Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.06.2000, Blaðsíða 10
Sigrún Garðarsdóttir Tengsl milli færni viö athafnir daglegs lífs (ADL) og taugaatferlis hjá sjúklingum sem fengið hafa heilablóðfall. • Inngangur: Taugaatferli (neurobehavior) höfðar til ferlis sem nær frá upptöku skyn- boða til úrvinnslu í heila og atferlissvörunar sem af slíkri úrvinnslu hlýst. Mismunandi hæfniþættir sem snerta úrvinnslu skyn- boða og atferli eru undirstaða daglegra at- hafna. Heilablóöfall getur haft í för með sér röskun á taugaatferli. Slík röskun getur valdiö skeröingu á þessum hæfniþáttum og er þá yfirleitt talaö um einkenni. Þau ein- kenni sem orsakast af röskun á taugaat- ferli geta valdið skertri færni við athafnir daglegs lífs. Tilgangur rannsóknarinnar var tvenns konar. Annars vegar að kanna eðli tengsla á milli færni við athafnir daglegs lífs og taugaatferlis og hins vegar að at- huga hvort munur væri á færni einstaklinga sem höföu fengið heilablóöfall í hægra og vinstra heilahveli. Skilningur á þessum tengslum auðveldar iðjuþjálfum að setja fram markvissa þjálfunaráætlun. • Efniviður: Þátttakendur í rannsókninni voru 42 einstaklingar sem höfðu fengið heila- blóðfall og lagst inn á Endurhæfingar- og taugalækningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur (SHR) og Endurhæfingardeild Landspít- ala (LSP) á tímabilinu janúar 1997 til janú- ar 1998. Þar af voru 18 (42.9%) konur og 24 (51.1%) karlmenn. Meðalaldur var 70.64 ár. • Aðferðir: Mælitækiö The „Árnadóttir OT- ADL Neurobehavioral Evaluation" (A-ONE) var notaö til að safna upplýsingum um færni einstaklinganna við þætti er lúta að ADL og einkennum sem draga úr færni. Einungis tveir kvarðar voru notaðir úr mat- inu. Viö tölfræöilega útreikninga var notað- ur Spearman Rank Order fylgnistuöull, Mann-Whitney U próf og Chi-Square próf. Marktækni var náð ef p < .05. • Niðurstöður: Niðurstöður gáfu til kynna marktæk tengsl á milli skertrar færni alls hópsins (n=42), hægri heilahvelshópsins (n=19), vinstri heilahvelshópsins (n=23) og röskunar á taugaatferli. Einnig fannst bæöi marktækur munur á ákveönum atrið- um ADL og tegund einkenna milli hópanna. • Umræða: Niðurstöður bentu til mismunandi einkenna hjá einstaklingum meö skaða í hægra og vinstra heilahveli sem samræm- ast kenningum um sérhæfingu heila- hvelanna. Skert færni kom fram á flestum ADL atriðunum í báðum hópunum sem bendir til þess að einstaklingur þurfi á starfsemi beggja heilahvela aö halda við athafnir daglegs lífs. Heilablóðfall stafar af blóðrásarþurrð vegna æðastíflu í heilaæðum eða af blæðingu í heila. Það er þriðja algeng- asta dánarorsökin meðal iðnvæddra þjóða og veldur um 10-12% allra dauðsfalla. Hlutfall þeirra sem lifa eftir heilablóðfall fer vaxandi, meðal annars vegna bættrar heilbrigðisþjónustu og breyttra lífshátta. Af þeim sem eru á lífi ári eftir heilablóðfall, má reikna með að um 80% séu heima en 20% á hjúkrunarheimilum.Um fjórð- ungur þeirra sem heima eru þurfa einhverja að- stoð við daglegar athafnir (Einar Valdimarsson, 1994; National Stroke Association, 1991; U.S. Department of Health and Human Services, 1995; Trombly, 1995a). Framkvæmd daglegra at- hafna krefst óskertrar heilastarfsemi. Heilablóð- fall getur haft í för með sér röskun á taugaatferli (neurobehavior) og getur slíkt valdið skertri fæmi við athafnir daglegs lífs (ADL). Skerðing á heilastarfsemi vegna heilablóðfalls getur orsakað röskun á sérstökum hæfniþáttum sem eru nauð- synlegir við framkvæmd ADL (Guðrún Arna- dóttir, 1990, 1998). Algengt er að tala um slíka röskun á hæfniþáttum sem taugaeinkenni. 10 IÐJUÞJÁLFINN 1/2000

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.