Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 30

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Blaðsíða 30
28 Bára Sigurðardóttir, iðjuþjálfi Námskeið í andlits- og munnþjálfun í júní sl. fór undirrituð, Bára Sigurð- ardóttir, á vikunám- skeið í and- lits og munnþjálf- un. Nám- skeiðið var á vegum danska iðjuþjálfafélagsins, ætlað iðjuþjálfum sem vinna m.a. með fjölfatlaða einstaklinga, fyrirlesari var Kay Coombes. Hér verður sagt frá því helsta í hugmyndafræði Coombes. Kay Coombes er enskur talmeinafræðingur, hún hefur sérhæft sig í meðferð á andlits og munnstarfsemi, á frummálinu „Fasio-oral- therapi (FOT)". Hugmyndafræði hennar byggir á kenningum Bobath og er að vissu leyti fyrir áhrifum frá kenningum Affolter. Coombes vill meina að andlits og munn- starfsemi spili stórt hlutverk í lífi allra ein- staklinga, bæði útlitslega séð og starfrænt. Auk þessa eiga tilfinningaleg atriði eins og bros og félagsleg atriði eins og tal, uppruna sinn í andliti og munni. Við skerðingu á þessari starfsemi tapast ekki einungis líkam- leg færni heldur líka félagsleg færni. Sem dæmi á einstaklingur með minnkaðan tonus í andlits og munnvöðvum ekki einungis erfitt með að matast, heldur missir hann líka áhugann á að fara út að borða, sökum slefs- ins. Við tap á eðlilegri starfsemi andlits og munns, geta komið upp eftirfarandi vandamál: - getur ekki borðað og drukkið sjálfur. - getur ekki sinnt góðri hreinsun í munni. - getur ekki sinnt samskiptum/ né tjáð tilfinningar. - getur ekki kysst. - kemur sér hjá félagslegum tengslum. - þolir illa snertingu. - getur ekki lyktað né smakkað. - hefur minnkaða matarlyst. - hefur vandamál með sjón. Orsakir fyrir ofangreindum vandamálum: - aukinn eða minnkuð vöðvaspenna. - meðfædd ósjálfráð viðbrögð. - vöntun á valhæfni hreyfinga. - frumstæð hreyfimunstur.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.