Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 10
8 Kristjana Ólafsdóttir iðjuþjálfi: Iðjuþjálfun í leikskólum Fyrir tæp- lega tveimur áum síðan hafði ég samband við leikskóla- fulltrúa og leikskólaráð- gjafa Kópa- vogsbæjar, þar sem ég kynnti fyrir þeim hvernig iðjuþjálfun gæti nýst í starfi með börnum. Hafði ég sér- staklega í huga leikskólabörn með sérþarfir. Iðjuþjálfar voru á þeim tíma ekki sú stétt sem þær sáu fyrir sér að ætti erindi innan leikskól- anna. Margt hefur nú breyst síðan þetta var og með því að vera stöðugt að minna á mig og útskýra hvað ég gæti gert, var að lokum haft samband. í nóvember síð- astliðnum var ég svo ráðin sem ráð- gefandi iðjuþjálfi í um það bil 20% stöðu. Var þetta verktakasamning- ur sem gilti fram til jóla en með möguleika á framlengingu. Þar sem ég er ráðin hjá fræðslu- og menn- ingarsviði Kópavogsbæjar er starf mitt ein- göngu hugsað sem ráðgjöf og fræðsla fyrir leikskólakennara. Það felst í því að leik- skólaráðgjafi hefur samband og biður mig að skoða eða jafnvel prófa þau börn sem leikskólakennararnir hafa áhyggjur af. Þau matstæki sem ég nota eru MAP þroskaprófið (Miller Assessment for Preschoolers) og sænskt fínhreyfimat (Fin- motorisk utvecklingsstatus 1-7 ár). MAP er bandarískt próf sem ætlað er til að greina börn sem víkja frá eðlilegum þroska og líkur eru á að komi til með að eiga í erfiðleikum í skóla vegna þess. Það er hugsað fyrir ald- urshópa frá 2,9-5,8 ára og nær til fimm próf- þátta: Grunnþátta skynjunar og hreyfinga, samhæfingar skynjunar og hreyfinga, mál- þátta, sjónrænna þátta og hæfni til að sam- tvinna ólíka þroskaþætti eins og skipulag og framkvæmd. Prófið er staðalbundið og svo vel ber við að gerð hefur verið samanburðarrannsókn (Snæfríður Þ. Egilson, 1994) þar sem frammistaða íslenskra barna, í þremur efstu aldurshópunum er borin saman við sam- svarandi hópa í bandaríska stöðlunarúrtak- inu og auðveldar það túlkun á ýmsum próf- þáttum. Sænska fínhreyfimatið er mark- bundið þroskamat sem gefur aldursviðmið

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.