Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 22

Iðjuþjálfinn - 01.06.1997, Blaðsíða 22
20 Ingibjörg Pétursdóttir, iðjuþjálfi Iðjuþjálfun í heilsugæslu Kynning á starfsemi vinnuhóps innan IÞI Á síðastliðnu hausti var stofnaður vinnuhópur innan IÞI um iðjuþjálfun í heilsugæslu. Aðdragandinn að stofnun vinnuhópsins var nokkuð langur. Um árabil höfðu heyrst raddir innan IÞÍ sem fannst tímabært að iðju- þjálfar færu að rjúfa múra stofnana og fara út til fólksins. En eins og alkunna er heyrir það til undan- tekninga að iðjuþjálfun sé framin utan hefðbundinna sjúkrahúsa og meðferðarstofnana. Leiðin út fyrir múrana var umdeild. í fyrstu voru þær raddir háværastar sem vildu fara þá leið að iðjuþjálfar störfuðu sjálfstætt og settu upp stofur svipað og sjúkraþjálfarar og talmeinafræðingar. Til þess að það mætti verða að veruleika var nauðsynlegt að ná samningum við Tryggingastofnun ríkisins um greiðslur fyrir þjónustuna. Margar „trygginganefndir" voru starf- ræktar í gegnum árin en þrátt fyrir ómælda vinnu og þrautseigju tókst aldrei að ná samningum við TR. Þá var farið að leita annarra leiða og nú fór að heyrast betur í þeim sem vildu berjast fyrir því að færa þjónustu iðjuþjálfa út fyrir stofnanamúra með því að fá stöðugildi iðjuþjálfa á félags- málastofnanir eða í heilsugæslu. í október sl. tók vinnuhópur um iðjuþjálf- un í heilsugæslu til starfa. í hópnum eru Björk Pálsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, Lovísa Ólafsdóttir, sem er fulltrúi stjórnar IÞÍ og Valborg Krist- jánsdóttir. Markmið hópsins var að fá sam- þykkt tilraunaverkefni í eitt ár með 1.5 (3xV2) stöðugildum iðjuþjálfa innan heilsu- gæslunnar. Fyrsta verkefni hópsins var að gera yfirlit yfir möguleg starfsvið iðjuþjálfa í heilsu- gæslu. Eins var samið bréf til Ragnheiðar Haraldsdóttur skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Eftir að hafa farið á fund Ragnheiðar upphófst mikil kynningarstarfsemi og rök- semdafærsla fyrir iðjuþjálfun í heilsugæslu

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.