Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 6
Ingibjörg Pétursdóttir IÐJUÞJÁLFI 6 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001 Hláturinn bt -byggt á fyrirlestri sem höfundur hélt Flestir ern sannfærðir um að hlátur ogjákvætt Uugarfar sé af hinu góða og að hlátur geti verið slakandi og bæti andlega líðan. A síð- ustu árum hafa æ fleiri aðhyllst þá skoðun að hlátur liafi einnig æskileg áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Auk þess geti hæfilegur skammtur af húmor auðveldað okkur að takast á við ýmis vandamál bæði stór og smá og hjálpað okkur að ráða við tilfinningar eins og óöryggi, ótta, reiði og sorg. Síðast en ekki síst er það staðreynd að húmor og jákvætt hugarfar liðka fyrir samskiptum manna á milli. Athygli lækna og fleira heilbrigðisstarfs- fólks hefur í auknum mæli beinst að því að hlátur og jákvætt hugarfar hafi heilsubætandi áhrif og geti jafnvel flýtt fyrir lækningu á ýmsum sjúkdómum. Niðurstöður margra rannsókna renna stoðum undir þessa kenningu. Hvað er húmor? • Húmor er hæfileikinn til að skilja, skynja, meta og tjá það sem er fyndið, skemmtilegt og fáránlegt. • Húmor er dýpra og breiðara hugtak en hlátur, fyndni eða kátína. • Húmor getur verið beitt í meðferðarskyni (therapeutic humour) til að stuðla að betri líðan, flýta fyrir lækningu og auðvelda fólki að takast á við áföll eða erfiðar aðstæður. Jákvæð áhrif hláturs Til eru heimildir sem benda til þess að trúin á heilsubætandi áhrif hláturs hafi lengi verið til staðar. A 13. öld skrifaði Henri de Mondeville skurðlæknir: „Ættingjar og sérstakir skemmti- legir vinir skulu heimsækja sjúklinginn og hressa hann við með því að segja honum brandara". Því hlýtur að vera eðlilegt að álykta að læknirinn hafi trúað því að gamansemi hefði heilsubætandi áhrif þó varla hafi verið neinar vísindalegar sannanir fyrir því þá. Dr. William Fry er bandarískur geðlæknir sem stundað hefur hláturrannsóknir síðan 1953 og einn af frumherjunum á þessu sviði. Hann leggur áherslu á að húmor sé ekki bara brandari. Hann stuðli að betri geðheilsu, gefi breiðari og dýpri lífssýn og hafi þannig áhrif á upplifun okkar á umhverfinu. Síðast en ekki síst leggur Dr. Fry áherslu á að húmor liðki fyrir öllum samskiptum. Þekkt er saga Norman Cousin sem árið 1964 greindist með Spondylitis Ancylopoetica öðru nafni hryggigt. Þetta er kvalafullur sjúkdómur sem ágerist þannig að batahorfur Cousins þóttu ekki miklar. Hann þekkti óæskileg við- brögð líkamans við álagi og eyðileggjandi áhrif neikvæðra hugsana. Honum fannst lík- legt að jákvæðar tilfinningar gætu öfugt við neikvæðar haft heilsubætandi áhrif á líkamann. Cousin tók því málin í sínar hendur, lokaði sig inn á hótelherbergi, horfði á grín- myndir og las fyndnar bækur og blöð. Auk þess tók hann stóra skammta af C vítamíni. Cousin uppgötvaði að hann gat sofið ágætlega eftir vissan skammt af hlátri og þegar hann hafði hlegið hjartanlega í 10 mínútur gat hann verið verkjalaus í 2 klukkustundir eða meira. Blóðprufur voru teknar fyrir og eftir hláturs- köstin og það mældust greinilegar jákvæðar breytingar sem slógu á einkenni sjúkdómsins. Eftir nokkurra mánaða baráttu hafði Cousin læknað sig af þessum erfiða sjúkdómi, sneri aftur til vinnu sinnar, ferðaðist síðan um og hélt fyrirlestra um reynslu sína. Hann var gestaprófessor við Kaliforníuháskóla UCLA síðustu 10 æviár sín og skrifaði bókina „Anatomy of Illness" sem fjallar um hvernig hann losnaði undan viðjum sjúkdómsins. Einnig má geta þess að Cousin fékk birta grein í The New England Journal of Medicin. Það þótti mjög athyglisvert á sínum tíma að leikmaður skyldi fá birta grein í svo virtu læknablaði sem gerði strangar kröfur um vísindalega nálgun og efnistök. Streita og áhrif hennar Það leikur enginn vafi á því að viðvarandi streituástand getur valdið sjúkdómum. Þrátt fyrir að neikvæð áhrif streitu séu flestum kunn vega þau þungt í lífi margra. Á hinn bóginn er mikilvægi gleði og hláturs í daglegu lífi oft

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.