Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 38

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Blaðsíða 38
_____________________________________36 Sigríður Kr. Gísladóttir iðjuþjálfi þýddi JAFNVÆGIS SKYNÖRVUN OG ALVARLEGT ÞUNGLYNDI BARNA Síðastliðið vor rakst ég á áhugaverða grein í bandaríska tímaritinu "Sensory Integration Quarterly", vor 1994, eftir Debora Davidson iðjuþjálfa. Hér birtist greinin þýdd og aðeins stytt. Börn og unglingar með geðræn vand- amál eiga mörg hver einnig við erfið- leika að stríða, sem rekja má til slaks samspils skynsviða. Þrátt fyrir að tengsl ofangreindra þátta hafi ekki verið könnuð ofan í kjölinn, þá sýna dæmi að þjálfun sem miðar að því að örva skyn- og hreyfiþroska hefur jákvæð áhrif á alvarlegt þunglyndi barna. Eftirfarandi dæmi styður þessa kenningu. Tveir ellefu ára drengir, Björn og Jón voru lagðir inn á barnageðdeild með viku millibili. Báðir þjáðust af alvar- legu þunglyndi og sjálfsvígshugsunum. Innlögn varaði í 10 vikur og á því tímabili voru þeir í meðferð hjá þver- faglegu teymi. Meðferðin byggðist m.a. á lyfjagjöf, einstaklings- og hóp- meðferð. Saga Björns hafði verið stormasöm vegna alvarlegra bresta í fjölskyldu. Tíu fyrstu æviárin bjó hann hjá móður sinni, sem átti við alvarlegt áfengis- og vímuefnavandamál að stríða. Hann og eldri bróðir hans voru einir heima langtímum saman, vanræktir og þurftu oft að stela sér til matar. Um það bil ári fyrir innlögn fluttu bræðurnir til föður síns og stjúpmóður. Björn kvaðst kjósa að búa hjá föður sínum, en hann ætti erfitt með að aðlagast þessari nýju fjölskyldu. Hann var sífellt dapur og reiður og strauk að heiman í nokkra daga. Honum gekk illa í skólanum og var þar mjög trufl- andi. Við upphaf meðferðar gerði iðjuþjálfi athugun á skyn- og hreyfiþroska Björns, þar sem m.a. var stuðst við "Bruininks Oseretsky Test of Motor Proficiency". Björn kom vel út á því prófi og aðrar athuganir bentu til að hann ætti aðallega í tilfinningalegum erfiðleikum. Hann var einrænn og ófær um að henda reiður á eigin tilfinningum. Samskipti við jafnaldra voru oftast í formi meiðandi hrekkja. Þótt verkleg geta væri góð, gladdist hann lítt yfir frammistöðu sinni og brást illa við hrósi. I hóptímum hjá

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.