Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 32

Iðjuþjálfinn - 01.06.1999, Blaðsíða 32
Fjölskylduþjónusta kirkjunnar viðtal við Kolbrúnu Ragnarsdóttur iðjuþjálfa Fjölskylduþjónusta kirkj- unnar hefur verið starf- rækt í sjö ár og er rekin af Biskupsstofu. Árlega leita þangað um 300 fjölskyldur eftir ráðgjöf og veitt eru 7-800 viðtöl á ári. Við stofnunina starfa þrír ráð- gjafar og þar á meðal er Kolbrún Ragnarsdóttir iðju- þjálfi. Við ræddum stuttlega við Kolbrúnu um starfsvettvang hennar. Eins og margir iðjuþjálfar hér á landi útskrifaðist Kolbrún frá iðjuþjálfaskóla í Danmörku. í tengslum við námið fór hún í verknám á sjúkrahús sem nefnist Stolpegaarden og tilheyrir amtssjúkrahúsi Kaupmanna- hafnar. Þar fer fram einstaklingsmeð- ferð, hóp- og fjölskyldumeðferð. -Þetta var þverfagleg vinna og lítil mörk á milli starfsstétta, þar sem allir starfsmenn sinntu fyrst og fremst við- talsvinnu. Ég fékk síðan vinnu á Stolpegaarden að loknu námi. Þar starf- aði ég í sjö og hálft ár og hef því mesta starfsreynslu af slíkri meðferðarvinnu. Á þessu tímabili sótti ég mikið af náms- skeiðum. Það var alltaf símenntun í gangi og ýmis konar nám sem tengd- ist viðtals- og fjölskyldumeðferð. Fyrst og fremst vegna þessarar reynslu og menntunar á sviði fjöl- skyldumeðferðar er ég ráðin hér hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar. En iðjuþjálfunin er mín grunnmenntun og hana verður maður að hafa, segir Kolbrún. Megin ástæða þess að fólk leitar hing- að er einhvers konar samskiptavandi. Hér skapast vettvangur þar sem fólk getur rætt vandamál sín. Við spyrjum spurninga en erum ekki með neinar lausnir, heldur er markmiðið það að fólk fái nýja sýn á vandann og hafi þannig möguleika til að leysa sín mál. Fjölskylduþjónustan Kolbrún hóf störf hjá Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar fyrir ári síðan. Mestur hluti starfs hennar felst í viðtalsmeðferð. Fyrirkomulagið er á þann veg að fólk hringir á sérstökum símatímum og þá er tekið við beiðnum um þjónustu. Beðið er um persónuupplýsingar og aflað upplýsinga um hvert vandamálið er í stórum dráttum. Það eru yfirleitt hjón sem koma, en ef þörf þykir er aðstand- endum stundum boðið að koma með. -Oft er ástæða þess að fólk leitar hingað einhvers konar samskiptavandi. Hér skapast vettvangur þar sem fólk getur rætt vandamál sín. Við spyrjum spurninga en erum ekki með neinar lausnir, heldur er markmiðið það að Aðstandendur þurfa fræðslu um af- leiðingar viðkomandi sjúkdóms og út- skýringar á því af hverju sá sem um ræðir er öðruvísi nú en áður. Þessi skilningur gefur möguleika á öðru sam- spili innan fjölskyldunnar. Endurhæfing krefst þess iðulega að fólk breyti um lífstíl. Sú breyting verður auðveldari ef stuðningur fjölskyldunnar er fyrir hendi. fólk fái nýja sýn á vandann og hafi þannig möguleika á að leysa sín mál. Það er afar mismunandi hversu oft fólk kemur í viðtöl, en algengt er að það komi í 6 til 8 skipti. Sumurn nægir eitt viðtal til að geta unnið áfram í sínum málum, segir Kolbrún. Hún greinir frá því að algengt sé að fólk komi á tveggja til þriggja vikna fresti í nokkur skipti. Viðtölin standa alla jafna yfir í klukkutíma og Kolbrún er að meðaltali með fjögur við- töl á dag. -Þetta krefst mikillar einbeitingar og maður þarf að stilla sig inn á hlutina áður en fólkið kemur og hugleiða vel hvað á að ræða. Að loknu viðtalinu þarf svo aðeins að fara yfir viðtalið og ígrunda framhaldið. Við skrifum ekki skýrslur, en gerum okkar eigin nótur og punkta. Það er mikill kostur að þetta er ekkert bákn og því lítil pappírsvinna, ég er fyrst og fremst í samvinnu við fólkið sem leitar þjónustunnar. Stundum er málum þó þannig háttað að nauðsynlegt er eiga samstarf við aðrar stofnanir, til dæmis Félagsmálastofnun og sálfræð- inga á skólaskrifstofum, segir Kolbrún. Handleiðsla Stofnunin býður upp á handleiðslu- þjónustu fyrir starfsmenn kirkj- unnar, meðal annarra sækja djákn- ar og djáknanemar hóphand- leiðslu. -Ég er í handleiðslunámi við Háskóla íslands og í tengslum við það nám handleiði ég tvo iðju- þjálfa. Við sem sinnum viðtals- meðferð þurfum einnig hand- leiðslu sjálf. Hér hjá fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar fáum við ís- 32 IÐJUÞJÁLFINN 1/99

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.