Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 5

Iðjuþjálfinn - 01.06.1998, Blaðsíða 5
LÍÐAN OG ENDURHÆFING SJÚKLINGA ER FÁ gervilið í mjöðm Er hagkvæmt að endurskipuleggja þjónustu að lokinni aðgerð? I október 1997 hófst rannsókn á þeirri endurhæfingu sem veitt er sjúklingum, er gangast undir liö- skipti í mjööm á bæklunarskurödeild Landspítalans. Rannsóknin er fram- skyggn samanburöarrannsókn. Áætl- að er aö henni Ijúki árið 2000. Aö rannsókninni standa eftirtaldar stofnanir: Háskóli íslands, Háskólinn í Lundi í Svíþjóö og bæklunarskurð- deild Landspítalans. Rannsóknaraöil- ar eru Ásdís Kristjánsdóttir sjúkra- þjálfari, Brynjólfur Y. Jónsson bækl- unarlæknir, Halldór Jónsson bæklun- arlæknir, Kristín Siggeirsdóttir iöju- Þjálfi, Lars Borgquist prófessor í Linköping í Svíþjóö, Sólveig Sverris- dóttir hjúkrunarfræöingur og Áke Isacsson aöstoöarprófessor í Lundi. Lýsing verkefnis í hnotskurn Gerviliðaaðgerðir í mjöðm eru með best heppnuðu aðgerðum samtímans. Spáð er auk- inni þörf á slíkum aðgerðum en lítið hefur verið gert til að breyta endurhæfingu síðustu aratugina. Rannsóknin er eins og áður sagði framskyggn samanburðarrannsókn, þar sem kannað er hvort hægt sé að stytta legutíma sjúklinga sem gangast undir liðskiptaaðgerð í mjöðm. Markmiðið er að athuga hvaða áhrif munnleg, skrifleg og verkleg fræðsla fyrir að- gerð, stytt sjúkrahúsdvöl ásamt leiðbeiningum og fræðslu inni á heimili sjúklinga hefur á eft- irfarandi: 1) bakgrunnsbreytur og áhrif þeirra á gang meðferðarinnar 2) kostnað 3) líðan 4) líkamlega og félagslega færni Sjúklingunum er skipt í tvo hópa. Um er að ræða rannsóknarhóp sem fær virkan undir- búning og fræðslu fyrir aðgerð og endurhæf- ing fer að mestu leyti fram heima. Saman- burðarhópurinn tekur þátt í hefðbundinni endurhæfingu. Bakgrunnur Slitgigt er sjúkdómur sem einkum leggst á eldra fólk. Slitgigt í mjöðum var algengasta orsök þess að eldra fólk „lagðist í kör" fyrr á öldum. Síðastliðin 30 ár hafa gerviliðaaðgerðir í mjöðmum og hnjám þróast í að vera með arðbærustu aðgerðum síðari tíma. Nýgengi slíkra aðgerða er hæst í aldurshópunum 70-79 ára og búist er við u.þ.b. þriðjungs aukningu næstu áratugi. í Danmörku er gert ráð fyrir að það þurfi 80-90 slíkar aðgerðir miðað við hverja 100.000 íbúa árlega (Overgaard et al 1992). Legutíminn er yfirleitt 10 - 18 dagar (Eggli et al 1996) og ekki er óalgengt að sjúk- lingar verði að fara á endurhæfingar- eða hressingarstofnarnir strax að sjúkrahúsvist lokinni. Dvöl á stofnunum, í hvaða formi sem hún er kallar á útgjöld annað hvort úr sameig- inlegum sjóðum eða frá sjúklingunum sjálf- um.Verulegur kostnaður er oft samfara vinnutapi gerviliðasjúklinga sem eru enn á vinnumarkaði og því eru miklir fjármunir í veði, ef hægt væri að flýta fyrir endurhæfingu (Herzman et al, 1988). Erlendis hafa verið gerðar nánari kannanir á kostnaði vegna meðferðar eftir mjaðmar- brot. í ljós hefur komið að meðferð er mun ódýrari þar sem mögulegt er að koma við hluta af endurhæfingunni í heimahúsi (Borgqvist, 1991). Sýnt hefur verið fram á að samvinna milli öldrunar- og bæklunardeilda, um endurhæfingu mjaðmarbrotasjúklinga leiðir af sér styttingu legutíma (Kennie et al, 1988). Tilraunir með yfirfærslu endurhæfing- ar frá sjúkrahúsi til heimilis hafa verið gerðar og gefist vel. Með þessum rannsóknum hefur tekist að stytta legutímann í 9 til 10 daga Kristín SlGGEIRSDÓTTIR IÐJUÞJÁLFINN 1/98 5

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.