Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 5

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 5
Breytingar og framfarir - pistill frá formanni - Kristín Sigursveinsdóttir, FORMAÐUR IÐJUÞJÁLFAFÉLAGS ÍSLANDS Heimurinn er sífellt að breytast. Sam- skipti manna og þjóða taka breyting- um og oft eru þcssar breytingar skyndilegar og óvæntar. Margir taka svo djiipt í árinni að segja að atburðir í heimsmálum síðustu vikur og mánuði hafi fært okkur nýja heimsmynd. Flest- ir eru sammála um að breytingin sé ekki til batnaðar. Ekki er meiningin að fjalla meira um þessi mál hér en þetta dæmi er nefnt vegna þess að það er mjög nærtækt dæmi um að breytingar eru ekki alltaf í framfaraátt. Iðjuþjálfar eru sérfræðingar í því hvernig við tökumst á við breyt- ingar í lífinu. Breytingar sem valda röskun á daglegri iðju. Við erum yfir- leitt jákvæð fyrir breytingum og vitum að í þeim býr kraftur sem getur fært okkur jákvæða lífsreynslu ef við náum að vinna úr þeim á réttan hátt. Við vitum líka að einstaklingur og sam- félag þróast í gagnkvæmu samspili. Ofangreind atriði komu upp í hug- ann þegar ég settist niður til að rita þennan pistil því málefni iðjuþjálfa á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafa verið töluvert til umfjöllunar í stjórn Iðjuþjálfafélags íslands að undanförnu. Spítalinn er eins og alþjóð veit í miklu breytingaferli. Sjúkrahúsin í Reykjavík eru að sameinast í eina stofnun. Stórar ákvarðanir hafa verið teknar og enn eru ýmis framtíðarmál í vinnslu, svo sem húsnæðismál. Nýtt skipurit felur í sér umtalsverðar breytingar fyrir iðju- þjálfun og iðjuþjálfa á spítalanum. Reynslan verður að leiða í ljós hvort þær breytingar verði fagi og stétt til góðs. Framkvæmd breytinganna hefur hins vegar verið með þeim hætti hing- að til að ástæða er til að vera á varð- bergi í framtíðinni og jafnvel efast um réttmæti sumra þeirra ákvarðana sem nú þegar hafa verið teknar. Nýjar stjórnendastöður, m.a. á Endurhæfing- arsviði, hafa ekki verið auglýstar held- ur handvalið í þær. Þessi aðferð býður heim alls kyns leiðindum og efasemd- um um heilindi þeirra sem að ákvörð- unum koma. Oftar en ekki eru það þá persónuleg tengsl sem ráða úrslitum en ekki fagleg og málefnaleg rök. Gamlar hefðir fyrir því hverjir ráða í kerfinu virðast líka ótrúlega lífsseigar. Slíkt er ótækt og ekki sæmandi Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Landspítali - háskólasjúkrahús er stór og mikilvæg stofnun fyrir heil- brigðiskerfið, fyrir þegna landsins og fyrir flestar heilbrigðisstéttir. Eins og nafnið gefur til kynna gegnir spítalinn einnig mikilsverðu hlutverki sem að- setur menntunar og rannsókna. Iðju- þjálfun er ung fræðigrein og í mikilli mótun. Iðjuþjálfum fjölgar hratt á Islandi um þessar mundir og með fjölguninni og aukinni menntun iðjuþjálfa ættu að skapast forsendur til að setja kraft í rannsóknar- og fræðastarf. Við iðjuþjálfar hljótum að gera þá kröfu til Landspítala - háskólasjúkrahúss sem langstærsta spítala landsins að hann stuðli að framgangi og framþróun iðjuþjálfunar eins og annarra fræðigreina á heil- brigðissviði. Spítalinn hefur notið starfskrafta iðjuþjálfa í meira en aldarfjórðung og því ætti að vera fyrir hendi næg þekking á störfum okkar. Sé raunin önnur þarf að bregðast við og þá er eðlilegt að spítalinn hafi metnað og frumkvæði í því máli ekki síður en iðjuþjálfar. Svo virðist sem mjög sé á reiki hvort einhver innan spítalans hefur það á sinni könnu að vinna að samræmingu á þjónustu og þróun iðjuþjálfunar innan spítalans. Eðlilegt og sjálfsagt verður að teljast að úr þessu verði bætt og að einn eða fleiri iðjuþjálfar hafi þetta hlutverk með höndum. Iðjuþjálfun er ung fræðigrein og í mikilli mótun. í tengslum við stöðuna á Landspítala - háskólasjúkrahúsi þurfum við iðju- þjálfar að nota þekkingu okkar á breyt- ingum til að snúa þróuninni yfir í jákvæða reynslu í þágu fagsins og stéttarinnar. Framtíð og þróun fagsins á Landspítala - háskólasjúkrahúsi varð- ar alla iðjuþjálfa og að sjálfsögðu alla þá sem þurfa á þjónustu spítalans að halda. Iðjuþjálfafélag íslands mun fylgjast með þróun mála á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og vinna að því í samvinnu við aðra innan spítalans og utan að iðjuþjálfun fái þar verðugan sess sem fag- og fræðigrein. Kristín Sigursveinsdóttir Tílirtalcl ir aðilar liafa stijrfl úlqótu |x3ssa lölublaSs lc'ju| jálfans oq eru |jeim fœráar beslu [aalskir. Björgvin Jónsson tannlœknir Síðumúla 25 108 Reykjavík Bókabúð Jónasar Hafnarstrceti 108 600 Akureyri Dagvist og endurhœfingar- miðstöð MS félagsins Sléttuvegi 5 108 Reykjavík IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 5

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.