Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 19
17 Námsbraut í iðjuþjálfun - draumur eða veruleiki? Það eru sannarlega tíðindi, að von bráðar gefst tækifæri til að stunda nám í iðjuþjálfun á Islandi. Eins og flestum er kunnugt þá hefur verið ákveðið að stofna námsbraut við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og er ráðert að hún hefjist þegar í haust. Ötullega hefur verið unnið að undirbúningi náms- brautarinnar. Undirbúningur Þegar Ijóst var, snemma á þessu ári að ekkert yrði úr því að Háskóli íslands myndi hýsa námsbraut í iðjuþjálfun innan sinna veggja hóf IÞÍ formlegar viðræður við forráðamenn Há- skólans á Akureyri. Starfshópur hefur nýlega lagt síðustu hönd á skýrslu er varðar fyrirhugað nám, uppbyggingu þess og skipulag. Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA skip- aði, í apríl síðastliðnum starfshóp til þess að móta tillögur um námsbraut í iðjuþjálfun. Þær Guðrún Pálmadóttir og Snæfríður Þóra Egilson iðjuþjálfar eiga þar sæti fyrir hönd IÞÍ. Ráðgert var að starfshópurinn lyki undirbúningi þann 1. júlí næst komandi en ákveðið var á fyrsta fundi hans að störfum yrði lokið þegar 1. júní og jafnframt miðað við að nám í iðjuþjálfun gæti hafist við HA strax að hausti 1997. Það hefur nú náð fram að ganga því nýlega barst jákvætt svar frá menntamálaráðuneyti þar að lútandi. Uppbygging námsins Iðjuþjálfunarbraut verður eins og áður sagði námsbraut innan Heilbrigðisdeildar HA og hefur það að markmiði sínu að mennta nem- endur sína til BS-gráðu, en hún veitir þeim starfsréttindi sem iðjuþjálfar. Nám í iðjuþjálfun tekur fjögur ár og lýkur með BS-prófi. Það er 120 námseiningar, um það bil 30 einingar á ári. Námið skiptist í iðjuþjálfunargreinar, stoðgreinar og starfs- nám og tekur mið af þeim markmiðum sem sett eru fyrir námbrautina. Um 30 einingar eru samkenndar með nemendum í hjúkrun- arfræði við Heilbrigðisdeild. Fjöldi nem- enda við iðjuþjálfunarbraut sem öðlast rétt til náms á vormisseri 1. námsárs miðast við 15 manns. Beitt verður reglum um „num- erus clausus". Að námi loknu eiga nemendur að hafa tileinkað sér þá þekkingu, færni og viðhorf sem gera þeim meðal annars kleift að taka ábyrgð á eigin fagmennsku og vinnu- brögðum ásamt því að veita íhlutun sem byggð er á fræðilegum grunni og er í samræmi við þarfir skjólstæðinga þeirra. Um þessar mundir er unnið að skipu- lagningu og uppbyggingu húsnæðis HA á Sólborgarsvæðinu á Akureyri og áætlað er að þar verði iðjuþjálfunarbraut til húsa í framtíðinni. Hugmyndafræði Námsbraut í iðjuþjálfun mun byggjast á þeirri

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.