Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Iðjuþjálfinn - 01.12.2001, Blaðsíða 14
B.S. verkefni í iðjuþjálfun frá Áhrif tölvuiðju á heilsu barna Urræði iðjuþjálfa Höfundur: Anna María Malmquist Leiðbeinandi: Guðrún Arnadóttir Lykilhugtök: tölvutengd vinnuvernd, heilsa, grunnskólanemendur, þjónusta iðjuþjálfa. I þessu nýsköpunarverkefni var tilgang- urinn tvíþættur. Annars vegar að taka saman heimildir sem lýstu áhrifum tölvuiðju og umhverfislegum þátturn hennar á heilsu grunnskólanema ásamt vinnuverndarúrræðum sem væru í boði. Hins vegar að koma með hugmyndir að nýsköpun í tengslum við iðjuþjálfun þannig að hægt væri að taka nauðsynleg skref til að breyta aðstæðum við tölvu- iðju sem hefðu áhrif á heilsu grunnskóla- barna. Niðurstöður fræðilegrar saman- tektar voru þær að nú á tölvuöld sitja börn langtímum saman við tölvur í skól- um og heima við vinnuaðstöðu sem yfir- leitt gengur illa að aðlaga að þörfum líkamans. Fyrir vikið geta ýmis álags- einkenni og álagssjúkdómar gert vart við sig eins og algengt er meðal fullorðinna. Það var niðurstaða höfundar í nýsköpun- arhluta verkefnisins að tölvutengd vinnuverndarþjónusta í grunnskólum sé nauðsynleg og iðjuþjálfar ættu góð úr- ræði til að standa að slíkri þjónustu. Börn, athyglisbrestur og skólatengd iðja Höfundur: Hulda Björnsdóttir Leiðbeinandi: Guðrún Árnadóttir Lykilhugtök: Athyglisbrestur, grunnskóla- börn, iSjuþjálfun barna. Það virðist mörgum börnum með athyglisbrest þung byrði að takast á við skólatengda iðju. Ef ekkert er að gert getur það orsakað kvíða, neikvæða sjálfsmynd og neikvæða upplifun af námi hjá þessum börnum. Nýsköpunar- verkefni þetta fjallar um börn á grunn- skólaaldri sem glíma við athyglisbrest og var tilgangurinn með framkvæmd þess tvíþættur. Annars vegar að taka saman heimildir um athyglisbrest barna á grunnskólaaldri sem nýst gætu fag- aðilum og hins vegar að fræða þá um hugsanlegar aðgerðir til úrbóta fyrir þessa nemendur. I umfjölluninni var lögð sérstök áhersla á gildi iðjuþjálfunar við að auka færni nemenda með athyglis- brest við skólatengda iðju, heilbrigði þeirra og vellíðan. Með verkefninu var leitast við að svara spurningunni: Hvern- ig geta iðjuþjálfar stuðlað að aukinni þátttöku og vellíðan nemenda með athyglisbrest í skólum? í samantekt á heimildum kom ýmislegt fram sem bendir til þess að grunnskólanemar með athyglisbrest eigi í erfiðleikum með ein- beitingu, skipulagningu og fylgd leið- beininga sem komi niður á færni þeirra í skólanum. Rannsóknir styðja taugalíf- fræðilegan grunn röskunarinnar og spil- ar afbrigðileg starfsemi heilasvæða þar stóran þátt. Skortur var á heimildum varðandi þjónustu iðjuþjálfa við börn með athyglisbrest en kenningin um sam- spil skynsviða hefur haft víðtæk áhrif á vinnu iðjuþjálfa með börnum. Fáir iðju- þjálfar hafa starfað innan skólakerfisins hér á landi en víða erlendis er löng hefð fyrir stoðþjónustu þeirra. Niðurstöður höfundar voru eftirfarandi: Sérþekking iðjuþjálfa á iðju mannsins ásamt góðri þekkingu á starfsemi miðtaugakerfisins getur nýst innan grunnskóla við að efla nemendur með athyglisbrest. Með ráð- gjöf og fræðslu til foreldra og kennara, meðal annars um þátt samspils skyn- sviðanna í röskun á skólatengdri iðju, geta iðjuþjálfar stuðlað að aukinni þátt- töku og vellíðan slíkra nemenda í skóla- starfi. Einnig geta iðjuþjálfar veitt úrræði á borð við stillandi athafnir og aðlögun á umhverfi og iðju. Skóla-Færni-Athugun- Forprófun Höfundar: Sara Stefánsdóttir, Signý Þöll Kristinsdóttir og Sólrún Oladóttir Leiðbeinandi: Snæfríður Þóra Egilson Lykilhugtök: þátttaka, sérþarfir, nemendur Tilgangur rannsóknarinnar var að for- prófa íslenska þýðingu matstækisins Skóla-Færni-Athugun (School Function Assessment). Með forprófuninni var ver- ið að kanna hvort matstækið greindi færni íslenskra skólabarna á aldrinum 6- 12 ára. Skóla-Færni-Athugun er banda- rískt matstæki sem er markbundið og veitir sértækar upplýsingar um þátttöku og færni 6-12 ára nemenda með sérþarfir. Matið nær til mismunandi viðfangsefna og aðstæðna sem nemendur þurfa að takast á við í tengslum við skólastarf. Megindleg rannsóknaraðferð var not- uð með lýsandi tölfræði. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningu: Hver er frammistaða íslenskra skólabarna með og án sérþarfa á mismunandi kvörðum SFA og hvar liggja styrkleikar þeirra og tak- markanir við skólatengd verk og at- hafnir? Notast var við meðaltalstölur til að gera grein fyrir heildarframmistöðu hópsins. Gagnasöfnun fór fram með þeim hætti að starfsfólk skóla sem vel þekkti til nemenda fylltu út matslista SFA. Gögnum var safnað í rannsóknar- og samanburðarhóp. Við val á þátttak- endum var stuðst við tilgangs- og hentugleikaúrtak. 14 IÐJUÞJÁLFINN 1/2001

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.