Feykir


Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 08.03.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 10/2006 Hörður Ingimarsson skrifar Aftur í liðna tíð XII Allir eiga sína sögu. Jens Pétur Eriksen, síðast fisksali við Freyjugötu hér á Sauðárkróki, var sonur Péturs skósmiðs Eriksen og Ingibjargar Ólafsdóttur frá Harrastöðum á Skagaströnd. Foreldrar Jens bjuggu í Skóarabænum sem nú er Suðurgata 18b. Síðar var byggt nýtt hús á lóðinni sem hlaut nafnið Ljósborg og er nú Suðurgata 18. Húsið gekk þó alla jafna undir nafninu Jenshús eða Jensahús. Skrúðganga 17. júni. 1944 á leið út á Eyri. Mynd: Jens P. Eriksen. Myndin er i eigu Hing. Lýðveldi fagnað 1944. Mynd: Jens P. Eriksen. Myndin er i eigu Hing. Jens nam urn tíma í vestur Noregi við þann mikla og langa Norðfjörð í skóla sem hét I.jósborg og var lýðskóli. Jens flutti með sér reynsluna frá Noregi, meðal annars forláta myndavél sem fangaði márgt undir Nöfum. Faðir Jens flutti á Krókinn 1889 og bjó þar síðan alla ævi. i'étur var mikill félagsmálamaður og setti svip á gamla Krókinn, var meðal annars í stúkunni Gleym mér ei í yfir 40 ár. Jens erfði félagsmálaáhugann frá föðurn- um og var öflugur í Umf. Tindastóli við leikstarf-semi og formaður UMSS 1936-1939, einnig í forystu Alþýðuflokks- ins. Rósu einkadóttur sinni gaf hann myndavél sína sem var öflugt og gott verkfæri. Sá sem þetta ritar á ómetanlegar myndir af sér og sínum sem Rósa Jensdóttir hélt til haga, en foreldrar undirritaðs voru leigjendur lijá Jens I'. Eriksen og Sigríði Njálsdóttur fyrsta tvö árin hér á Króknum. Jens og Sigríður fluttu til Reykjavíkur upp úr miðri síðustu öld og luku þar ævi sinni. Jens var fæddur 1903. EFRIMYND Skrúðganga 17. júní 1944 á leið út á Eyri Húsið til vinstri á myndinni var lengi íbúðarhús Laugu Konráðs, Jóns Andréssonar og barna þeirra. Seinna rafmagns- verkstæði Bjössa Jóns í Gránu og Palla Óskars. Húsið var rifið fýrir áratugum. Gegnt því vestan götunnar, Mjólkur- samlagið, þá níu ára gömul bygging í fullum rekstri. Norðar, Grána, höfuðstöðvar KS á þeim tíma. Takið eftir snjónum í Gilsbungunni. Á 60 ára afmæli lýðveldisins er hún svo til snjólaus. Hinn 17. júní 1944 rann upp bjartur og fagur, sunnan andvari og hlýja, en skúra- leiðingar fram eftir deginum. Svo segir í Sögu Sauðárkróks. Myndin ber þetta með sér, pollar á götunni, sem seinna hlaut nafnið Aðalgata. NEDRIMYND Lýðveldi fagnað 1944 Börnin á myndinni eru fremst frá vinstri Svava Steindórs, Erna á Hesti Jónsdóttir, aftar Guttormur í Ketu með der- húfuna, t.h. systir hans Lissý Björk, við hlið hennar Hrafn- hildur Stefánsdóttir, aftar Ragnhildur séra Helga, Silla Gunna í köflóttri kápu, og öll hin börnin að fagna 17. júní, stofndegi íslenska lýðveldisins. Stærsta degi Islandssögunnar á síðari öldum. Húsin í bakgrunni eru talið frá vinstri Ártunga þar sem Erissi Júl og Fjóla ólu upp sinn stóra barnahóp, bak Ártungu sér í hús Ingólfs Nikódemus- sonar, Arnarhvoll, sem þá var ársgamalt. Fyrir miðju Malland, hús Guðrúnar skáldkonu frá Lundi. I því húsi mikið breyttu elst nú upp Ingunn Kristjáns-dóttir, verðandi stórsöngkona. Sunnar Árós byggt 1925, þá sér fjær í sláturhúsið og lengst til hægri er Sævarland, hyggt 1927, nú hús Elsu leikkonu Jónsdóttur. I dag stendur pósthúsið í miðjum árfarvegi Sauðárinnar, sem var fýrir 60 árum órjúfanlegur hluti bæjarbrags- ins á Króknum. Hörður lngimcirsson (Endurbirtar myndir og texti nœr óbreyttur úr Feyki frd 16. júní 2004) bros Úr Handraðanum Á borðunum á Hótel Borg var hnappur, sem gestirnir studdu á þegar þeir pöntuðu veitingar. Dr. Páll Eggert sat gjarnan á Borginni og þá einkum að kvöldlagi um helgar. Studdi hann þá að sjálfsögðu á hnappinn en bað aldrei um annað en Visky og sóda. Eitt sinn er Dr. Páll kom heim af Borginni laust eftir miðnætti, háttaði hann hjá konu sinni að venju. Um nóttina vaknaði hún við það, að dr. Páll studdi fingri á nafnlann á henni og tautaði upp úr svefninum, „Visky og sóda”. Séra Gunnar Benedikts- son var um skeið prestur í Sauðbæ í Eyjafirði. Jafnframt prestsþjónustunni var hann athafnasamur bóndi. Vann hann að ýmsum framkvæm- dum á jörðinni. Byggði m.a. stórt og vandað íjós. Eitt sinn kom bóndi úr fjarlægri sveit í Saurbæ og bað um að fá að skoða fjósið. Var það auðsótt. Bóndanum leist mjög vel á fjósið en sagði að sér sýndust kýrnar vea óvenjulega smávax- nar. Séra Gunnar sagði að þær sýndust vera það vegna þess hve hátt væri til lofts í fjósinu. Varð þá bónda að orði: “Þær sýnast þá líklega ekki beisnar undir berum himni”. Byggingameistari nokkur spurði ungan son sinn að því hvers hann óskaði sér í afmælisgjöf. „Mig langar í lítinn bróður”, sagði stráksi. „Það er nú ekki hægt af því að það er bara hálfur mánuður í afinælið”, sagði faðirinn. „En geturðu ekki bara boðið það út í ákvæðisvinnu?”, spurði þá stráksi. Hreppstjóri einn í Skagafirði, sem þótti nokkuð stór upp á sig, kom í heimsókn til bónda fram í Skagafjarðardölum. Hreppstjóra þótti nokkuð þröngt innan dyra og sagði: „Það er svo þröngt hjá ykkur að ég get hvergi lagt hatinn minn og verð því að setja hann aftur á höfúðið”. „Blessaður gerðu það ekki”, sagði bóndi, „vitlausari stað getur þú ekki fundið”. Magnús H. Gíslason.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.