Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 4

Iðjuþjálfinn - 01.06.2002, Blaðsíða 4
Iðjuþjálfun er ábatasöm og á að vera aðgengileg í heilsugæslunni! - Pistill frá formanni - KristIn Sigursveinsdóttir, FORMAÐUR IÐJUÞJÁLFAFÉLAGS ÍSLANDS Flestir iðjuþjálfar hafa nokkuð ákveðnar hugmyndir um samfélagslegan ávinning af starfi sínu, fyrir utan ávinning þeirra einstaklinga og hópa sem njóta þjónustu iðjuþjálfa. Hins vegar liöfum við ekki eins skýrar hugmyndir um fjárhagslegan ávinning starfseminnar, það er að segja hvað störf okkar eru að skila miklum verðmætum til samfélagsins, mælt í pen- ingum. Rannsóknir á því eru af skomum skammti og mér vitanlega hafa ennþá engar slíkar verið gerðar hér á landi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að áhersl- ur á greiningu og mat á kostnaði og gæð- utn heilbrigðisþjónustunnar aukast stöð- ugt. Nauðsynlegt er því að iðjuþjálfar og heilbrigðisyfirvöld viti hvers virði þjón- usta iðjuþjálfa er fyrir einstaklingana og fyrir samfélagið, peningalega og í formi lífsgæða. Flestir iðjuþjálfar hafa nokkuð ákveðnar hugmyndir um samfélagslegan ávinn- ing af starfi sínu, fyrir utan ávinning þeirra einstaklinga og hópa sem njóta þjón- ustu iðjuþjálfa. Hins vegar höfum við ekki eins skýrar hugmyndir um fjárhagslegan ávinning starfseminnar, það er að segja hvað störf okkar eru að skila miklum verðmætum til samfélagsins, mælt í peningum. Rann- sóknir á því eru af skornum skammti og mér vitanlega hafa ennþá engar slíkar verið gerð- ar hér á íandi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að áherslur á greiningu og mat á kostn- aði og gæðum heilbrigðisþjónustunnar aukast stöðugt. Nauðsynlegt er því að iðju- þjálfar og heilbrigðisyfirvöld viti hvers virði þjónusta iðjuþjálfa er fyrir einstaklingana og fyrir samfélagið, peningalega og í formi lífs- gæða. Rannsókn á arðsemi í WFOT bulletin, tímariti Heimssambands iðjuþjálfa (World Federation of Occupat- ional Therapists) sem út kom í nóvember 2001 er birt grein þar sem lýst er rannsókn á arðsemi iðjuþjálfunar. Sænska iðjuþjálfafé- lagið stóð að gerð rannsóknarinnar og fékk ráðgjafarfyrirtæki til liðs við sig. Rannsóknin náði til 137 einstaklinga. I rannsóknarhópi voru 65 en 72 í samanburðarhópi. Báðir hóp- ar fengu iðjuþjálfun en rannsóknarhópurinn fékk mun umfangsmeiri þjónustu frá iðju- þjálfum meðal annars viðtöl og vinnustaða- heimsóknir með tilheyrandi aukakostnaði. Með öðrum orðum: einstaklingarnir í rann- sóknarhópnum fengu meiri og dýrari þjón- ustu. I rannsóknarhópnum kostaði þjónust- an 14.900 sænskar krónur (SEK) á mann en 3.900 SEK á mann í samanburðarhópnum. Rannsóknin náði yfir 12 mánaða tímabil og mældur var fjöldi veikindadaga á því tímabili. I rannsóknarhópnum var fjöldi veikindadaga 164 að meðaltali en 206 í sam- anburðarhópnum. Reiknað var út að kostn- aður hins opinbera vegna veikindagreiðslna var 15.300 SEK minni fyrir hvern einstakling sem fékk aukna þjónustu iðjuþjálfa. Einnig var gerð tilraun til að meta þjóðhagslegan ávinning og leiddi sú athugun í ljós saman- lagðan ávinning upp á 26.750 SEK á hvern einstakling í rannsóknarhópnum á þessu 12 mánaða tímabili. A þessu eina ári er ávinn- ingurinn sem sé 26.750-11.000 = 15.750 SEK eða um 150.000 íslenskar krónur á hvern ein- stakling. Er þá ótalinn hugsanlegur ávinn- ingur af því að fólk er væntanlega lengur á vinnumarkaði, starfar í endurbættu vinnu- umhverfi, notar minna af lyfjum og býr við aukin lífsgæði. Af rannsókninni má ljóst vera að þjóð- hagslegur ávinningur af iðjuþjálfun er veru- legur. Við þurfum slíkar rannsóknir á ábata- semi iðjuþjálfunar í íslensku samfélagi. Heil- brigðis-, trygginga- og félagskerfi lands- manna þenjast út og samt líður okkur hreint ekki nógu vel. Bent hefur verið á að tilhneig- ing sé til sjúkdómsvæðingar í samfélaginu og það kunni að vera ein af skýringum þess að kostnaður eykst án þess að heilsan batni. Ymsir hafa óbeinan hag af því að fólk sé veikt og þurfi lyf og rannsóknir. Iðjuþjálfar eru ekki í þeim hópi. Okkar starf miðar að því að virkja styrkleika fólks og efla það til sjálfshjálpar og lífsgæðasköpunar í eigin lífi. Það hlýtur að borga sig! Fólk á rétt á iðjuþjálfun í heilsugæslunni Hvar á svo fólk að hafa aðgang að þessari þjónustu. A sjúkrahúsum og endurhæfing- arstöðvum? Já, gjarnan en það er ekki nægj- anlegt. Heilbrigðiskerfið á ekki eingöngu að vera viðgerðaþjónusta. Forvörnum og heilsueflingu í ýmsum útfærslum á að gefa meiri gaum samkvæmt áætlunum stjórn- valda. Styrkja ber frumþjónustuna, það er að segja heilsugæsluna, eru skilaboðin frá heil- brigðisráðherra. Ég er hjartanlega sammála. En þá er ekki úr vegi að skoða hvernig heilsugæslan sinnir hlutverki sínu í dag hvað varðar þjónustu iðjuþjálfa. „Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði." Með þessum orð- um hefst 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990. Hljómar vel en hvað merkir þetta? í lögunum er talað um hvernig á að veita þjónustuna og hver á að gera hvað. f 19. grein kemur fram að á heilsugæslustöðv- um eða í tengslum við þær skuli veita þjón- ustu iðjuþjálfa. Nú eru 12 ár síðan lögin voru sett og enn hafa aðeins örfáar heilsugæslu- stöðvar farið eftir þessum lagafyrirmælum. Iðjuþjálfar eru vel meðvitaðir um þessa laga- grein en hvernig stendur á því að ekki er far- ið eftir henni? Eru þeir sem stjórna heilsu- 4 - IÐJUÞJÁLFINN 1 /2002

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.