i sínunt aldursflokki ref fvrir rass. Verðlaunapeningar voru veittir fyrir þrjú efstu sætin, gefin af ungmennasambandinu. Aðauki voru farandgripirnir þrírafhentiri þriðja sinn. Helstu úrslit í mótinu urðu þessi: 10 ára og yngri: Hástökk 1. Isak Einarsson Skr. 1,15 2. Stefán Stefánss. Sts. 1,10 3. Sverrir K. Karlss. Hof. 1.05 1. Una Bjarnadóttir Akr. 0.95 2. Margrét Sigurðard. Skr. 0,95 5. María Káradóttir Akr. 0,95 Langstökk 1. Hrafnkell Ingólfss. Skr. 2.06 2. Heiðar 1.. Jónsson Mel. 1.91 3. Árni F Ólafsson Skr. 1,90 1. María Káradóttir Akr. 1.89 2. Una Bjarnadóttir Akr. 1,78 3. Sólrún Þórarinsd. Skr. 1,76 11-12 ára: Hástökk 1. Sveinn Margeirsson Sts. 1.25 2. Hákon Sveinbjörnss. Skr. 1,25 3. Stefán Jónsson Akr. 1,20 1. Fjóla Einarsdóttir Hól. 1.20 2. Ágústa Skúladóttir Skr. 1,20 3. Finnborg Guðbjörnsd. Sts. 1.20 Langstökk 1. Davíð Rúnarsson Skr. 2,16 2. Indriði Einarsson Skr. 1.94 3. Sveinn Margeirsson Sts. 1.94 1. Finnborg Guðbjörnsd. Sts. 2,35 2. Elsa D. Halldórsd. Skr. 1.98 3. Fjóla Einarsdóttir Hól. 1,96 aldrei þurft að nota kunnáttu mína nema í íþróttinni sjálfri”, segir Helgi. Hann er 22 ára og nemur viðskipta- fræði í Háskóla íslands. 13-14 ára: Hástökk 1. Thcodór Karlsson Vhl. 1.50 2. Hörður Hafsteinss. Vhl. 1,50 3. Víðir Sigurðsson Vhl. 1,40 1. Birna Valgarðsdóttir Skr. 1.40 2. Anna R. Pálsdóttir Skr. 1.35 3. Sigurlína Guðjónsd. Hof. 1.25 Langstökk 1. Birkir Árnason Vhl. 2,40 2. Marteinn Jónsson Skr. 2.35 3. Friðrik Ólafsson Skr. 2.34 1. Steinunn Lárusdóttir Hof. 2,33 2. Birna Valgarðsdóttir Skr. 2,27 3. Sigurlína Guðjónsd. Hof. 2,19 Þrístökk 1. Marteinn Jónsson Skr. 7.10 2. Birkir Árnason Vhl. 6,86 3. Víðir Sigurðsson Vhl. 6,43 1. Birna Valgarðsdóttir Skr. 6,74 2. Sigurlína Guðjónsd. Hof. 6,50 3. Jórunn Sigurðard. Skr. 6,28 15-16 ára: Hástökk 1. Atli Guðntundsson Vhl. 1.65 2. Róbert Runólfsson Hof. 1.55 3. Sæmundur Sæmundss. Akr. 1,55 1. Sigurlaug Gunnarsd. Skr. 1,45 2. Sigríður Hjálmarsd. Skr. 1,35 3. Sigfríður Halldórsd. Vhl. 1.30 Langstökk 1. Atli Guðmundsson Vhl. 2.68 2. Þórhallur Barðason Vhl. 2,62 3. Rúnar B. Gíslason Vhl. 2,61 1. Sonja S. Jóhannsd. Hof. 2.34 2. Sigurlaug Gunnarsd. Skr. 2,32 3. Sigfríður Halldórsd. Vhl. 2,31 Þrístökk 1. Atli Guðmundsson Vhl. 7.98 2. Bergur Revnisson Vhl. 7.48 3. Þórhallur Barðason Vhl. 7.36 l.Sigfríður Halldórsd. Vhl.6,99 2. Sigurlaug Gunnarsd. Skr. 6,80 3. Sigríður Hjálmarsd. Skr. 6.69 „Góð og kraftmikil sýning” Það voru áreiðanlega margar konumar á áhorfendahekkjunum sem sáu sjálfa sig í hlutverki Önnu í 19. júní leikriti þeirra Iðunnar og Kristínar Steins- dætra á frumsýningu hjá Leikflokknum á Hvammstanga. Anna hafði jú hugsað sér að eyða kvennadeginum fyrir sjálfa sig en skyldurnar voru óteljandi, börnin, tengda- mamma, gestir úr sveitinni, barnapössun fyrir vinkonu eldri dótturinnar að ógleymdum eiginmanninum. Einhvern veginn reiknuðu allir með Önnu á sínum stað heima og hún lét þann útreikning standast gegn vilja sínum. Leikflokkurinn skilaði sínu með ágætum, persónusköpun var trúverð- ug og margskonar hliðar mannlífsins komu skýrt fram. Bjarney Valdimarsdóttir túlkaði Önnu vel, konu sem vinnur úti, er á kafi í félagsmálum, stundar líkams- rækt og vill líta vel út, á yfirborðinu sjálfstæð kona sem veit hvað hún vill, en þegar heim er komið þá er hún í raun býsna undirgefin og vill halda frið við allt og alla á kostnað sjálfrar sín. Höfundunum var boðið á frumsýninguna en Iðunn sá sér ekki fært að koma. Kristín kom og dóttir hennar Sigríður Víðisdóttir 10 ára gömul mætti fyrir hönd frænku sinnar. Kristín var í sýningarlok spurð hvernig henni hefði líkað. „Þetta var góð og kraftmikil sýning og söngurinn góður. Við um- skrifuðum leikritið dálítið eftir sýningun á Höfn og mér finnst það betra núna. Sennilega eigum við eftir að umskrifa það enn frekar, þjóðfélagið breytist svo hratt. Konur eru alltaf að keppa við tímann, i raun erum við orðnar að þrælum tímans. Það er í raun alveg aðdáunarvert að konur skuli bara ekki detta niður á miðjum aldri, kannski gera þær það”. Hvað hafið þið systur skrifað mörg leikrit? „Það er ekki svo mikið” segir Kristín, brosir og telur á fingrum sér, ,,þau eru sjö. Síldin hefur verið sett upp á sex stöðum og nú stendur til að setja hana upp í Noregi á næsta ári, hún er mest sýnda leikritið okkar”. Sigríður var að sjá leikrit móður sinnar í fyrsta skipti og fannst það skemmtilegt. Oktavía Stefánsdóttir leik- stjóri var líka ánægð. Bjarney Valdimarsdóttir í hlutverki sínu í 19. júní. „Leikhópurinn hér stendur sig vel, góður andi og mikil samstaða. Það er gaman að fást við leikrit þeirra systra, þau höfða til allra. 19. júní er fyndið leikrit á yfirborðinu en djúp alvara ligguraðbaki, Dýptin kemur alltaf betur og betur í ljós”. H. Skólamót í frjálsum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.